Til Toronto


24 –31 mars 2026


Tilboðið miðast við 80 manns og gildir til 7.10.2025


Toronto er hlýleg fjölmenningar stór-borg, þar sem vinalegt kanadískt viðmót mætir þér á hverju götuhorni. Hér upplifirðu hressandi ys og þys, en einnig ró og heillandi náttúrufegurð.

Toronto er fjölmennasta borg Kanada og héraðshöfuðborg Ontario, staðsett á norðvesturströnd Ontario-vatns. Íbúatala er rúmlega 6 milljónir. Toronto er ljúfur fjölmenningarkokteill, þar sem lögð er áhersla á fjölbreytilegt mannlíf og ólíkir menningarstraumar fá að njóta sín. Yfir öllu svífur svo hið þekkta hlýlega og vinalega kanadíska andrúmsloft. Hér líður fólki vel hvaðan sem það kemur. Loonies and toonies! eins og þau segja þarna í Kanada, þegar allt er frábært. Lista- og skemmtanalíf borgarinnar er margrómað, hér er ein af stærstu kvikmyndahátíðum heims haldin árlega, fjöldinn allur af leikhúsum og tónleikastöðum stórum og smáum, og eins og borg af þessari stærðargráðu sæmir er næturlífið ansi fjölskrúðugt og fullt af stuði. Í Toronto má

þó líka finna rólegheit, og fallega áningastaði sem bjóða þér að njótu náttúru og kyrrðar. Til dæmis má mæla með göngu í High Park garðinum, sem er víðfeðm borgarvin með blómstrandi kirsuberjatrjám og annarri gróðursæld. Þá tekur aðeins um 15 mín að sigla með ferju úr miðbænum til Toronto Island þar sem þú getur farið á ströndina, tekið góðan hjólreiðatúr, eða gengið um og notið víðáttumikils útsýnis yfir borgina. Fyrir söguþyrsta má benda á Fort York National Historic Site sem er mögnuð heimild um bardagann í York (1812) þegar heimamenn vörðust árásar Bandaríkjamanna, og Royal Ontario Museum sem lýsir vel sögu borgarinnar, allt frá frumbyggjum hennar, landnámi hvíta mannsins og þróun í áranna rás.


 Hvað er hægt að gera í Alicante

Casa Lomakastalinn er einstök bygging og ein af vinsælli áningastöðum ferðafólks

CN turninner auðvitað eitt þekktasta kennileitið og ekki úr vegi að kíkja þangað

Glow in the Dark mini golf er ansi vinsælt í Toronto. Getur t.d. upplifað svoleiðis á Putting Edge

St. Lawrencemarkaðurinn er einn sá elsti í norðanverðri Ameríku. Mikil upplifun að heimsækja

Distillery District var eitt sinn gríðarstórt viskí-framleiðslu hverfi. Fallegar gamlar byggingar, skemmtilegir veitingastaðir og gallerý 

Barinn Civil Liberties var nýverið kosinn besti barinn í Toronto, annað árið í röð!


Hvað er innifalið í ferðinni

Flug

Beint flug með Icelandair  til og frá Barcelona með  20 kg tösku og handfarangri

Flogið út

Brottför 1 Icelandair 40 sæti:

Frá Keflavík mánudaginn 23. mars kl. 17:00, lent kl. 19:15 í Toronto


Brottför 2 Icelandair 40 sæti:

Frá Keflavík mánudaginn 6. apríl  kl. 17:05, lent kl. 19:10 í Toronto

Flogið heim

Heimför 1 Icelandair 40 sæti:

Frá Toronto mánudaginn 30. apríl kl.20:50 og lent á Keflavík kl 06:05.


Heimför 2 Icelandair 40 sæti:

Frá Toronto mánudaginn 12. apríl kl.20:50 og lent á Keflavík kl 06:05.


Gisting

7 nætur á hóteli miðsvæðis í Toronto. Innifalið er morgun-verður, wi-fi og citytax.

Rútur

  • Rútuferðir til og frá flugvelli, aksturstími 15 mín

Fararstjórn

Sé þess óskað - gegn gjaldi

(Kostar 11.900 kr./mann að bæta við, miðast við 50 manns)



Tripical sér um allt úti

Árshátíðarkvöldið

Við erum snillingar í að skipuleggja árshátíðina  úti, bóka sal, velja matinn, skemmtikrafta og búa til ógleymanlegt  kvöld

Hvað er hægt að gera úti?

Við getum boðið upp á dagsferðir úti sem hópurinn velur úr og bókar í gegnum sölukerfi Tripical.

Einnig setjum við upp dagskrá með meðmælum af veitingarstöðum, börum & vinsælum ferðamannastöðum.

Við reddum öllu!

Sérðfræðingar Tripical hafa áratugareynsluí að skipuleggja árshátíðarferðir hópa!


Ferðalottó Tripical

Við viljum magna upp stemninguna fyrir brottför með því að draga út heppin pör/einstaklinga sem fá óvæntan glaðing frá Tripical!


Skemmtitékkinn í boði Tripical

Við viljum gera árshátíðarferðina ógleymanlega! Þess vegna bjóðum við hópnum þínum upp á frítt skemmtiatriði í ferðinni. Hópar sem telja 75 eða fleiri og eru með skipulagða árshátíð á vegum Tripical geta valið sér skemmtikraft hér af síðunni. Viðkomandi skemmtikraftur þarf að vera laus á þeim dagsetningum sem óskað er eftir. 

Hægt er að kynna sér hvaða skemmtiatriði er hægt að fá með í ferðina með að ýta á hnappinn hér fyrir neðan.



Tilboð 1

Hótel

One King West Hotel and Residence

****

Þetta 4 stjörnu hótel í miðbæ Toronto var byggt árið 1914 og blandar saman sögulegum sjarma og glæsileika við nútímaþægindi. St. Lawrence Market og Hockey Hall of Fame eru í innan við 10 mínútna göngufjarlægð.

Gistirýmin á þessu svítuhóteli eru innréttuð með ýmsum huggulegum þægindum, þar á meðal örbylgjuofnum, ísskápum og kaffivélum. Þau eru einnig með aðskilin svefn-, borð- og vinnusvæði.

One King West Hotel and Residence er með líkamsræktarstöð á staðnum ásamt veitingastað og bar. Hótelið er einnig í 750 metra fjarlægð frá Roy Thomson Hall.


Hótelið fær heildareinkunina 8,4 og 9,4 fyrir staðsetningu.


Kvöldverður fyrir hópinn

*hægt er að óska eftir matseðlinum.

Tilboð 2

184.990 kr.

á mann í tvíbýli

284.990 kr.

á mann í einbýli

Hótel

The Novotel Toronto Centre

****

Þetta 4 stjörnu hótel er með innisundlaug, heitum potti og heilsulind og er staðsett í innan við 10 mínútna göngufjarlægð frá Toronto Union Station og Air Canada Centre. Gestir geta notið veitingastaðarins á staðnum og ókeypis WiFi er í boði hvarvetna á gististaðnum.

Stórir gluggar, sjónvarp og minibar eru í öllum herbergjum The Novotel Toronto Centre. Kaffivél, skrifborð og strauaðstaða eru einnig til staðar.

Café Nicole framreiðir alþjóðlegar máltíðir í innilegu umhverfi. Hægt er að njóta kokteila á Stage Door Lounge og herbergisþjónusta er í boði allan tímann.

Líkamsræktarstöð er opin öllum gestum Toronto Novotel. Sjálfsalar og þvottaaðstaða eru einnig í boði.

Hótelið er í 4 mínútna göngufjarlægð frá Hockey Hall of Fame. CN Tower er síðan í innan við 1,5 km fjarlægð.


Hótelið fær heildareinkunina 8,1  og 9,3 fyrir staðsetningu. 


Kvöldverður fyrir hópinn

*hægt er að óska eftir matseðlinum.


175.990 kr.

á mann í tvíbýli

252.990 kr.

á mann í einbýli


Tilboð 3


Hótel

The Westin Harbour Castle, Toronto

****

Þetta 4 stjörnu hótel býður upp á vel útbúin, lúxus gistirými með völdum herbergjum sem státa af útsýni yfir Lake Ontario og stórbrotinn sjóndeildarhring Toronto. Á hótelinu er innisundlaug, tennisvöllur á þakinu og líkamsræktarstöð.

Rúmgóðu, þægilegu herbergin á Westin Harbour Castle Toronto eru með hið einstaka Westin Heavenly rúm og fjölda glæsilegra nútímaþæginda og aðstöðu sem veitir hámark lúxus. Hótelið býður upp á ókeypis Wi-Fi Internet á almenningssvæðum gististaðarins.

Westin Harbour Castle Toronto er í innan við 7 mínútna göngufjarlægð frá Harbourfront Centre og Scotiabank Arena. Hið líflega Toronto Eaton Centre, fullt af verslunum, er í 1,6 km fjarlægð.



Hótelið fær heildareinkunina 7,8  og 9,2 fyrir staðsetningu. 


Kvöldverður fyrir hópinn

*hægt er að óska eftir matseðlinum.


203.990 kr.

á mann í tvíbýli

294.990 kr.

á mann í einbýli


ATH.

Boðið er upp á að velja á milli hótela sem skoða má hér að ofan. Ef einhverra hluta vegna það gerist að hótelið sé ekki í boði finnum við sambærilegt hótel á svipuðum stað.

Endanlegt verð liggur ekki fyrir fyrr en ferð hefur verið ákveðin og hægt er að bóka flug og hótel.



Umsagnir fyrri hópa

Smelltu hér á hnappinn til að sjá umsagnir ánægðra viðskiptavina Tripical!

Skoða umsagnir

Júlía Björgvinsdóttir

Fyrirtækjaferðir

Sími. 519-8900

GSM. 895-9666

Netfang. julia@tripical.com