Til Tenerife

21. - 25. maí 2026

Tilboðið miðast við 12 manns á gengi dagsins og gildir til 30.09.2025


Tenerife er afar vinsæll áningarstaður hjá sólarþyrstum, og ekki að ástæðulausu. Þar eru strendurnar fallegar, sjórinn hreinn og hlýr, alltaf bongó blíða, íbúar eyjunnar næs, og hellingur af fjölbreyttri og skemmtilegri afþreyingu. Tenerife klikkar ekki! 

Eyjan var á árum áður fátækleg bananarækt, allt þar til á 6. áratug síðustu aldar að ákveðið var að nýta einstaka veðursæld hennar og fagra náttúru fyrir ferðaþjónustu. Hótel voru byggð og veitingastaðir opnuðu. Þetta var ansi fín ákvörðun, því þar hefur verið mikið um að vera æ síðan. Bæir hafa stækkað, hótelum fjölgað og ýmis konar afþreying bæst við til að gera heimsókn til eyjunnar sem skemmtilegasta. Þar er nefnilega heilmargt að gera, fyrir þá sem ekki hafa endalausa þolinmæði í sólböð og strandagleði. Þá nýtur Tenerife ákveðinna sérréttinga í skattlagningu, sem gerir að verkum að þar er bæði tóbak og áfengi mun ódýrara en annars staðar í Evrópu. Það fussar enginn við því! 

Tenerife er sannkölluð paradísareyja. Þar finnurðu þéttvaxna skóga og litríka náttúru með hinu fjölskrúðugasta dýralífi. Hér hefurðu auk fagurra stranda, gyllta eyðimerkursanda og tignarlegustu fjöll. Þar á meðal er hið stórbrotna eldfjall El Teide, sem rís tæpa 4000 metra frá sjávarmáli, og býður gestum upp á toppinn með þar til gerðum kláfum. Um skeið var boðið upp á ferðir ofan í gýg fjallsins, en því hefur nú verið hætt af öryggisástæðum. Heimsókn á fjallið er þó vel þess virði, því útsýnið þaðan er alveg einstakt.

Suðurhluti eyjunnar er tileinkaður almennri ferðaþjónustu, en sé farið á norðurhlutann má finna meira af grænum svæðum, þar er menningin meira lókal og þú færð spænskar hefðir og venjur beint í æð. 


Hvað er hægt að gera í Tenerife

Viltu kafa? Tenerife er þekkt fyrir úrval af köfunarferðum af öllum stærðum og gerðum, fyrir vana sem óvana

Loro Parque Zoo er skemmtilegur dýragarður með alls kyns sýningum

Parque Rural de Anaga, er frábært svæði fyrir góðar gönguferðir. Fullt af leiðum, fallegt umhverfi og frábært útsýni

Masca dalurinn er vinsæll áningarstaður, sökum fegurðar

Siam vatnagarðurinn er risastór og stútfullur af skemmtilegum rennibrautum og veitingastöðum

Ron Miel, er romm með hunangi út í og afar svalandi ískalt í klaka 


Hvað er innifalið í ferðinni

Flug

Beint flug með Icelandair 

  • 20 kg taska
  • 1x handfarangur

Flogið út

Brottför kl. 08:20   frá Keflavík → lending í Tenerife kl. 15:00   

(bein flug, ~4 klst 40 mín)

Flogið heim

Heimferð: kl. 16:10 frá Tenerife → lending í Keflavík kl. 18:50

(bein flug, ~4 klst 40 mín).

Gisting

3 nætur á hóteli í Tenerife.
Innifalið er morgunverður og wi-fi.

Rútur

Rútur til og frá flugvelli, aksturstími ca 20 mín

Fararstjórn

Einn skemmtilegur Tripical fararstjóri.

Hægt að bóka gegn gjaldi.
kr. 499.900
á hópinn


Tripical sér um allt úti

Árshátíðarkvöldið

Við erum snillingar í að skipuleggja árshátíðina  úti, bóka sal, velja matinn, skemmtikrafta og búa til ógleymanlegt  kvöld

Hvað er hægt að gera úti?

Við getum boðið upp á dagsferðir úti sem hópurinn velur úr og bókar í gegnum sölukerfi Tripical.

Einnig setjum við upp dagskrá með meðmælum af veitingarstöðum, börum & vinsælum ferðamannastöðum.

Við reddum öllu!

Sérðfræðingar Tripical hafa áratugareynsluí að skipuleggja árshátíðarferðir hópa!


Ferðalottó Tripical

Við viljum magna upp stemninguna fyrir brottför með því að draga út heppin pör/einstaklinga sem fá óvæntan glaðing frá Tripical!


Skemmtitékkinn í boði Tripical

Við viljum gera árshátíðarferðina ógleymanlega! Þess vegna bjóðum við hópnum þínum upp á frítt skemmtiatriði í ferðinni. Hópar sem telja 75 eða fleiri og eru með skipulagða árshátíð á vegum Tripical geta valið sér skemmtikraft hér af síðunni. Viðkomandi skemmtikraftur þarf að vera laus á þeim dagsetningum sem óskað er eftir. 

Hægt er að kynna sér hvaða skemmtiatriði er hægt að fá með í ferðina með að ýta á hnappinn hér fyrir neðan.



Tilboð 1

Hótel

Hotel RIU Garoé

⭐️⭐️⭐️⭐️

Hotel RIU Garoé er staðsett í Puerto de la Cruz og El Bollullo-ströndin er í innan við 1,6 km fjarlægð. Gististaðurinn er með tennisvöll og er staðsettur í innan við 2 km fjarlægð frá Playa Martianez. Hótelið býður upp á útisundlaug, heilsuræktarstöð, kvöldskemmtun og sameiginlega setustofu.


Daglegi morgunverðurinn innifelur hlaðborð, léttan morgunverð eða enskan/írskan morgunverð. Á Hotel RIU Garoé er veitingastaður sem framreiðir ítalska, spænska og staðbundna matargerð. Grænmetisréttir, mjólkurlausir réttir og veganréttir eru einnig í boði gegn beiðni.


Gistirýmið er með barnaleikvöll. Hægt er að spila borðtennis, pílukast og veggtennis.


Hótelið fær 9,2 í heildareinkun,  starfsfólk fær 9,8 og  staðsetning fær 8,8 á booking.com

Verðin

244.990 kr.

á mann í tvíbýli

323.990 kr.

á mann í einbýli


Tilboð 2

Hótel

MYND Adeje

⭐️⭐️⭐️⭐️

MYND Adeje er staðsett í Adeje, 500 metra frá Playa de Ajabo og býður upp á gistirými með útisundlaug, einkabílastæði, heilsuræktarstöð og garði. Gististaðurinn er 1,6 km frá Las Galgas-ströndinni og 2,2 km frá Playa El Pinque.


Morgunverðurinn býður upp á hlaðborð, léttan morgunverð eða grænmetisrétti.


Reiðhjólaleiga er á hótelinu


Playa Las Salinas er 2,6 km frá gististaðnum, en Aqualand er 11 km í burtu. Tenerife South-flugvöllurinn er í 29 km fjarlægð.


Hótelið fær 9,0 í heildareinkun,  starfsfólk fær 9,4 og  staðsetning fær 8,5 á booking.com

Verðin

249.990 kr.

á mann í tvíbýli

389.990 kr.

á mann í einbýli


Tilboð 3

Hótel

Dreams Jardin Tropical Resort & Spa

⭐️⭐️⭐️⭐️

Dreams Jardin Tropical Resort & Spa er við ströndina í Adeje og býður upp á stórkostlegt útsýni yfir Atlantshafið og La Gomera. Lúxusaðstaðan felur í sér 12.000 m² af görðum.


Herbergin eru glæsileg og eru öll með svalir eða verönd með garðhúsgögnum, flatskjá með gervihnattarásum, minibar og öryggishólf. Á sérbaðherberginu er hárþurrka og baðkar eða sturta. Ókeypis WiFi er til staðar hvarvetna.


Á staðnum er að finna a-la-carte veitingahús og hlaðborðsveitingastað ásamt snarlbar og nokkrum setustofum.


Næsta strönd er í 400 metra fjarlægð frá Dreams Jardin Tropical Resort & Spa. Vatnsrennibrautagarðurinn Siam Park er í 3 mínútna akstursfjarlægð frá gististaðnum og Tenerife Sur-flugvöllurinn er í 15 mínútna akstursfjarlægð.


Hótelið fær 9,0 í heildareinkun, 9,3, starfsfólk fær 9,3 og  staðsetning fær 9,2 á booking.com

Verðin

339.990 kr.

á mann í tvíbýli

519.990 kr.

á mann í einbýli


ATH.

Boðið er upp á að velja á milli hótela sem skoða má hér að ofan. Ef einhverra hluta vegna það gerist að hótelið sé ekki í boði finnum við sambærilegt hótel á svipuðum stað.

Endanlegt verð liggur ekki fyrir fyrr en ferð hefur verið ákveðin og hægt er að bóka flug og hótel.



Umsagnir fyrri hópa

Smelltu hér á hnappinn til að sjá umsagnir ánægðra viðskiptavina Tripical!

Skoða umsagnir

Arnór Fannar Reynisson

Fyrirtækjaferðir

Sími. 519-8900

Netfang. arnor@tripical.com