Prag
10. - 13. október 2025
Rómuð fyrir magnaðar hallarbyggingar, kirkjur brýr og torg, sín breiðu stræti og þröngu mystísku göngugötur. Stórborgin Prag rekur sögu sína aftur til 9. aldar og er í heild sinni eitt stórkostlegt listaverk!
Prag slapp nánast heil frá sprengjuregni síðari heimsstyrjaldarinnar og því standa hinar fjölmörgu stórbyggingar þar í sinni upprunalegu mynd, sumar hverjar allt frá upphafsárum borgarinnar. Lengsta á Tékklands, Vltava rennur um borgina miðja og skiptir henni í tvennt.
Gamli bærinn er hjartað í sögulegum kjarna Prag og þar í kring má finna tignarlegar Barokkhallir og gotneskar kirkjur. Þar er einnig hin mjög svo merkilega Stjörnfræðiklukka (Astronomical Clock) sem byggð var á miðöldum, og Charles brúin frá 14. öld.
Hér er sannarlega ekki aðeins boðið upp á augnakonfekt hvert sem litið er. Prag er þrátt fyrir aldurinn full af lífi, og næturnar einkennast af gleði og gáska. Tékkar eru þekktir fyrir bjórgerð, en auk þess eru snafsar af margvíslegu tagi afar vinsælir. Þjóðlegir réttir einkennast aðallega af kjöti og matarmiklum súpum. Rétt er að benda á að tékkneskur "burger" er ekki endilega það sama og við eigum að venjast, heldur nokkurs konar snitsel, stundum úr fiski, stundum kjöti og umvafið raspi. Hina klassísku borgara má þó auðvitað finna víða.
Hvað er hægt að gera í Prag
Hvað er innifalið í ferðinni
Tripical sér um allt úti
Ferðalottó Tripical
Við viljum magna upp stemninguna fyrir brottför með því að draga út heppin pör/einstaklinga sem fá óvæntan glaðing frá Tripical!
Skemmtitékkinn í boði Tripical
Við viljum gera árshátíðarferðina ógleymanlega! Þess vegna bjóðum við hópnum þínum upp á frítt skemmtiatriði í ferðinni. Hópar sem telja 75 eða fleiri og eru með skipulagða árshátíð á vegum Tripical geta valið sér skemmtikraft hér af síðunni. Viðkomandi skemmtikraftur þarf að vera laus á þeim dagsetningum sem óskað er eftir.
Hægt er að kynna sér hvaða skemmtiatriði er hægt að fá með í ferðina með að ýta á hnappinn hér fyrir neðan.
Tilboð 1
Hótel
Grandium Hotel Prague
*****
Grandium Hotel Prague er staðsett í hjarta Prag, rétt handan við hornið frá Wenceslas-torginu.
Herbergin eru glæsileg og nútímaleg með ókeypis WiFi, loftkælingu og te/kaffiaðbúnaði.
Veitingastaðurinn og kaffihúsið á Grandium Hotel Prague býður upp á ljúffenga alþjóðlega sem og tékkneska matargerð. Gestir geta notið máltíða í glæsilega borðsalnum eða úti í sumargarðinum þegar veðrið er gott.
Grandium Hotel Prague býður upp á móttöku sem opin er allan sólarhringinn.
Gestir geta nálgast almenningssamgöngur í nokkurra skrefa fjarlægð. Þjóðminjasafnið í Prag og Betlehem-kapellan eru í 300 til 600 metra fjarlægð.
Hótelið fær heildareinkunina 8,7 og 9,5 fyrir staðsetningu.
Kvöldverður fyrir hópinn ykkar - Verð
- 3ja rétta kveldverður frá 8.990 kr. á mann
- 2ja rétta kveldverður frá 6.990 kr. á mann
*hægt er að óska eftir matseðlinum.
Verðin
109.990 kr.
á mann í tvíbýli
149.990 kr.
á mann í einbýli
Ath. Ofannefnt verð er eingöngu gefið upp til viðmiðunar, raunverulegt verð verður ákveðið og tilkynnt við staðfestingu á áfangastað.
Tilboð 2
Hótel
The Julius
*****
The Julius Prague er frábærlega staðsett í miðbæ Prag og býður upp á loftkæld herbergi, heilsuræktarstöð, ókeypis WiFi og veitingastað. Þetta 5-stjörnu hótel býður upp á herbergisþjónustu og sólarhringsmóttöku. Einkabílastæði eru í boði á staðnum.
Öll herbergin á hótelinu eru með flatskjá og öryggishólfi. Herbergin eru með kaffivél og sérbaðherbergi með sturtu og ókeypis snyrtivörum. Sum herbergin eru einnig með eldhús með uppþvottavél. Öll herbergin á The Julius Prague eru með rúmföt og handklæði.
Morgunverðarhlaðborð, léttur eða enskur/írskur morgunverður er í boði á hverjum morgni á gististaðnum.
Áhugaverðir staðir í nágrenni við gistirýmið eru Sögusafn Prag, bæjarhúsið og stjarnfræðiklukkan.
Hótelið fær heildareinkunina 9,4 og 9,7 fyrir staðsetningu.
Kvöldverður fyrir hópinn ykkar - Verð
- 3ja rétta kveldverður frá 8.990 kr. á mann
- 2ja rétta kveldverður frá 6.990 kr. á mann
*hægt er að óska eftir matseðlinum.
Verðin
109.990 kr.
á mann í tvíbýli
149.990 kr.
á mann í einbýli
Ath. Ofannefnt verð er eingöngu gefið upp til viðmiðunar, raunverulegt verð verður ákveðið og tilkynnt við staðfestingu á áfangastað.
ATH.
Tilboðið er fyrir xx manns, flogið er í leiguflugi og er miðað við að minnst 80% sætanýting sé í flugi með leiguflugi.
Endanlegt verð liggur ekki fyrir fyrr en ferð hefur verið ákveðin og hægt er að bóka flug og hótel.
Umsagnir fyrri hópa
Smelltu hér á hnappinn til að sjá umsagnir ánægðra viðskiptavina Tripical!