Til Marbella

30. apríl - 03. maí 2026 & 01.-04. maí 2026

Tilboðið miðast við 410 manns á gengi dagsins og gildir til 20.10.2025


Marbella er suðrænn lúxus með andalúsískum sjarma í hverju skrefi. Hér mætast gullnar strendur Miðjarðarhafsins og „Golden Mile“ með pálmatrjám, glæsihótelum og fallegum strandgöngustígum.




 Í hvítþvegnum gamla bænum (Casco Antiguo) bíða steinlagðar stræti, appelsínutré og litlar tapas-stofur þar sem andalúsísk tónlist og ilmur af jamón og ólífuolíu setja stemninguna. Við höfnina í Puerto Banús sjást snekkjur, hönnunarverslanir og lífleg kvöldstund með kokteilum í sólsetri—þetta er Marbella á sínu besta. Maturinn er upp á tíu—frá heimilislegum chiringuito á sandinum til Michelin-stjörnu veitinga.

Þegar kvölda tekur lifnar bærinn enn frekar: rómantísk torg, ljósadís við höfnina og skemmtilegt næturlíf sem nær jafnvægi milli fágaðs lúxus og þægilegrar, suðrænnar afslöppunar. Marbella er líka frábær bækistöð fyrir smá ævintýri: dagferð til hvelfdunnar gljúfra á Caminito del Rey, upp í hvítþvegna Mijas, vínsmökkun í Ronda eða listalíf í Málaga—allt í innan við klukkustundar akstri..


Hvað er hægt að gera á Marbella


Beach club dagur – sólbekkir, sund og dj hjá Miðjarðarhafinu


Rölta um hvítþveginn gamla bæinn – litlar tapas-stofur og falleg torg

Leigðu bát -og sigldu um höfin blá!

Puerto Banús – snekkjur, hönnunarverslanir og kokteilar í sólsetri

Skelltu þér í golf, það eru 19 golfvellir í nágrenninu

Matur & næturlíf – frá chiringuito á sandinum til Michelin og dans fram á nótt


Hvað er innifalið í ferðinni

Flug

Beint flug til Malaga með leiguflugi

  • innritaður farangur
  • handfarangur


Flogið út

Flogið út frá Keflavík
(tímasetning liggur ekki fyrir)

Áætlaður flugtími 4h 45mín

Flogið heim

Flogið heim frá Malaga
(tímasetning liggur ekki fyrir)

Áætlaður flugtími 4h 50mín

Gisting

3 nætur á hótel Don Carlos Marbella
Innifalið er morgunverður og wi-fi.

Rútur

Rútur til og frá flugvelli.
Aksturstími ca 30 mín - 40km

Fararstjórn

Þrír skemmtilegir Tripical fararstjórar fylgja frítt með þessum hópi.


Tripical sér um allt úti

Árshátíðarkvöldið

Við erum snillingar í að skipuleggja árshátíðina  úti, bóka sal, velja matinn, skemmtikrafta og búa til ógleymanlegt  kvöld

Hvað er hægt að gera úti?

Við getum boðið upp á dagsferðir úti sem hópurinn velur úr og bókar í gegnum sölukerfi Tripical.

Einnig setjum við upp dagskrá með meðmælum af veitingarstöðum, börum & vinsælum ferðamannastöðum.

Við reddum öllu!

Sérðfræðingar Tripical hafa áratugareynsluí að skipuleggja árshátíðarferðir hópa!


Ferðalottó Tripical

Við viljum magna upp stemninguna fyrir brottför með því að draga út heppin pör/einstaklinga sem fá óvæntan glaðing frá Tripical!


Skemmtitékkinn í boði Tripical

Við viljum gera árshátíðarferðina ógleymanlega! Þess vegna bjóðum við hópnum þínum upp á frítt skemmtiatriði í ferðinni. Hópar sem telja 75 eða fleiri og eru með skipulagða árshátíð á vegum Tripical geta valið sér skemmtikraft hér af síðunni. Viðkomandi skemmtikraftur þarf að vera laus á þeim dagsetningum sem óskað er eftir. 

Hægt er að kynna sér hvaða skemmtiatriði er hægt að fá með í ferðina með að ýta á hnappinn hér fyrir neðan.



Don Carlos Marbella

⭐️⭐️⭐️⭐️⭐️

Don Carlos Marbella er glæsilegur lúxusdvalarstaður í hjarta Elviria, umlukinn 20.000 m² af suðrænum görðum sem opnast beint út á mjúka sandströnd Miðjarðarhafsins. Hér finnur þú einkastrandklúbb með VIP-þjónustu, rúmgóð sólsvæði og margar sundlaugar og hengirúm fyrir þægilega slökun frá morgni til kvölds.


Herbergin eru stílhrein og loftkæld, með ókeypis Wi-Fi og flatskjásjónvarpi. Heilsulindin er með innilaug, gufu og eimböðum. Sjö leirtennisvellir eru á staðnum og líkamsrækt.


Heildareinkunn 8,8  og 8,9 fyrir staðsetningu á booking.com 

Smella á hér til að sjá myndband

Aðstaða fyrir viðburði

Hægt er að vera með kvöldverð bæði innan/utandyra


The Garden 3-course frá €105 á mann

Sol & Sombra 3-course frá €95 á mann

269.990 kr.

á mann í tvíbýli

349.990 kr.

á mann í einbýli


METT Marbella - Estepona

⭐️⭐️⭐️⭐️⭐️

Fimm stjörnu lífsstílshótelið METT Hotel & Beach Resort býður upp á 249 glæsileg og fallega hönnuð herbergi og svítur í kringum upphitaða Azure Beach sundlaug með óhindruðu útsýni yfir Miðjarðarhafið.


MOI Spa RAISE Fitness & Wellness, ásamt fjölbreyttum veitingastöðum, þar á meðal Isola Ristorante Italiano og Ammos Greek Restaurant, bæta við alveg nýrri vídd við upplifunina. Þessi frístaður, sem er staðsettur á nýju Golden Mile í Estepona, býður upp á frábærar strendur, frábært loftslag allt árið um kring, spennandi afþreyingaraðstöðu, fjölbreytta matargerð og líflega skemmtun, fullkomið fyrir gesti til að slaka á og fagna lífinu.


Heildareinkunn 8,8  og 8,9 fyrir staðsetningu á booking.com 

Smella á hér til að sjá myndband

Aðstaða fyrir viðburði

Hægt er að vera með kvöldverð bæði innan- og utandyra

fyrir allt að 500 manns.


  • Fordrykkur - Verð frá 28€
  • 3ja rétta matseðill - Verð frá 90€ ( innfalið, soft drinks )
  • Opinn bar í 1 klst - Verð frá 35€ min 2h



294.990 kr.

á mann í tvíbýli

399.990 kr.

á mann í einbýli


Umsagnir fyrri hópa

Smelltu hér á hnappinn til að sjá umsagnir ánægðra viðskiptavina Tripical!

Skoða umsagnir

Arnór Fannar Reynisson

Fyrirtækjaferðir

Sími. 519-8900

Netfang. arnor@tripical.com