
Til Malta
30. apríl - 03. maí 2026 & 01.-04. maí 2026
Tilboðið miðast við 410 manns á gengi dagsins og gildir til 20.10.2025
Mitt í Miðjarðarhafinu stendur smáríkið Malta, með sínum aldagömlu musterum og virkjum, og forsögulegu minjum. Byggð á eyjunum má rekja síðan löngu fyrir Kristburð, og ekki að undra. Þar er svo ósköp gott að vera.
Malta samanstendur af litlum eyjaklasa mitt á milli Sikileyjar og stranda Norður-Afríku. Á eyjunum er ýmislegt markvert að sjá. Fyrst ber að nefna hina smáu höfuðborg, Valletta, sem öll er byggð í anda 16. aldar, en hana má finna á Heimsminjaskrá Unesco. Þá er hin forna höfuðborg Mdina (stundum nefnd Þögla borgin) áhugaverður staður, sem og Vittoriosa, og hinar fögru byggingar þar. Einnig má nefna að Maltverjar eiga eins og við, sitt Bláa Lón (Blue Lagoon), sem er falleg lítil vík með kristaltærum sjó og hreinni strönd.
Þrátt fyrir smæð sína er Malta rík af sögu sem nær aftur til 4 árþúsundum fyrir Krist, og þar má finna ýmsar fornminjar því til sönnunar. Reyndar eru á eyjunum nokkrar af elstu uppistandandi byggingum í heimssögunni. En hér er margt fleira að gera en skoða forn hýbýli. Malta er nútímastaður sem býður upp á fyrsta flokks afþreyingu fyrir ferðamenn. Hér er upplagt að njóta veðurblíðunnar á góðri siglingu eða sörfbretti. Menningarlífið blómstrar, hér má finna jassfestivöl, karnivöl og aðrar skemmtanir, og borgirnar allar með úrval af fínum veitingastöðum og börum.
Hvað er hægt að gera á Möltu
Hvað er innifalið í ferðinni
Tripical sér um allt úti
Ferðalottó Tripical
Við viljum magna upp stemninguna fyrir brottför með því að draga út heppin pör/einstaklinga sem fá óvæntan glaðing frá Tripical!
Skemmtitékkinn í boði Tripical
Við viljum gera árshátíðarferðina ógleymanlega! Þess vegna bjóðum við hópnum þínum upp á frítt skemmtiatriði í ferðinni. Hópar sem telja 75 eða fleiri og eru með skipulagða árshátíð á vegum Tripical geta valið sér skemmtikraft hér af síðunni. Viðkomandi skemmtikraftur þarf að vera laus á þeim dagsetningum sem óskað er eftir.
Hægt er að kynna sér hvaða skemmtiatriði er hægt að fá með í ferðina með að ýta á hnappinn hér fyrir neðan.
The Westin Dragonara Resort
⭐️⭐️⭐️⭐️⭐️
The Westin Dragonara Resort, Malta er með útsýni yfir Miðjarðarhafið í St Julian's og býður upp á 2 einkastrendur, inni- og útisundlaugar, þar af ein upphituð, og 3 veitingastaði. Móttakan er opin allan sólarhringinn.
Gestir geta slakað á í heita pottinum, notið nudds eða setið úti á Bayview sólarveröndinni sem er búin ókeypis sólbekkjum og sólhlífum. Líkamsræktin er fullbúin með nútímalegum vélum og lóðum.
Veitingastaðir Westin Dragonara Resort á Möltu framreiða evrópska og Miðjarðarhafsmatargerð. Hinn margverðlaunaði Terrace Restaurant býður upp á daglegan morgunverð og Palio's Trattoria býður upp á ítalska sérrétti. Quadro Restaurant framreiðir einfaldan, heimagerðan mat. Drykkir eru fáanlegir þar til seint á bar móttökunnar.
Heildareinkunn
9,2 og
9,2 fyrir staðsetningu á booking.com
Aksturstími frá flugvelli ca 20mín / 12km
269.990 kr.
á mann í tvíbýli
339.990 kr.
á mann í einbýli
Umsagnir fyrri hópa
Smelltu hér á hnappinn til að sjá umsagnir ánægðra viðskiptavina Tripical!














