Til Malmö

14. - 17. maí 2026

Tilboðið miðast við 50 manns/hóp og gengi dagsins gildir til 19.09.2025


Malmö er falleg borg á suðvesturhorni Svíþjóðar þar sem fjölbreytt og litríkt mannlíf, rík saga og fallegt borgarlandslag bjóða uppá áhugaverða dvöl fyrir þá sem borgina sækja. Innan gömlu virkisveggjanna og meðfram manngerðum sýkjum má sjá hvernig borgin hefur byggst upp í gegnum aldirnar, gamalt mætir nýju og fjölbreytt mannlíf og menning samtímans eiga skjól innan gamla borgarvirkisins.

Malmö býður upp á fjölbreytta flóru veitingastaða, stórkostleg söfn og sögufrægar byggingar sem hægt er að njóta í vinalegu og þægilegu umhverfi. Auðvelt er að hjóla um borgina og skoða bæði nýtískulegar byggingar og vel varðveittar byggingar frá fyrri tíma, heimsækja garða og græn svæði eða hjóla að sjónum. Malmö stendur við strönd Eystrasaltsins og er þriðja stærsta borg Svíþjóðar á eftir höfðuðborginni Stokkhólmi á austurströndinni og Gautaborg á vestruströndinni.


Malmö er stærsti þéttbýliskjarninn á Skáni þar sem bæði svíar og danir hafa ríkt í gegnum aldirnar, hérað með sterka sjálfsmynd, eigin fána og einkennandi málýsku sem íbúarnir eru stoltir af. Héraðið er þekkt fyrir frjósama jörð, ríka sögu og einstaka náttúru. Vegna legu sinnar er loftslag í Malmö milt, löng og hlý sumur og mildir vetur

Næsti nágranni í suðri er höfuðborg Danmerkur, Kaupmannahöfn og auðvelt að komast á milli borganna með lest, rútu eða bát. Kaupmannahafnarflugvöllur-Kastrup er í næsta nágrenni og það tekur okkur 30 mínútur að ferðast yfir Eyrarsundsbrúnna með lest milli Kastrup-flugvallar og Malmö og 45 mínútur með rútu.


Í Malmö búa um 360 þúsund íbúar sem koma frá öllum heimsins hornum og litar þessi blanda mannlífið í borginni. Malmö státar af stórri flóru ólíkra veitingastað og er sú borg á Norðurlöndum þar sem flesta veitingastaði er að finna miðað við höfðatölu. Matur og drykkir eru á hagstæðara verði en hinumegin við sundið og af sem áður var þegar svíar flykktust yfir sundið til Kaupmannahafnar, til stórinnkaupa.


 Hvað er hægt að gera í Malmö

Skoða Turning Torso – fræga snúna skýjakljúfinn.

Upplifa sænsku saunumenninguna í kallbadhúsi við sjóinn.

Kíkja á Malmö Konsthall og sjá samtímalist í heimsklassa.

Versla á litríku Möllevångstorget markaðnum.

Svo er góður hjólreiðatúr kannski besta leiðin til að kynnast borgarlífinu

Hoppa í lestina og vera komin til Kaupmannahafnar á aðeins 30 mínútum


Hvað er innifalið í ferðinni

Flug

Beint flug með Icelandair til Kaupmannahafnar

  • 20kg innritaður farangur
  • 1x handfarangur

Flogið út

Flogið út frá KEF kl.07:40 og kl.12:55 og lent að staðartíma í Kaupmannahöfn kl.12:55 og kl.18:30


Flogið heim

Flogið heim kl.11:05 og kl.22:35 og lent að staðartíma í KEF kl.16:15 og 23:50

Gisting

3 nætur á hóteli miðsvæðis í Malmö

Innifalið er morgunverður og wi-fi og city tax.

Rútur

Rútuferðir til og frá Kaupmannahafnar flugvelli

  • ca. 30 mín akstur

Fararstjórn

Sé þess óskað - gegn gjaldi

(Kostar 8.900 kr./mann að bæta við, miðast við 50 manns)


Tripical sér um allt úti

Árshátíðarkvöldið

Við erum snillingar í að skipuleggja árshátíðina  úti, bóka sal, velja matinn, skemmtikrafta og búa til ógleymanlegt  kvöld

Hvað er hægt að gera úti?

Við getum boðið upp á dagsferðir úti sem hópurinn velur úr og bókar í gegnum sölukerfi Tripical.

Einnig setjum við upp dagskrá með meðmælum af veitingarstöðum, börum & vinsælum ferðamannastöðum.

Við reddum öllu!

Sérðfræðingar Tripical hafa áratugareynsluí að skipuleggja árshátíðarferðir hópa!


Ferðalottó Tripical

Við viljum magna upp stemninguna fyrir brottför með því að draga út heppin pör/einstaklinga sem fá óvæntan glaðing frá Tripical!


Skemmtitékkinn í boði Tripical

Við viljum gera árshátíðarferðina ógleymanlega! Þess vegna bjóðum við hópnum þínum upp á frítt skemmtiatriði í ferðinni. Hópar sem telja 75 eða fleiri og eru með skipulagða árshátíð á vegum Tripical geta valið sér skemmtikraft hér af síðunni. Viðkomandi skemmtikraftur þarf að vera laus á þeim dagsetningum sem óskað er eftir. 

Hægt er að kynna sér hvaða skemmtiatriði er hægt að fá með í ferðina með að ýta á hnappinn hér fyrir neðan.


Tilboð 1

Hótel

Best Western Malmo Arena Hotel

****

Þetta Best Western hótel er staðsett hliðina á Malmö-leikvanginum og er með borgarútsýni frá Sky Bar-setustofunni. Hyllie-lestarstöðin er í aðeins 4 mínútna göngufjarlægð. WiFi er ókeypis. Slökunaraðstaðan innifelur líkamsræktaraðstöðu og sameiginlegt gufubað.


Öll herbergin eru með nútímalegar innréttingar, flatskjá og skrifborð. Sérbaðherbergið er með baðkar eða sturtu og hárþurrku. Einnig eru til staðar öryggishólf og öryggishólf fyrir fartölvu.


Gestir geta snætt máltíð eða fengið sér hressingu á veitingahúsinu á staðnum. Hótelið er með reiðhjólaleigu og einnig aðgöngumiðaþjónustu fyrir viðburði og afþreyingu. 


Emporia-verslunarmiðstöðin er í 200 metra fjarlægð. Malmö-lestarstöðin er í 11 mínútna akstursfjarlægð. Malmö-flugvöllur er í innan við 25 km fjarlægð.


Hótelið fær heildareinkunn 8,1 og 8,8 fyrir staðsetningu á booking.com


Kvöldverður fyrir hópinn ykkar - Verð

*hægt er að óska eftir matseðlinum.

Verðin

119.990 kr.

á mann í tvíbýli

129.990 kr.

á mann í einbýli


Tilboð 2

Hótel

 Elite Hotel Esplanade

****

Elite Hotel Esplanade er staðsett við hliðina á Lilla Torg torginu í hjarta Malmö. Það býður upp á herbergisþjónustu allan sólarhringinn og loftkæld herbergi með lúxusrúmfötum og ókeypis WiFi.


Öll glæsilega innréttuðu herbergin á Elite Hotel Esplanade eru með 49 tommu flatskjásnjallsjónvarp. Hvert herbergi er með minibar og te/kaffiaðstöðu.


Morgunverður, hádegisverður og kvöldverður eru í boði á Quan, asískum matsölustað þar sem þú getur slakað á og slakað á. Quan býður upp á morgunverðarhlaðborð hótelsins sem og vel samsettan à la carte matseðil með hreinum og hollum asískum bragði. 


Gestir geta spjallað á hótelbarnum eftir æfingar í líkamsræktarsalnum.


Slottsparken-garðurinn, með Malmöhus-kastalanum, er í 5 mínútna göngufjarlægð frá hótelinu. Aðallestarstöðin í Malmö er í 450 metra fjarlægð.


Hótelið fær heildareinkunn 8,4 og 9,7 fyrir staðsetningu á booking.com


Kvöldverður fyrir hópinn ykkar - Verð

*hægt er að óska eftir matseðlinum.

Verðin

124.990 kr.

á mann í tvíbýli

149.990 kr.

á mann í einbýli


Tilboð 3

Hótel

Elite Plaza Hotel Malmö

****

Þetta hótel er staðsett í sögulegri byggingu, beint á móti aðallestarstöðinni í Malmö og flugvallarrútustoppistöðinni. Það býður upp á ókeypis WiFi, aðgang að gufubaði og vinsælt morgunverðarhlaðborð.


Herbergi Elite Hotel Savoy eru með kapalsjónvarpi, te/kaffiaðstöðu og lúxus snyrtivörum. Sum herbergin eru með útsýni yfir götuna eða húsagarðinn.


Bishop's Arms kráin á staðnum býður upp á viskí og bjór frá öllum heimshornum.


Södergatan-verslunargatan er í aðeins nokkurra mínútna göngufjarlægð frá Elite Savoy. Starfsfólk mun gjarna veita ráðleggingar um veitingastaði og áhugaverða staði.


Hótelið fær heildareinkunn 8,3 og 9,5 fyrir staðsetningu á booking.com


Kvöldverður fyrir hópinn ykkar - Verð

*hægt er að óska eftir matseðlinum.

Verðin

124.990 kr.

á mann í tvíbýli

149.990 kr.

á mann í einbýli


Tilboð 4

Hótel

Elite Hotel Savoy

****

Þetta hótel er staðsett í sögulegri byggingu, beint á móti aðallestarstöðinni í Malmö og flugvallarrútustoppistöðinni. Það býður upp á ókeypis WiFi, aðgang að gufubaði og vinsælt morgunverðarhlaðborð.


Herbergi Elite Hotel Savoy eru með kapalsjónvarpi, te/kaffiaðstöðu og lúxus snyrtivörum. Sum herbergin eru með útsýni yfir götuna eða húsagarðinn.


Bishop's Arms kráin á staðnum býður upp á viskí og bjór frá öllum heimshornum.


Södergatan-verslunargatan er í aðeins nokkurra mínútna göngufjarlægð frá Elite Savoy. Starfsfólk mun gjarna veita ráðleggingar um veitingastaði og áhugaverða staði.


Hótelið fær heildareinkunn 8,0 og 9,4 fyrir staðsetningu á booking.com


Kvöldverður fyrir hópinn ykkar - Verð

*hægt er að óska eftir matseðlinum.

Verðin

127.990 kr.

á mann í tvíbýli

149.990 kr.

á mann í einbýli


ATH.

Staðfestingagjald greiðist strax eftir að tilboð er samþykkt.

Boðið er upp á að velja á milli hótela sem skoða má hér að ofan. Ef einhverra hluta vegna það gerist að hótelið sé ekki í boði finnum við sambærilegt hótel á svipuðum stað.

Endanlegt verð liggur ekki fyrir fyrr en ferð hefur verið ákveðin og hægt er að bóka flug og hótel.


Umsagnir fyrri hópa

Smelltu hér á hnappinn til að sjá umsagnir ánægðra viðskiptavina Tripical!

Skoða umsagnir

Arnór Fannar Reynisson

Fyrirtækjaferðir

Sími. 519-8900

Netfang. Arnor@tripical.com