Sálfræðinemar HR til
Cala Ratjada í Mallorca

04.-11. 2026

Tilboðið miðast við 15 manns á gengi dagsins og gildir til 23.09.2025


Það er alls ekki ólíklegt að ömmur ykkar og afar hafi farið með langömmu og langafa til Mæjorka þegar þau voru ung. Það breytir þó ekki þeirri staðreynd að þessi frábæra eyja er jafn vinsæl, og líklega enn meira vinsæl í dag, en hún var árið sautjánhundruðogsúrkál, þegar forfeður þínir spókuðu sig um á speedo skýlunum sínum í góðri sveiflu.


Við erum búin að finna geggjaðan bæ þar sem útskriftarhópar Tripical munu eyða fríinu sínu og fögnuði! Cala Ratjada er í norð-austur hluta eyjunnar. Í bænum er gömul og afar sjarmerandi fiskihöfn, og í nágrenninu teygja sig vinsælar strendur, með fínlegum gylltum sandi, fallegum víkum og vogum við kristaltæran grænbláan sjó, meðfram öllum bænum. Aðalströndin er Son Moll, en einnig má finna minni strendur eins og Cala Gat og aðrar rólegri og minna annasamar eins og Cala Agulla. Veitingastaðir og barir eru á hverju strái við göngustíga hjá strandlengjunni, en svæðið í kringum höfnina er einna vinsælast hjá gestum bæjarins og þar er oft safnast saman yfir svalandi drykk og gleði.

Cala Ratjada er þekktur fyrir geggjaðar strendur, næturlíf og flotta veitingarstaði.

Þökk sé staðsetningu Cala Ratjada þá er bærinn að mörgu leyti heimur út af fyrir sig, í burtu frá öðrum meira dæmigerðum ferðamannastöðum á Mallorca. Þar er þó aldeilis yfirdrifið nóg um að vera og Cala Ratjada býður upp á allan pakkann þegar kemur að hlutum sem hægt er að gera. Þú getur valið þér hvað sem þér dettur í hug til að eyða tímanum við ströndina og sjóinn. Köfun, vatnaskíði, brimbrettabrum, siglingar, bara nefndu það og þú finnur það


Hvað er hægt að gera á Mallorca

Djammaðu alla nóttina á Disco Bolero eða á tveggja hæða Keops Disco

Sjáðu sólarupprás við Capdepera vitann

Röltaðu um Sa Torre Cega garðana og listaverkin

Farðu í bátapartý með DJ og BBQ

Prófaðu jetski, SUP eða bananabát

Njóttu kokteila á stílhreina Angels Music Ba


Hvað er innifalið í ferðinni

Flug

Flug með Icelandair og SAS  til og frá Mallorca ( 1 millilending )

  • 1x Innritaður farangur
  • 1x handfarangur



Flogið út

Flogið með Icelandair  kl. 08:25.
Lent í Mallorca kl: 19:30

4h00m Millilending í Barselóna

Flogið heim

Flogið er frá Mallorca kl. 09:55,
Lent í Keflavík klukkan 18:30 að staðartíma.
4h15m Millilending í Kaupmannahöfn

Gisting

7 nætur á hóteli í Cala Ratjada.
Innifalið er morgunverður og wi-fi.

Rútur

Rútur til og frá flugvelli, aksturstími ca 90 mín

Fararstjórn

Sé þess óskað - gegn gjaldi

(Kostar 45,900 kr./mann að bæta við, miðast við 15 manns)



Tripical sér um allt úti

Árshátíðarkvöldið

Við erum snillingar í að skipuleggja árshátíðina  úti, bóka sal, velja matinn, skemmtikrafta og búa til ógleymanlegt  kvöld

Hvað er hægt að gera úti?

Við getum boðið upp á dagsferðir úti sem hópurinn velur úr og bókar í gegnum sölukerfi Tripical.

Einnig setjum við upp dagskrá með meðmælum af veitingarstöðum, börum & vinsælum ferðamannastöðum.

Við reddum öllu!

Sérðfræðingar Tripical hafa áratugareynsluí að skipuleggja árshátíðarferðir hópa!


Ferðalottó Tripical

Við viljum magna upp stemninguna fyrir brottför með því að draga út heppin pör/einstaklinga sem fá óvæntan glaðing frá Tripical!


Skemmtitékkinn í boði Tripical

Við viljum gera árshátíðarferðina ógleymanlega! Þess vegna bjóðum við hópnum þínum upp á frítt skemmtiatriði í ferðinni. Hópar sem telja 75 eða fleiri og eru með skipulagða árshátíð á vegum Tripical geta valið sér skemmtikraft hér af síðunni. Viðkomandi skemmtikraftur þarf að vera laus á þeim dagsetningum sem óskað er eftir. 

Hægt er að kynna sér hvaða skemmtiatriði er hægt að fá með í ferðina með að ýta á hnappinn hér fyrir neðan.



Tilboð 1

Hótel

Hotel Na Taconera

****

Staðsett í rólegu flóanum Font de Sa Cala, á norðausturhluta Mallorca, býður Hotel Na Taconera Sport & Relax upp á fullkomna blöndu af íþróttum, slökun og náttúru. Hótelið er umkringt furutrjám og í stuttri göngufjarlægð frá ströndinni. Það býður upp á rúmgóð herbergi, mörg með sjávarútsýni, og fjölbreytt úrval af aðstöðu.


Gestir geta notið stórrar útisundlaugar, heilsulindar með gufubaði, tyrknesku baði og upphitaðrar sundlaugar (árstíðarbundið) og afslöppunarsvæðis á þaki með víðáttumiklu sjávarútsýni. Íþróttaáhugamenn hafa aðgang að tennis-, padel- og strandblakvöllum, líkamsræktarstöð, aksturssvæði og 5 holu púttvelli.


Á sumrin býður hótelið upp á dagskrá af afþreyingu eins og vatnsleikfimi, jóga og pilates. Miðjarðarhafsmatargerð er framreidd á veitingastaðnum á staðnum og umhverfið býður gestum að uppgötva Cala Ratjada, Llevant-náttúrugarðinn og Capdepera-kastalann.


Tilvalið fyrir pör og aktíva ferðamenn sem leita að friðsælu umhverfi og gæðaþjónustu í náttúrulegu umhverfi.



Heildareinkunn 8.3 og starfsfólk fær 9,0 og staðsetning 8,2 á booking.com 

Verðin

219.990 kr.

á mann í tvíbýli

249.990 kr.

á mann í einbýli


ATH.

Boðið er upp á að velja á milli hótela sem skoða má hér að ofan. Ef einhverra hluta vegna það gerist að hótelið sé ekki í boði finnum við sambærilegt hótel á svipuðum stað.

Endanlegt verð liggur ekki fyrir fyrr en ferð hefur verið ákveðin og hægt er að bóka flug og hótel.



Umsagnir fyrri hópa

Smelltu hér á hnappinn til að sjá umsagnir ánægðra viðskiptavina Tripical!

Skoða umsagnir

Arnór Fannar Reynisson

Fyrirtækjaferðir

Sími. 519-8900

Netfang. arnor@tripical.com