Útskriftaferð til New York & Cancún

03.-15. júní 2026

Tilboðið miðast við 40 manns og gengi dagsins gildir til 15.9.2026


Tripical býður upp á stórskemmtilega blöndu af borgarspennu og suðrænni slökun. Eitt stykki ógleymanlegt ævintýri á silfurfati, fullt af skemmtun og gleði. Komdu með okkur í útskriftarferð til New York og Cancún í Mexíkó!

NEW YORK


Borgin sem aldrei sefur, Stóra eplið, Höfuðborg heimsins, Nafli alheimsins, The city so nice they name it twice. Jebb, New York er og verður ein þekktasta og vinsælasta borg veraldar og ekki að ástæðulausu. Þar er orkan nánast áþreifanleg, stemmingin smitandi, allt ofan í öllu á svo ferskan og skemmtilegan hátt, iðandi og fjölbreyttir menningarstraumar, enda íbúar borgarinnar frá yfir 200 þjóðernum!


Kennileitin eru mörg og glæsileg. Empire State, Frelsisstyttan, Time Square, Metropolitan safnið og Top of the Rock, svo fátt eitt sé nefnt, og svo auðvitað Central Park sem er dásamleg andstæða við skýjakljúfana og stórborgarglauminn allt í kring

CANCUN

Verið hjartanlega velkomin á eina af glæsilegustu sólarströndum Mexíkó. Cancún borg er í raun tvenns konar. Annars vegar höfum við glæsilegt hótelsvæði með fögrum hvítum sandströndum við fagurgrænan sæ, æðislegum veitingastöðum og frábæru næturlífi með strandklúbbum og börum sem bjóða upp á taktfasta tónlist, þemaveislur og strandbrennur undir stjörnulogandi himni. Hins vegar höfum við svo meira raunverulegan borgarhluta þar sem kafa má dýpra inn í mjög spenandi menningarheim Mexíkó. Þar er ekki úr vegi vegi að kaupa alvöru taco á einhverri af þeim fjölmörgu búllum sem þar standa í röðum.


Auðvelt er að finna sér áhugaverða staði að skoða í næsta nágrenni, enda býr Yucatán skaginn yfir gríðarlega spenandi menningararfleifð.


 Hvað er hægt að gera í ferðinni

Skoða skemmtilega staði í NY eins og Time Square, Central Park og öll skemmtlegu hverfin.

Skreppa í leikhús á Brodway og sjá einstakar uppsetningar á vinsælum leikritum.

Baða sig í hinu magnaða og dýnamíska andrúmslofti og fjölmenningu New York borgar með drykk við hönd.

Slappa af á fögrum hvítum sandströndum við fagurgrænan sæ og æðislegum veitingastöðum

Dansa og njóta einstaka næturlífsins á flottum strandklúbbum og börum við taktfasta tónlist og þemaveislur.

Borða á sig gat af alvöru mexíkóskum taco á sínum heimaslóðum.


Hvað er innifalið í ferðinni

Flug

Beint flug með Icelandair til NY og Jetblue til Cancún

  • 20 kg innritaður farangur
  • Ein handtaska

Flogið út

  • 3. júní - KEF til New York kl 17:05
  • Lent kl 19:10 á staðartíma
  • 4.júní- NY til Cancún kl. 09:00
  • Lent kl 12:10 á staðartíma


Flogið heim

  • 15. júní - CUN til New York kl 13:10
  • Lent kl 18:10 á staðartíma
  • 15.júní - NY til KEF kl. 20:50
  • Lent kl 06:20 +1 á staðartíma


Gisting

1 nótt á hóteli í New York og

11 nætur á hóteli í Cancún

Innifalið er morgunverður í New York og All inclusive í Cancún. wi-fi og city tax.

Rútur

Rútuferðir til og frá flugvöllum

  • ca. 30-60 mín akstur

Fararstjórn

Sé þess óskað - gegn gjaldi

(Kostar 35,900 kr./mann að bæta við, miðast við 40 manns)


Tripical sér um allt úti

Árshátíðarkvöldið

Við erum snillingar í að skipuleggja árshátíðina  úti, bóka sal, velja matinn, skemmtikrafta og búa til ógleymanlegt  kvöld

Hvað er hægt að gera úti?

Við getum boðið upp á dagsferðir úti sem hópurinn velur úr og bókar í gegnum sölukerfi Tripical.

Einnig setjum við upp dagskrá með meðmælum af veitingarstöðum, börum & vinsælum ferðamannastöðum.

Við reddum öllu!

Sérðfræðingar Tripical hafa áratugareynsluí að skipuleggja árshátíðarferðir hópa!


Ferðalottó Tripical

Við viljum magna upp stemninguna fyrir brottför með því að draga út heppin pör/einstaklinga sem fá óvæntan glaðing frá Tripical!


Skemmtitékkinn í boði Tripical

Við viljum gera árshátíðarferðina ógleymanlega! Þess vegna bjóðum við hópnum þínum upp á frítt skemmtiatriði í ferðinni. Hópar sem telja 75 eða fleiri og eru með skipulagða árshátíð á vegum Tripical geta valið sér skemmtikraft hér af síðunni. Viðkomandi skemmtikraftur þarf að vera laus á þeim dagsetningum sem óskað er eftir. 

Hægt er að kynna sér hvaða skemmtiatriði er hægt að fá með í ferðina með að ýta á hnappinn hér fyrir neðan.


Tilboð

Fyrst nóttin á Hótel í New York

Four Points by Sheraton Midtown - Times Square

****

Hótelið okkar er staðsett aðeins skrefum frá hinu líflega leikhúshverfi og í stuttri göngufjarlægð frá helgimynda Times Square, og býður upp á nútímalega dvöl í hjarta miðbæjar Manhattan. Öll herbergin eru með ókeypis Wi-Fi Interneti, 48 tommu flatskjásjónvarpi með kapalrásum og kaffivél. Sum herbergi bjóða upp á töfrandi borgarútsýni, fullkomið til að fanga kjarna New York.


Dekraðu við þig á Sammy's Bar, þar sem þú getur notið bita og handunninna kokteila í afslöppuðu andrúmslofti. Vertu virkur í fullbúnu líkamsræktarstöðinni okkar og byrjaðu daginn með dýrindis morgunverði, sem er í boði gegn aukagjaldi.


Hótelið okkar er þægilega staðsett 377 fet frá 42 Street – Port Authority Bus Terminal neðanjarðarlestarstöðinni, aðeins 1,4 km frá hinni helgimynda Empire State byggingu, sem setur það besta í borginni innan seilingar.


Hótelið fær heildareinkunn 8,1 og 9,0 fyrir staðsetningu á booking.com


Næstu 11 nætur á Hótel í Cancún

Occidental Costa Cancún

****

Occidental Costa Cancun leitast við að gera alla dvöl ánægjulega með þægindum eins og tískuverslunum á staðnum, nýjustu líkamsræktaraðstöðu og gjafavöruverslun. Hótelið býður einnig upp á stóra útisundlaug.


Gestir á Occidental Costa Cancun geta notið margs konar veitingastaða. Allt frá alþjóðlegum hlaðborðum og klassískum mexíkóskum réttum, til hefðbundinna spænskra máltíða og skyndibita, það er eitthvað fyrir hvern góm.


Auðvelt er að komast að áhugaverðum stöðum á svæðinu, þar á meðal fornu borginni Chichen Itza og Maya-rústirnar, með bílaleiguþjónustu Occidental Costa Cancun á staðnum og ferðaskrifstofunni.


Hótelið fær heildareinkunn 8,1 og 8,5 fyrir staðsetningu á booking.com

Verðin

339.990 kr.

á mann í tvíbýli

399.990 kr.

á mann í einbýli


ATH.

Staðfestingagjald greiðist strax eftir að tilboð er samþykkt.

Ef hótelið er ekki lengur í boði, finnum við sambærilegt hótel á svipuðum stað.

Endanlegt verð liggur fyrir eftir samþykkt og þegar hægt er að bóka flug og hótel.


Umsagnir fyrri hópa

Smelltu hér á hnappinn til að sjá umsagnir ánægðra viðskiptavina Tripical!

Skoða umsagnir

Arnór Fannar Reynisson

Fyrirtækjaferðir

Sími. 519-8900

Netfang. Arnor@tripical.com