Til Haag


23. apríl - 26. apríl 2026


Tilboðið miðast við 40 manns á gengi dagsins og gildir til 12.10.2025


Haag er hrífandi borg, skreytt gömlum og heillandi hverfum, stórbrotnum byggingum og fjölskrúðugum almenningsgörðum. Þetta er staður sem blómstrar af líflegri menningu, skemmtun og gleði.

Haag er í ýmsu ólík stóru systur sinni Amsterdam, sem og öðrum hollenskum borgum. Hún er af mörgum talin sú virðulegasta í landinu. Í stað hinna dæmigerðu endurreisnarhúsa frá 17. öld sem algeng eru í landinu, standa þar 18. aldar stórhýsi í barrok- og klassískum stíl. Í hjarta borgarinnar má finna mikið af sögulegum byggingum frá miðöldum og endurreisnartímanum. Rétt fyrir utan miðbæinn eru svo gríðarlega falleg hverfi í art nouveau stíl. Alls staðar eru svo hugguleg kaffihús og veitingastaðir, breiðar verslunargötur og síðast en ekki síst, gyllt sandströndin að Norðursjó.
Af nægu er að taka í afþreyingu fyrir forvitna og gleðiþyrsta gesti.

 Elsta gata borgarinnar er Molenstraat, og hana er gaman að ganga og skoða. Til að fá gott útsýni yfir borgina má til dæmis nefna parísarhjólið The Pier Skyview. Einnig má gera sér glaðan dag á Scheweningen ströndinni, hvort sem er í sandi og sjó, eða á hinum fjölmörgu kaffihúsum og veitingastöðum í grenndinni. Bjórinn í borginni er auðvitað fyrsta flokks, við mælum með heimsókn í Kloosterbrouwerij Haagsche Broeder, sem er bjórbruggunarstöð staðsett í munkaklaustri.

Þú getur farið í hressandi spíttbátareisu fyrir utan ströndina, leigt þér hjól og skoðað borgina, farið á einn af stærstu útimörkuðum Evrópu, De Haagse Markt, litið inn á söfn, skoðað gamlar glæsilegar byggingar, og fleira og fleira. Góða skemmtun og gangi þér allt í Haag!


Hvað er hægt að gera í Haag

Scheveningen ströndin er fullkomin fyrir afslappandi göngutúr og horfa á sólsetrið.

Skoða meistaraverk eins og Vermeer's Girl with a Pearl Earring og verk Rembrandts í Mauritshuis safninu

Rölta um og skoða fallegar og sögulegar byggingar í miðborginni.

Rölta um einn af elstu skógum Hollands og sjá konungshöllina Huis ten Bosch, búsetu hollenskra ættingja

Taka skoðunartúr um Peace Palace, heimili Alþjóðadómstólsins og læra um alþjóðlegt réttlæti.

Njóta sín í mat og drykk á hinum ýmsu skemmtilegu stöðum eins og Foodhallen Den Haag.


Hvað er innifalið í ferðinni

Flug

Beint flug með Icelandair

  • 20 kg innritaður farangur
  • Ein handtaska

Flogið út

Flogið út frá KEF kl.07:40 og lent að staðartíma í Amsterdam kl.13:00

Flogið heim

Flogið heim kl.14:10 og lent að staðartíma í KEF kl.15:25

Gisting

Þrjár nætur hóteli miðsvæðis í Haag. Innifalið er morgunverður, wi-fi og borgarskatturinn

Rútur

Rútuferðir til og frá flugvelli í Amsterdam ca. 40 mín akstur

Fararstjórn

Sé þess óskað - gegn gjaldi

(Kostar 9.900 kr./mann að bæta við, miðast við 40  manns)


Tripical sér um allt úti

Árshátíðarkvöldið

Við erum snillingar í að skipuleggja árshátíðina  úti, bóka sal, velja matinn, skemmtikrafta og búa til ógleymanlegt  kvöld

Hvað er hægt að gera úti?

Við getum boðið upp á dagsferðir úti sem hópurinn velur úr og bókar í gegnum sölukerfi Tripical.

Einnig setjum við upp dagskrá með meðmælum af veitingarstöðum, börum & vinsælum ferðamannastöðum.

Við reddum öllu!

Sérðfræðingar Tripical hafa áratugareynsluí að skipuleggja árshátíðarferðir hópa!


Ferðalottó Tripical

Við viljum magna upp stemninguna fyrir brottför með því að draga út heppin pör/einstaklinga sem fá óvæntan glaðing frá Tripical!


Skemmtitékkinn í boði Tripical

Við viljum gera árshátíðarferðina ógleymanlega! Þess vegna bjóðum við hópnum þínum upp á frítt skemmtiatriði í ferðinni. Hópar sem telja 75 eða fleiri og eru með skipulagða árshátíð á vegum Tripical geta valið sér skemmtikraft hér af síðunni. Viðkomandi skemmtikraftur þarf að vera laus á þeim dagsetningum sem óskað er eftir. 

Hægt er að kynna sér hvaða skemmtiatriði er hægt að fá með í ferðina með að ýta á hnappinn hér fyrir neðan.



Tilboð 1

Hótel

Leonardo Royal Hotel Den Haag Promenade

****

Þetta lúxus 4 stjörnu Superior hótel, fullkomlega staðsett á milli miðbæjar Haag og Scheveningen ströndarinnar, býður gestum upp á ókeypis aðgang að Promenade Healthclub & Spa. Dekraðu við kyrrlátar stundir við innisundlaugina og margs konar gufuböð og njóttu nýjustu líkamsræktarstöðvarinnar með einkaþjálfara á staðnum.


Njóttu morgunverðar á veitingastaðnum, alþjóðlegrar matargerðar á kvöldin og fjölbreytts úrvals drykkja á barnum.


Slakaðu á í líkamsræktarstöðinni, gufuböðunum, eimbaði eða með nuddi. Ráðstefnumiðstöðin World Forum er í aðeins 550 metra fjarlægð og aðallestarstöðin í Haag og A12-hraðbrautin eru aðgengileg.


Hótelið fær heildareinkunina 8,6 og 8,8 fyrir staðsetningu á booking.com

Kvöldverður fyrir hópinn

*hægt er að óska eftir matseðlinum.

129.990 kr.

á mann í tvíbýli

169.990 kr.

á mann í einbýli


Tilboð 2

Hótel

voco The Hague by IHG

****

Voco The Hague by IHG er í 600 metra frá miðbænum og 2,7 km frá Madurodam.


Herbergin eru með sérbaðherbergi með hárþurrku og sum státa af borgarútsýni. Allar gistieiningarnar eru með fataskáp og ketil.


Morgunverðarhlaðborð, à la carte- eða léttur morgunverður er í boði á gististaðnum.


Hjólreiðar eru vinsælar á svæðinu og það er reiðhjólaleiga á hótelinu.


Paleis Huis Ten Bosch er 4,1 km frá voco Haag by IHG og Westfield-verslunarmiðstöðin í Hollandi er 7 km frá gististaðnum. Rotterdam Haag-flugvöllur er í 19 km fjarlægð.


Hótelið fær heildareinkunina 8,7 og 9,7 fyrir staðsetningu á booking.com 

Kvöldverður fyrir hópinn

*hægt er að óska eftir matseðlinum.

154.990 kr.

á mann í tvíbýli

219.990 kr.

á mann í einbýli


ATH.

Boðið er upp á að velja á milli hótela sem skoða má hér að ofan. Ef einhverra hluta vegna það gerist að hótelið sé ekki í boði finnum við sambærilegt hótel á svipuðum stað.

Endanlegt verð liggur ekki fyrir fyrr en ferð hefur verið ákveðin og hægt er að bóka flug og hótel.


Umsagnir fyrri hópa

Smelltu hér á hnappinn til að sjá umsagnir ánægðra viðskiptavina Tripical!

Skoða umsagnir

Júlía Björgvinsdóttir

Fyrirtækjaferðir

Sími. 519-8900

GSM. 895-9666

Netfang. julia@tripical.com