
Til Nice
20.-27. október 2026
Tilboðið miðast við 27 manns á gengi dagsins og gildir til 17.12.2025
Í hinni dásamlegu höfuðborg Frönsku Rívíerunnar finnurðu hina fullkomnu leið til að njóta lífsins til fulls. Nice er svooo næs!
Nice var hluti af Ítalíu allt til ársins 1860 og því er auðvelt að finna bæði frönsk og ítölsk áhrif í arkitektúr, menningu og matargerð. Gamli bærinn (Vieux Nice) ber sterk ítölsk einkenni, og þar er skemmtilegt að týna sér á rölti um þröngar hlykkjóttar götur og stíga, njóta litagleðinnar í framhliðum húsanna og skoða fornar glæsibyggingar eins og Cathédrale Sainte-Réparate og 17. aldar safnið Palais Lascaris. Þar er líka mikið úrval af börum og veitingahúsum og hægt að gæða sér á ljúfum kokteil eða bjórglasi og horfa á himneskt sólarlagið. Hin víðfeðma göngugata Promenande des Anglais, eða ,,La Prom“ nær meðfram
risalangri strandlengju borgarinnar, með stórkostlegu útsýni út á hafið fyrir utan. Fyrir stórkostlegt útsýni og sjarmerandi umhverfi má líka mæla með göngu upp tröppurnar að Colline du Château (þangað gengur reyndar líka lyfta fyrir þau sem það kjósa). Strendurnar í og við Nice eru auðvitað ein af meginástæðum fyrir vinsældum staðarins. Plage des Ponchettes er meðal þeirra vinsælustu, en einnig má nefna Plage Publique de Castel, og Plage de Carras en hún þykir einna best fyrir þau sem vilja meira fjör, eins og jet-ski, fallhlífasvif, brimbretti eða vindsængurrall.
Hvað er hægt að gera í Nice
Hvað er innifalið í ferðinni
Tripical sér um allt úti
Ferðalottó Tripical
Við viljum magna upp stemninguna fyrir brottför með því að draga út heppin pör/einstaklinga sem fá óvæntan glaðing frá Tripical!
Skemmtitékkinn í boði Tripical
Við viljum gera árshátíðarferðina ógleymanlega! Þess vegna bjóðum við hópnum þínum upp á frítt skemmtiatriði í ferðinni. Hópar sem telja 75 eða fleiri og eru með skipulagða árshátíð á vegum Tripical geta valið sér skemmtikraft hér af síðunni. Viðkomandi skemmtikraftur þarf að vera laus á þeim dagsetningum sem óskað er eftir.
Hægt er að kynna sér hvaða skemmtiatriði er hægt að fá með í ferðina með að ýta á hnappinn hér fyrir neðan.
Holiday In Nice - Port St Laurent by IHG
****
Holiday Inn Nice – Port St Laurent er glæsilegt 4 stjörnu hótel við Miðjarðarhafið, aðeins 5 mínútna akstur frá Nice Côte d’Azur flugvellinum og í göngufæri frá einni stærstu verslunarmiðstöð Evrópu. Hótelið er staðsett beint við ströndina og býður upp á afslappaða Miðjarðarhafsstemningu með nútímalegum þægindum.
Herbergin eru með loftkælingu, sérbaðherbergi, svölum og nútímalegum þægindum.
Hótelið fær heildareinkunina 8,3 og
8,8 fyrir staðsetningu.
Kvöldverður fyrir hópinn
*hægt er að óska eftir matseðlinum.
162.990 kr.
á mann í tvíbýli
219.990 kr.
á mann í einbýli
NH Nice (ekki laust)
****
Hótelið NH Nice er staðsett í 10 mínútna göngufjarlægð frá gamla bænum í Nice og höfninni, en það er með þaksundlaug sem er opin hluta ársins, gufubað og verönd. Það býður upp á ókeypis WiFi og er við hliðina á Nice Acropolis.
Herbergin á NH Nice eru í nútímalegum stíl og státa af flatskjá ásamt minibar. Öll eru með loftkælingu og sérbaðherbergi. Öll herbergin eru aðgengileg með lyftu.
Morgunverður er í boði á hverjum morgni á veitingastaðnum L'Oliveraie og á sumrin býður NH Nice 360° þakveitingastaðurinn upp á Miðjarðarhafsmatargerð í hádeginu og á kvöldin. Hótelbarinn býður upp á kokkteila sem drekka má á veröndinni í góðu veðri á sumrin, en þaðan er útsýni yfir húsþök Nice.
Hótelið fær heildareinkunina 8,3 og
8,1 fyrir staðsetningu.
Kvöldverður fyrir hópinn
*hægt er að óska eftir matseðlinum.
187.990 kr.
á mann í tvíbýli
259.990 kr.
á mann í einbýli
Mercure Villeneuve Loubet Plage (ekki laust)
****
Mercure Villeneuve Loubet Plage 4* er við ströndina, með nútímalegum herbergjum, loftkælingu og ókeypis Wi-Fi. Notaleg sundlaug og sólstólar, bar/veitingaþjónusta og stutt í höfnina, veitingastaði og strandgöngur – frábær kostur fyrir afslappað frí á Rivíerunni. Stílhreint strandhótel milli Nice og Antibes!
Hótelið fær heildareinkunina 8,4 og
9,2 fyrir staðsetningu.
Kvöldverður fyrir hópinn
*hægt er að óska eftir matseðlinum.
192.990 kr.
á mann í tvíbýli
254.990 kr.
á mann í einbýli
Dagsferð til Monakó – glæsileiki og saga við Miðjarðarhafið
rá Nice er stutt og einstaklega falleg ferð til furstadæmisins Mónakó, þar sem lúxus og saga mætast. Hópurinn nýtur ferðalagsins meðfram glitrandi Miðjarðarhafsströndinni og fær tækifæri til að skoða furstahöllina og glæsilega höfnina þar sem snekkjur og stórborgarstemning skapa einstaka upplifun. Þetta er spennandi dagsferð sem sameinar menningu, glæsileika og afslöppun – fullkomin fyrir hóp sem vill upplifa eitthvað stórkostlegt.
Viðburðarstjóri Tripical mun sjá um að setja saman heillandi dagskrá sem gerir ferðina ógleymanlega.
ATH.
Boðið er upp á að velja á milli hótela sem skoða má hér að ofan. Ef einhverra hluta vegna það gerist að hótelið sé ekki í boði finnum við sambærilegt hótel á svipuðum stað.
Endanlegt verð liggur ekki fyrir fyrr en ferð hefur verið ákveðin og hægt er að bóka flug og hótel.
Umsagnir fyrri hópa
Smelltu hér á hnappinn til að sjá umsagnir ánægðra viðskiptavina Tripical!




















