
Til Budapest
5.-8 september 2026
Tilboðið miðast við 50 manns/hóp og gengi dagsins gildir til 16.12.2025
Búdapest er paradís hinna ferðaglöðu. Stórbrotin borg, mótuð af menningarstraumum liðinna alda. Mögnuð saga, töfrandi arkitektúr og merkileg menning - algjör fjársjóður. Ekki að ástæðulausu að Búdapest er oft kölluð París austursins!
Um borgina miðja rennur Dóná, sitthvoru megin hennar standa Buda og Pest, sem sameinuðust formlega í eina borg árið 1873. Það hefur gengið á ýmsu í Ungverjalandi í gegnum tíðina. Þetta sýna byssukúluör og ummerki eftir sprengjur seinni heimstyrjaldarinnar og frá uppreisninni 1956, sem finna má víða um borgina. Það er í raun eins og að fara í litla Evrópureisu þegar maður sekkur sér í sögu Búdapest, svo fjölbreytt og stórbrotin er hún. Og byggingar hennar og tignarleg mannvirkin gera mann hreinlega orðlausan, en borgin var einmitt sett á heimsminjaskrá UNESCO fyrir menningar- og byggingarsögu sína.
Á milli þess sem þú dásamar fagrar byggingarnar, getur þú skellt þér í tyrknest baðhús og pústað aðeins, en hitauppstreymi frá jörðu er vinsæll orkugjafi fyrir fjölmargar heilsulindir borgarinnar. Þá þykir sólsetur í Búdapest eitt það fegursta í allri E vrópu og margir sem leggja ýmislegt á sig til að verða vitni að því.
Verðlag er hagstætt, maturinn er góður, íbúarnir eru vinalegir og veðrið er gott.
Njóttu!
Hvað er hægt að gera í Budapest
Hvað er innifalið í ferðinni
Tripical sér um allt úti
Ferðalottó Tripical
Við viljum magna upp stemninguna fyrir brottför með því að draga út heppin pör/einstaklinga sem fá óvæntan glaðing frá Tripical!
Skemmtitékkinn í boði Tripical
Við viljum gera árshátíðarferðina ógleymanlega! Þess vegna bjóðum við hópnum þínum upp á frítt skemmtiatriði í ferðinni. Hópar sem telja 75 eða fleiri og eru með skipulagða árshátíð á vegum Tripical geta valið sér skemmtikraft hér af síðunni. Viðkomandi skemmtikraftur þarf að vera laus á þeim dagsetningum sem óskað er eftir.
Hægt er að kynna sér hvaða skemmtiatriði er hægt að fá með í ferðina með að ýta á hnappinn hér fyrir neðan.
NH Budapest City
⭐️⭐️⭐️⭐️
NH Budapest City er staðsett í miðbænum, í 10 mínútna göngufjarlægð frá ungverska þinghúsinu, Dóná ánni og Margaret-eyju.
NH Budapest City býður upp á greiðan aðgang að öllum almenningssamgöngum. Nyugati lestar- og neðanjarðarlestarstöðin er í 500 metra fjarlægð.
Afterwork Bar býður upp á snarl og staðbundna sérrétti frá 10:00 til 23:00. Einnig drykkir frá öllum heimshornum.
Hótelið fær heildareinkunina 8,3 og 9,0 fyrir staðsetningu á Booking.com
Kvöldverður fyrir hópinn ykkar - Verð
*hægt er að óska eftir matseðlinum.
Verðin
127.990 kr.
á mann í tvíbýli
149.990 kr.
á mann í einbýli
Courtyard Budapest City Centre er á þægilegum stað í miðbænum, á Blaha Lujza-torgi með neðanjarðarlestar-, strætó- og sporvagnastoppum.
Oléo Pazzo Mediterranean Bistro, bíður þín í morgunmat, hádegismat og kvöldmat. Þegar þú ert að flýta þér geturðu heimsótt litla verslun ´á hótelinu fyrir snarl, sem er opin allan sólarhringinn.
Hótelið fær heildareinkunina 8,8 og 9,2 fyrir staðsetningu á Booking.com
Kvöldverður fyrir hópinn ykkar - Verð
*hægt er að óska eftir matseðlinum.
Verðin
147.990 kr.
á mann í tvíbýli
189.990 kr.
á mann í einbýli
Boðið er upp á að velja á milli hótela sem skoða má hér að ofan. Ef einhverra hluta vegna það gerist að hótelið sé ekki í boði finnum við sambærilegt hótel á svipuðum stað.
Endanlegt verð liggur ekki fyrir fyrr en ferð hefur verið ákveðin og hægt er að bóka flug og hótel.
Umsagnir fyrri hópa
Smelltu hér á hnappinn til að sjá umsagnir ánægðra viðskiptavina Tripical!













