
Til Stavanger
16.-19.april 2026
Tilboðið miðast við 40 manns á gengi dagsins og gildir til 5.12.2025
Lífleg borg við hafið þar sem náttúra og borgarlíf mynda ógleymanlega upplifun.
Æsispennandi barátta Ethan Hunt (Tom Cruise) og August Walker (Henry Cavill) úr Mission Impossible Fallout var tekin upp á Preikestolen
Stavanger er ein áhugaverðasta borg Noregs – þekkt fyrir fallega gamla miðbæinn, líflegt matarmenningarlíf, menningu og ekki síst ótrúlega náttúruna sem umlykur borgina.
Hér er tilvalið að sameina vinnu, afþreyingu og skemmtilegar upplifanir í einni ferð. Borgin er blanda af litlum sögulegum húsum, nútímalegri höfn, fjörugu miðbæjarlífi og fjölbreyttum veitingastöðum. Allt er stutt frá hvoru öðru og auðvelt að njóta borgarinnar fótgangandi.
Stavanger er hliðin að einhverjum mest spennandi náttúruperlum Noregs, þar sem gestir geta upplifað stórbrotna náttúru á auðveldan og aðgengilegan hátt. Preikestolen (Pulpit Rock) er ein vinsælasta fjallaganga landsins og býður upp á ótrúlegt útsýni yfir Lysefjorden. Fyrir þá sem sækjast eftir enn meiri spennu býður Kjeragbolten upp á ævintýralega upplifun sem margir telja ógleymanlega. Þeir sem kjósa rólegri leið geta farið í siglingu inn Lysefjorden, þar sem klettar, fossar og fjallalandslag mynda magnað sjónarspil. Við ströndina má einnig finna Sverd i fjell, táknræn og áhrifarík minnismerki sem minna á sögu og menningu svæðisins.
Hvað er hægt að gera í Stavanger
Hvað er innifalið í ferðinni
Tripical sér um allt úti
Ferðalottó Tripical
Við viljum magna upp stemninguna fyrir brottför með því að draga út heppin pör/einstaklinga sem fá óvæntan glaðing frá Tripical!
Skemmtitékkinn í boði Tripical
Við viljum gera árshátíðarferðina ógleymanlega! Þess vegna bjóðum við hópnum þínum upp á frítt skemmtiatriði í ferðinni. Hópar sem telja 75 eða fleiri og eru með skipulagða árshátíð á vegum Tripical geta valið sér skemmtikraft hér af síðunni. Viðkomandi skemmtikraftur þarf að vera laus á þeim dagsetningum sem óskað er eftir.
Hægt er að kynna sér hvaða skemmtiatriði er hægt að fá með í ferðina með að ýta á hnappinn hér fyrir neðan.
Scandic Stavanger City
⭐️⭐️⭐️⭐️
*Staðfest verð*
Hótelið er staðsett á hafnarsvæðinu í Stavanger. Gamli bærinn í Stavanger er í innan við 10 mínútna göngufjarlægð frá hótelinu. Veitingastaðir og verslunarhverfi eru í innan við 5 mínútna göngufjarlægð.
Morgunverðarhlaðborð með lífrænum réttum er borið fram á hverjum morgni á hótelinu. Veitingastaðurinn Varmen er með opnu eldhúsi og býður upp á hádegismat og kvöldmat úr ferskum hráefnum frá svæðinu. Einnig er hægt að njóta drykkja á barnum.
Aðstaðan innifelur líkamsræktarstöð. Lítil verslun er að finna í anddyrinu.
Byparken Park er í 650 metra fjarlægð. Lestarstöðin í Stavanger er í 20 mínútna göngufjarlægð frá hótelinu.
Hótelið fær heildareinkunn 8,3 og 8,9 fyrir staðsetningu á booking.com
Kvöldverður fyrir hópinn
*hægt er að óska eftir matseðlinum.
109.990 kr.
á mann í tvíbýli
129.990 kr.
á mann í einbýli
Radisson Blu Atlantic Hotel
⭐️⭐️⭐️⭐️
Hið vistvæna Radisson Blu Atlantic er í 3 mínútna göngufjarlægð frá aðaljárnbrautarstöðinni í Stavanger og býður upp á útsýni yfir fjörðinn, borgina og fjöllin frá ókeypis líkamsræktinni og gufubaðinu á efstu hæðinni. WiFi er einnig ókeypis. Gamli bærinn í Stavanger er í 250 metra fjarlægð.
Herbergin á Radisson Blu Atlantic eru með loftkælingu, kapalsjónvarp og te- og kaffiaðstöðu. Öll eru með sérbaðherbergi með sturtu eða baðkari.
Norska olíusafnið er í 700 metra fjarlægð. Stavanger Sola-flugvöllurinn er í innan við 20 mínútna akstursfjarlægð. Það stoppa flugrútur beint fyrir utan hótelið
Hótelið fær heildareinkunn 8,5 og 9,5 fyrir staðsetningu á booking.com
Kvöldverður fyrir hópinn
*hægt er að óska eftir matseðlinum.
124.990 kr.
á mann í tvíbýli
159.990 kr.
á mann í einbýli
Scandic Stavanger Park
⭐️⭐️⭐️⭐️
Hótelið er aðeins 200 metra frá lestarstöðinni í Stavanger og 500 metra frá höfninni og býður upp á ókeypis Wi-Fi internet á öllum svæðum.
Setusvæði og te-/kaffiaðstaða eru í öllum herbergjum á Scandic Stavanger Park. Öll herbergin eru með sérbaðherbergi með sturtu.
Scandic Stavanger Park býður upp á morgunverðarhlaðborð á hverjum morgni, sem inniheldur álegg, brauð, morgunkorn og safa. Gestir geta slakað á með drykk í bókasafnsstofunni. Ókeypis te/kaffi er í boði í anddyrinu. Á sumrin geta börn notið afþreyingar á staðnum og leiksvæðis.
Elsta dómkirkja Noregs, Stavanger Domkirke, er í 400 metra fjarlægð. Hótelið er í 10 mínútna göngufjarlægð frá gamla bænum, Gamle Stavanger. Bílastæði eru í boði á staðnum.
Hótelið fær heildareinkunn 8,2 og 9,1 fyrir staðsetningu á booking.com
Kvöldverður fyrir hópinn
*hægt er að óska eftir matseðlinum.
109.990 kr.
á mann í tvíbýli
132.990 kr.
á mann í einbýli
Comfort Hotel Square
⭐️⭐️⭐️⭐️
Hótelið er staðsett í hjarta Stavanger, í aðeins 500 metra fjarlægð frá stöðuvatninu Breiavatnet og Stavanger-lestarstöðinni. Það býður upp á ókeypis Wi-Fi Internet, líkamsræktaraðstöðu og herbergi með flatskjásjónvarpi.
Hljóðeinangruð herbergin á Comfort Hotel Square eru með nútímalegum innréttingum, lúxusrúmum og skrifborði.
Hægt er að fá snemmbúinn morgunverð til að taka með sér á hverjum morgni. Á sunnudögum er gestum boðið upp á síðbúinn morgunverð ásamt síðbúinni útritun.
Comfort Square býður upp á greiðan aðgang að verslunum, menningu og næturlífi. Áhugaverðir staðir á borð við Stavanger-dómkirkjuna og Stavanger-safnið eru í innan við 10 mínútna göngufjarlægð.
Hótelið fær heildareinkunn 7,8 og 8,9 fyrir staðsetningu á booking.com
Kvöldverður fyrir hópinn
*hægt er að óska eftir matseðlinum.
109.990 kr.
á mann í tvíbýli
129.990 kr.
á mann í einbýli
Boðið er upp á að velja á milli hótela sem skoða má hér að ofan. Ef einhverra hluta vegna það gerist að hótelið sé ekki í boði finnum við sambærilegt hótel á svipuðum stað.
Endanlegt verð liggur ekki fyrir fyrr en ferð hefur verið ákveðin og hægt er að bóka flug og hótel.
Umsagnir fyrri hópa
Smelltu hér á hnappinn til að sjá umsagnir ánægðra viðskiptavina Tripical!






















