Til Kraká
03.-06 .September 2026
Tilboðið miðast við 80 manns á gengi dagsins og gildir til 25.11.2025
Borgin Kraká er af mörgum talin ein sú fallegasta í Evrópu og situr alla jafna á toppnum yfir áhugaverðustu áfangastaði í heiminum. Saga, menning, matur og hagstætt verðlag einkenna borgina.
Kraká stendur við árbakka Vistulu, og sögu hennar má rekja aftur til sjöundu aldar! Fornar sagnir segja frá því hvernig borgin óx og dafnaði eftir frækilegan sigur á miklum dreka sem bjó í helli í nágrenninu og hrelldi og drap íbúa með reglulegum heimsóknum. Hvað sem hæft er í þeim lysingum, er það staðreynd að goðsagnakennt og seiðmagnað andrúmsloft svífur yfir þessari mögnuðu borg. Wawel kastalinn er eitt af stærri nafnspjöldum borgarinnar, sem og gamli bærinn með sínum aldagömlu kirkjum og áhugaverðu söfnum. Þá má ekki gleyma hinu mikla Rynek Główny, sem er hvorki meira né minna en stærsta markaðstorg Evrópu.
Gamli bærinn í Kraká er eitt af friðarsvæðum UNESCO. Það er ekki að ástæðulausu og við mælum hiklaust með skoðunarferð þangað. Þar má finna hundruði veitingastaða og helling af börum og klúbbum.
Íbúafjöldi er 760.000 en hafa ber í huga að um það bil 8 milljónir búa í 100km radíus í kringum borgarmörkin.
Borgin er þekktust fyrir glæsileika sinn, stórbrotna sögu og menningu, en meiri ró er yfir næturlífi hennar. Kraká er fullkomin borg til þess að slaka á, ganga í rólegheitum um götur og hverfi og leyfa skilningarvitunum að draga þig frá hversdagslegu amstri yfir í núið.
Hvað er hægt að gera í Kraká
Hvað er innifalið í ferðinni
Tripical sér um allt úti
Ferðalottó Tripical
Við viljum magna upp stemninguna fyrir brottför með því að draga út heppin pör/einstaklinga sem fá óvæntan glaðing frá Tripical!
Skemmtitékkinn í boði Tripical
Við viljum gera árshátíðarferðina ógleymanlega! Þess vegna bjóðum við hópnum þínum upp á frítt skemmtiatriði í ferðinni. Hópar sem telja 75 eða fleiri og eru með skipulagða árshátíð á vegum Tripical geta valið sér skemmtikraft hér af síðunni. Viðkomandi skemmtikraftur þarf að vera laus á þeim dagsetningum sem óskað er eftir.
Hægt er að kynna sér hvaða skemmtiatriði er hægt að fá með í ferðina með að ýta á hnappinn hér fyrir neðan.
Hilton Garden Inn Krakow
⭐️⭐️⭐️⭐️
Hilton Garden Inn Krakow er með útsýni yfir Wawel-kastalann í Krakow. Herbergin eru rúmgóð og með ókeypis WiFi og te/kaffiaðbúnaði. Herbergin á Hilton Hotel eru með ísskáp og 32" TV
Allir gestir Hilton Garden Inn Krakow hafa ókeypis aðgang að líkamsræktarstöð hótelsins, sem er opin allan sólarhringinn.
Hilton Garden Inn er staðsett rétt við ána Vistula, í nokkurra mínútna göngufjarlægð frá aðalmarkaðstorginu. Kazimierz gyðingahverfið er í aðeins nokkurra skrefa fjarlægð.
Hilton Garden Inn Krakow er með veitingastað, Ogród Hiltona, sem framreiðir evrópska sérrétti. Pavilion Pantry búð, opin allan sólarhringinn.
Hótelið fær heildareinkunn
8,9 og
9,0 fyrir staðsetningu á booking.com
Aksturstími frá flugvelli ca 75mín - 72km
Kvöldverður fyrir hópinn ykkar - Verð
*hægt er að óska eftir matseðlinum.
Verðin
154.990 kr.
á mann í tvíbýli
182.990 kr.
á mann í einbýli
Vienna House by Wyndham Andel's Cracow
⭐️⭐️⭐️⭐️
Vienna House Andel's Cracow er nútímalegt, vel staðsett og vel búið 4 stjörnu hótel.
Fjölbreytt morgunverðarhlaðborð er framreitt á hverjum morgni á Mavericks Restaurant en þar er hægt að fá rétti í Kaliforníustíl með asískum, mexíkóskum og evrópskum áhrifum.
Á kvöldin geta gestir slakað á og fengið sér drykk á barnum Smok.
Herbergin á eru með flatskjá og öryggishólf fyrir fartölvu.
Sum eru staðsett á efri hæðum og eru með víðáttumiklu útsýni yfir fallega gamla bæinn.
Vienna House Andel's Cracow er staðsett í hjarta borgarinnar, skammt frá aðallestarstöðinni og Galeria Krakowska, aðalverslunarmiðstöðinni í Kraká.
Hótelið fær heildareinkunn
9,1 og
9,8 fyrir staðsetningu á booking.com
Aksturstími frá flugvelli ca 75mín - 82km
Kvöldverður fyrir hópinn ykkar - Verð
*hægt er að óska eftir matseðlinum.
Verðin
167.990 kr.
á mann í tvíbýli
204.990 kr.
á mann í einbýli
Holiday Inn Krakow City Centre
⭐️⭐️⭐️⭐️⭐️
Þetta 5-stjörnu Holiday Inn Kraków City Center er staðsett í 5 mínútna göngufjarlægð frá aðalmarkaðstorginu í Kraká og aðeins 10 mínútna göngufjarlægð frá gyðingahverfinu Kazimierz.
Gestir Holiday Inn Krakow City Centre geta notið fjölbreytts morgunverðarhlaðborðs á hverjum morgni. Þar eru tveir veitingastaðir - The City og Impresja. Holiday Inn hótelið býður einnig upp á kóser máltíðir.
Öll herbergin á Holiday Inn Krakow City Center eru með loftkælingu og mjög rúmgóð.
Kraków Główny lestarstöðin er aðeins ein sporvagnastoppistöð í burtu.
Hótelið fær heildareinkunn
8,8 og
9,6 fyrir staðsetningu á booking.com
Aksturstími frá flugvelli ca 75mín - 83km
Kvöldverður fyrir hópinn ykkar - Verð
*hægt er að óska eftir matseðlinum.
Verðin
174.990 kr.
á mann í tvíbýli
214.990 kr.
á mann í einbýli
PURO Kraków Stare Miasto
⭐️⭐️⭐️⭐️
Hið nútímalega og stílhreina PURO Kraków Stare Miasto er staðsett aðeins 1 km frá fallega aðaltorginu.
Það er setustofa á hótelinu þar sem gestir geta slakað á.
HINT Kraków er gastropub þar sem gestir geta notið fjölbreytts úrvals af klassískum réttum í nýjum útgáfum og matargerðar sem byggir á heimilsilegum réttum.
Kraków Główny lestarstöðin er aðeins um 200 metra í burtu og það sama á við um vinsæla verslunarmiðstöðina Galeria Krakowska.
Hótelið fær heildareinkunn
9,2 og
9,6 fyrir staðsetningu á booking.com
Aksturstími frá flugvelli ca 60mín - 80km
Kvöldverður fyrir hópinn ykkar - Verð
*hægt er að óska eftir matseðlinum.
Verðin
177.990 kr.
á mann í tvíbýli
219.990 kr.
á mann í einbýli
PURO Kraków Kazimierz
⭐️⭐️⭐️⭐️
PURO Kraków Kazimierz er staðsett í líflega hverfinu í Kraká og býður upp á líkamsræktarstöð og verönd. Hægt er að leigja reiðhjól án endurgjalds (þegar veður er gott).
Meðal aðstöðu á gististaðnum eru sameiginleg setustofa, bar, kaffihúss, Halicka veitingastaðar og Prisma SPA.
Galeria Kazimierz er í 300 metra fjarlægð.
Schindler-verksmiðjusafnið er í 900 metra fjarlægð frá PURO Kraków Kazimierz, en Wawel-konunglega kastalinn er í 1,1 km fjarlægð.
Hótelið fær heildareinkunn
9,4 og
9,1 fyrir staðsetningu á booking.com
Aksturstími frá flugvelli ca 65mín - 87km
Kvöldverður fyrir hópinn ykkar - Verð
*hægt er að óska eftir matseðlinum.
Verðin
189.990 kr.
á mann í tvíbýli
244.990 kr.
á mann í einbýli
Staðfestingagjald greiðist strax eftir að tilboð er samþykkt. (Verð Wizz Air sveiflast daglega og þau bjóða ekki upp á fast verð.)
Boðið er upp á að velja á milli hótela sem skoða má hér að ofan. Ef einhverra hluta vegna það gerist að hótelið sé ekki í boði finnum við sambærilegt hótel á svipuðum stað.
Endanlegt verð liggur ekki fyrir fyrr en ferð hefur verið ákveðin og hægt er að bóka flug og hótel.
Umsagnir fyrri hópa
Smelltu hér á hnappinn til að sjá umsagnir ánægðra viðskiptavina Tripical!
























