Til Split
21 . - 25. maí 2026
Tilboðið miðast við 82 manns og gengi dagsins gildir til 29.10.2025
Split er stærsta borg Dalmatíu. Hún er talin vera 1700 ára gömul og íbúafjöldi hennar gerir Split að næststærstu borg Króatíu.
Í sögulegum kjarna Split, og listað á Heimsminjalista Menningarmálastofnunnar Sameinuðu þjóðanna (UNESCO), stendur stórbrotin höll rómverska keisarans Diocletian, bygging frá því um fjórðu öld fyrir Krist. Í gegnum aldirnar hefur gamli bær Split byggst inn í og kringum höllina, þar má finna þrjú rómversk musteri og stærðarinnar grafhýsi.
Rómverjar byggðu mikið af byggingum Split og má þar finna fornminjar sem ná aftur til 500 f.kr. Borgin er afar ferðamannavæn og falleg. Split býður einnig upp á mjög líflegt og spennandi næturlíf. Þar er margt hægt að gera sér til afþreyingar, og við mælum hiklaust með skoðunarferð um rómversku rústirnar sem borgin er byggð í kringum.
Hvað er hægt að gera í Split
Hvað er innifalið í ferðinni
Tripical sér um allt úti
Ferðalottó Tripical
Við viljum magna upp stemninguna fyrir brottför með því að draga út heppin pör/einstaklinga sem fá óvæntan glaðing frá Tripical!
Skemmtitékkinn í boði Tripical
Við viljum gera árshátíðarferðina ógleymanlega! Þess vegna bjóðum við hópnum þínum upp á frítt skemmtiatriði í ferðinni. Hópar sem telja 75 eða fleiri og eru með skipulagða árshátíð á vegum Tripical geta valið sér skemmtikraft hér af síðunni. Viðkomandi skemmtikraftur þarf að vera laus á þeim dagsetningum sem óskað er eftir.
Hægt er að kynna sér hvaða skemmtiatriði er hægt að fá með í ferðina með að ýta á hnappinn hér fyrir neðan.
Tilboð
Hótel
Amphora Hotel
****
Amphora Hotel er staðsett við ströndina og býður upp á 3 sundlaugar með sundlaugarbar, sólbekkjum og sólhlífum. Það er staðsett í Split og er með 2 veitingastaði, bar og heilsulind og vellíðunaraðstöðu.
Öll herbergin eru nútímalega og glæsilega innréttuð og státa af setusvæði með TV, loftkælingu, minibar, skrifborði og svölum. Sérbaðherbergið er með sturtu, hárþurrku og ókeypis snyrtivörum. Baðsloppur og inniskór eru í boði fyrir gesti. Hótelið býður upp á líkamsræktarstöð og sólarhringsmóttöku. Æðislegur morgunverður er í boði á hverjum morgni.
Áhugaverðir staðir í nágrenni Amphora Hotel eru meðal annars Znjan-ströndin, Duilovo-hundaströndin og Trstenik.
Hótelið fær heildareinkunina
8,4 og
8,3 fyrir staðsetningu.
Kvöldverður fyrir hópinn
*hægt er að óska eftir matseðlinum.
219.990 kr.
á mann í tvíbýli
259.990 kr.
á mann í einbýli
Umsagnir fyrri hópa
Smelltu hér á hnappinn til að sjá umsagnir ánægðra viðskiptavina Tripical!








