Til Algarve


1.-4.maí 2026

Tilboðið miðast við 15 manns og á gengi dagsins - gildir til 04.11.2025

Algarve er eins og postkort sem lifnar við – endalausar sandstrendur, gullin björg, blágrænar víkur og hvít þorp með appelsínugulum þökum sem glitra í sólinni.

Hér sameinast portúgalskur sjarminn, hlýtt loftslag og afslappað andrúmsloft þar sem lífið er tekið með brosi.

Hvort sem þig dreymir um rólega daga á ströndinni, golf í sólinni, gönguferðir meðfram klettum eða kvöldverð með sjávarréttum og víni við sjóinn, þá fær Algarve hjartað til að slá örlítið hraðar.

Frá glæsilegum strandhótelum og heitum sandi í Albufeira og Vilamoura – til sögulegra borga eins og Lagos og Tavira – er þetta svæði eins og lítið ævintýraland suðursins. Og þegar dagurinn kveður? Þá tekur við töfrandi sólsetur, lifandi tónlist og hamingjuhlátur á torgunum.

Á kvöldin tekur svo við líflegt andrúmsloft með veitingastöðum, börum og sólsetrum sem gleymast seint.


Hvað er hægt að gera í Algarve

Fara í töfrandi bátferð að Benagil-hellunum og sjá dramatíska klettaströndina

Upplifa stórbrotna fegurð á hinni víðfrægu Praia da Marinha strönd

Spila golf á einum af fjölmörgum heimsklassa golfvöllum sem svæðið er þekkt fyrir

Skoða sjarmerandi gömlu bæi eins og Lagos, Faro og Albufeira með þröngum strætum og litríkri menningu

Smakka á hefðbundnum portúgölskum mat og ferskum sjávarréttum á strandveitingahúsum

Taka þátt í ævintýrum á sjónum – kajak, snorkl, seglingu eða delfínaferðum


Hvað er innifalið í ferðinni

Flug

Beint flug til Faro með leiguflugi

  • 20 kg. innritaður farangur
  • 1 x handfarangur


Flogið út

Brottför kl. 07:20 frá Keflavík → lending í Faro kl.12:50  

(bein flug, ~4klst 30 mín)



Flogið heim

Heimferð: kl. 13:50 frá Faro → lending í Keflavík kl. 17:25

(bein flug, ~4 klst 35 mín).

Gisting

3 nætur  á hóteli í Algarve.
Innifalið er morgunverður og wi-fi.

Rútur

Rútur til og frá flugvelli.
Aksturstími ca 55 mín - 62km

Fararstjórn

Einn skemmtilegur Tripical fararstjóri.

Hægt að bóka gegn gjaldi



Tripical sér um allt úti

Árshátíðarkvöldið

Við erum snillingar í að skipuleggja árshátíðina  úti, bóka sal, velja matinn, skemmtikrafta og búa til ógleymanlegt  kvöld

Hvað er hægt að gera úti?

Við getum boðið upp á dagsferðir úti sem hópurinn velur úr og bókar í gegnum sölukerfi Tripical.

Einnig setjum við upp dagskrá með meðmælum af veitingarstöðum, börum & vinsælum ferðamannastöðum.

Við reddum öllu!

Sérðfræðingar Tripical hafa áratugareynsluí að skipuleggja árshátíðarferðir hópa!


Ferðalottó Tripical

Við viljum magna upp stemninguna fyrir brottför með því að draga út heppin pör/einstaklinga sem fá óvæntan glaðing frá Tripical!


Skemmtitékkinn í boði Tripical

Við viljum gera árshátíðarferðina ógleymanlega! Þess vegna bjóðum við hópnum þínum upp á frítt skemmtiatriði í ferðinni. Hópar sem telja 75 eða fleiri og eru með skipulagða árshátíð á vegum Tripical geta valið sér skemmtikraft hér af síðunni. Viðkomandi skemmtikraftur þarf að vera laus á þeim dagsetningum sem óskað er eftir. 

Hægt er að kynna sér hvaða skemmtiatriði er hægt að fá með í ferðina með að ýta á hnappinn hér fyrir neðan.



EPIC SANA Algarve Hotel

⭐️⭐️⭐️⭐️⭐️

EPIC SANA Algarve Hotel er staðsett á milli Vilamoura og Albufeira og með útsýni yfir Falésia-ströndina. Hótelið er með beinan aðgang að strönd,  heilsulind, innisundlaug, fimm útisundlaugar og fimm veitingastaði.


Hótelið er með ráðstefnu- og viðburðaaðstöðu, sem hentar fullkomlega fyrir fyrirtækjahópa, hvataferðir eða gala-kvöld. Stórir garðar, verönd og útisvæði skapa draumakenndan ramma fyrir kvöldverði undir stjörnunum.


Hótelið er staðsett við Praia da Falésia, aðeins um 8 km frá Albufeira  – fullkomin blanda af ró, gæðum og nálægð við vinnsælustu svæði Algarve.


Heildareinkunn 9,0  og 9,3 fyrir staðsetningu á booking.com 

Aksturstími frá flugvelli ca 40mín - 35 km


177.990 kr.

á mann í tvíbýli

279.990 kr.

á mann í einbýli


Algarve Marriott Salgados

Golf Resort & Spa

⭐️⭐️⭐️⭐️⭐️

Algarve Marriott Salgados Golf Resort & Spa er við hliðina á Salgados Golfvellinum. Hótelið er með fallegt sjávarútsýni, 3 útisundlaugar, SPA & Wellness Center ásamt 4 veitingastöðum og börum.


Útisundlaugarnar eru með sólbekkjum og verönd þar sem gestir geta slakað á í rólegheitum eftir sund. Heilsulindin býður upp á upphitaða innisundlaug, tyrkneskt bað og gufubað. Nudd eru einnig í boði gegn aukagjaldi. Salgados-ströndin er í 700 metra göngufjarlægð. Gamli bærinn í Albufeira er í 10 mínútna akstursfjarlægð.


Hótelið staðsett í rólegu hverfi við náttúru, golfvöll og strönd, en samt mjög stutt frá sjarmerandi gamla bænum í Albufeira fyrir þá sem vilja kvöldlíf eða verslun


Heildareinkunn 8.3  og 8,4 fyrir staðsetningu á booking.com 

Aksturstími frá flugvelli ca 45mín / 49km

179.990 kr.

á mann í tvíbýli

229.990 kr.

á mann í einbýli


Crowne Plaza Vilamoura

⭐️⭐️⭐️⭐️⭐️

Crowne Plaza Vilamoura by IHG er glæsilegt 5* superior strandhótel í hjarta Vilamoura, skref frá sandströndinni og hafnarlífinu við Marina Vilamoura. Rúmgóð og nútímaleg herbergi, spa, útisundlaug og heilsurækt skapa fullkomna blöndu af lúxus og afslöppun. Veitingastaðir með ferskum, réttum og sveigjanleg viðburðaaðstaða gera hótelið að öruggu vali hópa sem vilja fyrsta flokks þjónustu og toppstaðsetningu á Algarve.

Vilamoura er flottur strandbær á miðju Algarve svæðinu, þekktur fyrir glæsilega höfnina, breiðar sandstrendur og fyrsta flokks golfvelli. Hér er líflegt veitinga- og verslunarlíf, strandklúbbar og skemmtilegar hjóla- og gönguleiðir meðfram sjónum. Kvöldin bjóða upp á notalega stemningu við höfnina, spilavíti og frábær sólsetur. Aðeins um 25 mínútur frá Faro-flugvelli – fullkomið fyrir langa helgi. 

Hótelið fær heildareinkunn 8,7 og 9,3 fyrir staðsetningu á booking.com




Aksturstími frá flugvelli ca 25mín - 20 km


179.990 kr.

á mann í tvíbýli

239.990 kr.

á mann í einbýli


Umsagnir fyrri hópa

Smelltu hér á hnappinn til að sjá umsagnir ánægðra viðskiptavina Tripical!

Skoða umsagnir

Arnór Fannar Reynisson

Fyrirtækjaferðir

Sími. 519-8900

Netfang. hopar@tripical.com