Gran Canaria


2.-9. mars & 16.-23. mars 2026


Tilboðið miðast við 80 manns og gengi dagsins gildir til 14.11. 2025


Gran Canaria er afar vinsæll áningarstaður hjá sólarþyrstum, og ekki að ástæðulausu. Þar eru strendurnar fallegar, sjórinn hreinn og hlýr, alltaf bongó blíða, íbúar eyjunnar næs, og hellingur af fjölbreyttri og skemmtilegri afþreyingu. Eyjan klikkar ekki!  

Eyjan var á árum áður fátækleg allt þar til á 6. áratug síðustu aldar að ákveðið var að nýta einstaka veðursæld hennar og fagra náttúru fyrir ferðaþjónustu. Hótel voru byggð og veitingastaðir opnuðu. Þetta var ansi fín ákvörðun, því þar hefur verið mikið um að vera æ síðan. Bæir hafa stækkað, hótelum fjölgað og ýmis konar afþreying bæst við til að gera heimsókn til eyjunnar sem skemmtilegasta. Þar er nefnilega heilmargt að gera, fyrir þá sem ekki hafa endalausa þolinmæði í sólböð og strandagleði. Þá nýtur eyjan ákveðinna sérréttinga í skattlagningu, sem gerir að verkum að þar er bæði tóbak og áfengi mun ódýrara en annars staðar í Evrópu. Það fussar enginn við því! 



Gran Canaria er sannkölluð paradísareyja. Þar finnurðu þéttvaxna skóga og litríka náttúru með hinu fjölskrúðugasta dýralífi. Hér hefurðu auk fagurra stranda, gyllta eyðimerkursanda og tignarlegustu fjöll. 

Hægt er að sinna alls kyns útivist á eyjunni svosem hjól, göngu, hlaup og sundi. 



 Hvað er hægt að gera á Gran Canaria

Viltu kafa? Eyjan er þekkt fyrir úrval af köfunarferðum af öllum stærðum og gerðum, fyrir vana sem óvana

Ströndin: Það er ótrúlega mikið af flottum ströndum á Gran Canaria sem við mælum með að heimsækja

Pisco de las Nieves, er frábært svæði fyrir góðar gönguferðir. Fullt af leiðum, fallegt umhverfi og frábært útsýni

Roque Nublodalurinn er vinsæll áningarstaður, sökum fegurðar

Aqualand Maspalomaser risastór og stútfullur af skemmtilegum rennibrautum og veitingastöðum

Ron Miel, er romm með hunangi út í og afar svalandi ískalt í klaka 


Hvað er innifalið í ferðinni

Flug

Beint flug með Icelandair til og frá Las Palmas með  20 kg tösku og handfarangri

Flogið út

Brottför 1 Icelandair 40 sæti:

Frá Keflavík mánudaginn 2. mars kl. 09:55, lent kl. 15:20 á Las Palmas


Brottför 2 Icelandair 40 sæti:

Frá Keflavík mánudaginn 16. mars kl. 09:55, lent kl. 15:20 á Gran Canaria

Flogið heim

Heimför 1 Icelandair 40 sæti:

Flogið frá Las Palmas mánudaginn 9. mars kl.16:30 og lent á Keflavík kl 22:00.


Heimför 2 Icelandair 40 sæti:

Flogið frá Las Palmas mánuudaginn 23. mars kl.16:30 og lent á Keflavík kl 22:00.

Gisting

7 nætur á hóteli miðsvæðis á Gran Canaria Innifalið er morgun-verður, wi-fi og citytax.

Rútur

  • Rútuferðir til og frá flugvelli, aksturstími er ca 30 mín

Fararstjórn

Sé þess óskað - gegn gjaldi.



Tripical sér um allt úti

Árshátíðarkvöldið

Við erum snillingar í að skipuleggja árshátíðina  úti, bóka sal, velja matinn, skemmtikrafta og búa til ógleymanlegt  kvöld

Hvað er hægt að gera úti?

Við getum boðið upp á dagsferðir úti sem hópurinn velur úr og bókar í gegnum sölukerfi Tripical.

Einnig setjum við upp dagskrá með meðmælum af veitingarstöðum, börum & vinsælum ferðamannastöðum.

Við reddum öllu!

Sérðfræðingar Tripical hafa áratugareynsluí að skipuleggja árshátíðarferðir hópa!


Ferðalottó Tripical

Við viljum magna upp stemninguna fyrir brottför með því að draga út heppin pör/einstaklinga sem fá óvæntan glaðing frá Tripical!


Skemmtitékkinn í boði Tripical

Við viljum gera árshátíðarferðina ógleymanlega! Þess vegna bjóðum við hópnum þínum upp á frítt skemmtiatriði í ferðinni. Hópar sem telja 75 eða fleiri og eru með skipulagða árshátíð á vegum Tripical geta valið sér skemmtikraft hér af síðunni. Viðkomandi skemmtikraftur þarf að vera laus á þeim dagsetningum sem óskað er eftir. 

Hægt er að kynna sér hvaða skemmtiatriði er hægt að fá með í ferðina með að ýta á hnappinn hér fyrir neðan.



Hótel

Gloria Palace San Augustin Thalasso

****

Aðeins 600 metra frá Las Burras-ströndinni á Gran Canaria stendur hinn glæsilegi Gloria Palace San Agustin, sem býður upp á þaksundlaug með stórkostlegu útsýni yfir hafið. Hótelið var algjörlega endurnýjað árið 2021 og sameinar nútímalegan stíl og þægindi.

Herbergin eru rúmgóð, með einfaldri og stílhreinni hönnun, loftkælingu og flest með sjávarútsýni. Ókeypis WiFi er í boði fyrir alla gesti.

Á Gloria Palace er úrval af sundlaugum fyrir bæði börn og fullorðna, umkringdar gróðursælum görðum og sólbekkjum. Fyrir þá sem vilja hreyfa sig er hægt að spila padel og tennis eða nýta vel búið líkamsræktarstöð (gegn aukagjaldi). Þaksundlaugin er sannkallaður lúxus – með óviðjafnanlegu útsýni.


Hótelið fær heildareinkunina 8,4 og 8,5 fyrir staðsetningu á booking.com


Kvöldverður fyrir hópinn

*hægt er að óska eftir matseðlinum.


197.990 kr.

á mann í tvíbýli

279.990 kr.

á mann í einbýli

Hótel

Lopesan Baobab

*****

Lopesan Baobab Resort er glæsilegt lúxushótel umvafið suðrænum görðum og innréttað í afrískum stíl. Hótelið státar af stórri útisundlaug og er aðeins 600 metra frá Maspalomas-ströndinni.

Herbergin eru rúmgóð og elegant, með loftkælingu, svölum og baðherbergi með snyrtivörum og baðsloppum.

Á Baobab Resort er úrval veitingastaða: Pili Pili sérhæfir sig í grilluðu kjöti og sjávarréttum, Akara býður upp á ekta afríska matargerð, auk glæsilegs hlaðborðs, tveggja stílhreinna sundlaugarbara og kaffihúss.

Útsýnið frá hótelinu er stórkostlegt – yfir Atlantshafið – og aðeins 10 mínútna göngufjarlægð er að Maspalomas-vitanum og strandgönguleiðinni.


Hótelið fær heildareinkunina 8,7 og 9,1 fyrir staðsetningu á booking.com


Kvöldverður fyrir hópinn

*hægt er að óska eftir matseðlinum.


269.990 kr.

á mann í tvíbýli

355.990 kr.

á mann í einbýli

Hótel

Abora Catarina by Lopesan

****

Abora Catarina by Lopesan er staðsett í Playa del Inglés, aðeins 250 metra frá Maspalomas sandöldunum, og býður upp á hlaðborðsveitingastað, bari, fimm útisundlaugar og líkamsræktaraðstöðu. Öll herbergi eru með loftkælingu, sjónvarpi, síma og sófasetti, en sum herbergi bjóða upp á sérverönd og einkasundlaug eða verönd með garðútsýni. Á hótelinu er móttaka opin allan sólarhringinn og sameiginleg verönd, auk þess sem gestir geta nýtt sér leikjasalinn. Gran Canaria flugvöllurinn er í um 20 mínútna akstursfjarlægð og borgin Las Palmas er 55 km í burtu.


Hótelið fær heildareinkunina 9,1 og 8,8 fyrir staðsetningu á booking.com


Kvöldverður fyrir hópinn

*hægt er að óska eftir matseðlinum.


239.990 kr.

á mann í tvíbýli

307.990 kr.

á mann í einbýli

ATH.

Boðið er upp á að velja á milli hótela sem skoða má hér að ofan. Ef einhverra hluta vegna það gerist að hótelið sé ekki í boði finnum við sambærilegt hótel á svipuðum stað.

Endanlegt verð liggur ekki fyrir fyrr en ferð hefur verið ákveðin og hægt er að bóka flug og hótel.



Umsagnir fyrri hópa

Smelltu hér á hnappinn til að sjá umsagnir ánægðra viðskiptavina Tripical!

Skoða umsagnir

Júlía Björgvinsdóttir

Fyrirtækjaferðir

Sími. 519-8900

GSM. 895-9666

Netfang. julia@tripical.com