Til Boston
23.-30. mars & 6.-12. apríl 2026
Tilboðið miðast við 80 manns og gengi dagsins gildir til 9.10. 2025
Það má hiklaust nefna hana eina af merkilegri borgum Bandaríkjanna - saga landsins er samtvinnuð Boston á svo margan hátt.
Falleg stórborg, full af skemmtilegum möguleikum fyrir gesti sína.
Þessi sjarmerandi hafnarborg er staðsett við Massachusettes flóa á austurströnd Ameríku. Þar settust enskir landnemar að árið 1630, fjöldinn jókst nokkuð ört og úr varð bær, síðan fleiri bæir og svo borg.
Þetta skýrir þann fjölda mismunandi hverfa sem mynda Boston. Þau voru mörg hver áður fyrr sjálfstæðir bæir, og enn í dag eru íbúar afar stoltir af sínu heimahverfi og nefna það alltaf fyrst, á undan nafni borgarinnar. Á milli staða má svo ferðast með neðanjarðar-lestarkerfi sem státar af því að vera það elsta í Norður-Ameríku allri.
Hér er svo mikið af öllu mögulegu að sjá og gera, smakka og drekka að það er erfitt að nefna eitt frekar en annað. Hér að neðan stingum við upp á nokkrum hlutum, við mælum einnig með að verða sér úti um dagblöðin Weekly Dig eða The Phoenix sem finna má ókeypis á hverju götuhorni og lista upp það markverðasta sem í boði er dag hvern. Söfnin eru óteljandi, veitingastaðirnir enn fleiri, og skemmtilegir barir út um allt. Þar á meðal einhver þekktasti bar allra tíma, sjálfur Cheers barinn úr hinni vinsælu þáttaröð. Ekki amalegt að setjast í sætið hans Norm og skella í sig einum ísköldum!
Hvað er hægt að gera í Boston
Hvað er innifalið í ferðinni
Tripical sér um allt úti
Ferðalottó Tripical
Við viljum magna upp stemninguna fyrir brottför með því að draga út heppin pör/einstaklinga sem fá óvæntan glaðing frá Tripical!
Skemmtitékkinn í boði Tripical
Við viljum gera árshátíðarferðina ógleymanlega! Þess vegna bjóðum við hópnum þínum upp á frítt skemmtiatriði í ferðinni. Hópar sem telja 75 eða fleiri og eru með skipulagða árshátíð á vegum Tripical geta valið sér skemmtikraft hér af síðunni. Viðkomandi skemmtikraftur þarf að vera laus á þeim dagsetningum sem óskað er eftir.
Hægt er að kynna sér hvaða skemmtiatriði er hægt að fá með í ferðina með að ýta á hnappinn hér fyrir neðan.
Tilboð 1
Hótel
Boston Marriott Long Wharf
****
Boston Marriott Long Wharf er glæsilegt hótel við sjávarsíðuna í hjarta Boston, staðsett við hliðina á New England Aquarium og í göngufæri frá sögufræga Faneuil Hall. Hótelið býður upp á innilaug, líkamsræktaraðstöðu og yfir 1.600 fermetra af fundar- og viðburðarrými, sem hentar jafnt fyrir hópa sem einstaklinga.
Herbergin eru smekklega innréttuð með kaffivél og skrifborði, og gestir geta notið matargerðar á veitingastaðnum Waterline, þar sem klassískir réttir frá Nýja-Englandi eru eldaðir úr fersku, staðbundnu hráefni.
Á hótelinu er boðið upp á móttökuteymi sem veitir concierge þjónustu, valet bílastæði og verslun á staðnum. Gestir geta einnig slakað á á sólpalli utandyra og notið auðvelds aðgangs að North End, Financial District og Seaport District.
Hótelið fær einkunnina 9,7 fyrir staðsetningu og 8,5 í heildareinkunn á Booking.com
Kvöldverður fyrir hópinn
*hægt er að óska eftir matseðlinum.
389.990 kr.
á mann í tvíbýli
644.990 kr.
á mann í einbýli
Tilboð 2
Hótel
The Lenox
****
Þetta boutique-hótel býður upp á nýmóðins líkamsrækt, verðlaunamatargerð og glæsileg herbergi með ókeypis Wi-Fi. John Hancock Tower er í aðeins 5 mínútna göngufjarlægð.
Hvert herbergi kemur með útsýni yfir Back Bay hverfið. Boðið er upp á baðsloppa, lítinn kæli og flatskjásjónvarp. Lúxus herbergin eru búin mahóní viðarhúsgögnum og kristal lömpum.
Hótel Lenox býður upp á persónulega móttökuþjónustu og viðskiptamiðstöð með sólarhringsopnun.
Gestir geta notið írskrar matargerðar á alvöru Boston írskum pöbb. City-Table veitingastaðurinn býður upp á nútímalega ameríska rétti úr ferskasta hráefni sem völ er á. Herbergisþjónusta er í boði allan sólarhringinn.
Lenox er smá spöl frá frægum veitingastöðum og verslunum á Newbury Street. Fenway Park hafnarboltaleikvangurinn er tæpa 2 km frá hótelinu og Northeastern háskólinn er í 15 mínútna göngufjarlægð.
Hótelið fær 8,9 í heildareinkun á booking.com og 9,8 fyrir staðsetningu.
Kvöldverður fyrir hópinn
*hægt er að óska eftir matseðlinum.
390.990 kr.
á mann í tvíbýli
649.990 kr.
á mann í einbýli
Tilboð 3
Hótel
Boston Marriott Burlington
****
Marriot Burlington er með 2 sundlaugar og heilsuklúbb en það er með greiðan aðgang að milliríkjahraðbraut 95 og 25,3 km norðvestur af Boston. Herbergin eru með flatskjá og WiFi gegn aukagjaldi. Boston Marriot Burlington býður upp á loftkæld herbergi og baðherbergi með rennihurð. Ókeypis Enseo-tækni er í boði í öllum herbergjum og felur í sér aðgang að Netflix, Hulu, Youtube, Pandora og Crackle. Til afþreyingar geta gestir Marriot Burlington valið á milli líkamsræktarstöðvar og inni- og útisundlauga. Einnig er boðið upp á 14.570 fermetra viðburða- og fundarrými.
Lobby Bar Restaurant er veitingastaður sem býður upp á morgunverð og kvöldverð. Ferskt snarl er einnig í boði daglega á morgnana og á kvöldin. Minute Man-þjóðgarðurinn er í 12 km fjarlægð frá hótelinu.
Hótelið fær 8,5 í heildareinkun á booking.com og 7,8 fyrir staðsetningu.
Kvöldverður fyrir hópinn
*hægt er að óska eftir matseðlinum.
249.990 kr.
á mann í tvíbýli
393.990 kr.
á mann í einbýli
ATH.
Hægt er að velja á milli hótela sem skoða má hér að ofan.
Ef hótelið er uppbókað á þessum tíma, finnum við sambærilegt hótel á svipuðum stað.
Endanlegt verð liggur ekki fyrir, fyrr en tilboð hefur verið staðfest
og hægt er að bóka flug og hótel.
Umsagnir fyrri hópa
Smelltu hér á hnappinn til að sjá umsagnir ánægðra viðskiptavina Tripical!