
Til Amsterdam
23. - 26 apríl 2026
Tilboðið miðast við 40 manns á gengi dagsins og gildir til 14.10.2025
Amsterdam er höfuðborg Hollands og stærsta menningar-miðstöð landsins. Þar er eitthvað fyrir alla, hvort sem þú ert í leit að menningu og sögu, hressandi djammi, eða bara indælli afslöppun í fornfrægri evrópskri borg.
Fyrr á öldum var Amsterdam lítið fiskiþorp, sem óx og stækkaði í þá mikilvægu viðskiptaborg sem hún er í dag. Nafn borgarinnar var upphaflega Amstelredamme, en því var síðar breytt í Amsterdam. Nafnið kemur frá ánni Amstel. Þarna búa ekki nema rúmlega milljón manns, og eru íbúar borgarinnar þekktir fyrir sín vinalegheit og að vera tilbúnir að veita hjálparhönd við hvað sem er! Borgin er í raun ekki ýkja stór, öll helstu kennileiti eru í göngufæri, en við mælum eindregið með því að leigja hjól og ferðast þannig um þetta dásamlega umhverfi.
Hér má finna mikið af heillandi hverfum með gömlum byggingum sem tekist hefur einstaklega vel að varðveita, og litagleðin ræður ríkjum. Síkin eru áberandi hluti af staðnum og yfir þau liggja ófáar instagramvænar brýr. Tilvalið að stilla sér upp og taka eins og eina ÉG ER Í AMSTERDAM sjálfu. Að sigla á síkjum Amsterdam er sannkallaður draumur. Þar flýtur þú framhjá fallegum gróðri, blómstrandi trjám og sögulegum byggingum, sem virðast einhvern veginn allar vera álíka skakkar og gestir hinna svokölluðu kaffihúsa borgarinnar (sem flest hver bjóða upp á ögn meira krassandi stöff en uppáhelling)
Hvað er hægt að gera í Amsterdam
Hvað er innifalið í ferðinni
Tripical sér um allt úti
Ferðalottó Tripical
Við viljum magna upp stemninguna fyrir brottför með því að draga út heppin pör/einstaklinga sem fá óvæntan glaðing frá Tripical!
Skemmtitékkinn í boði Tripical
Við viljum gera árshátíðarferðina ógleymanlega! Þess vegna bjóðum við hópnum þínum upp á frítt skemmtiatriði í ferðinni. Hópar sem telja 75 eða fleiri og eru með skipulagða árshátíð á vegum Tripical geta valið sér skemmtikraft hér af síðunni. Viðkomandi skemmtikraftur þarf að vera laus á þeim dagsetningum sem óskað er eftir.
Hægt er að kynna sér hvaða skemmtiatriði er hægt að fá með í ferðina með að ýta á hnappinn hér fyrir neðan.
Tilboð 1
Hótel
Leonardo Royal Hotel Amsterdam
****
Leonardo Royal Hotel Amsterdam er staðsett í Amsterdam, í 3,4 km fjarlægð frá Amsterdam RAI og býður upp á gistirými, heilsuræktarstöð, einkabílastæði, veitingastað og bar. Gestir geta nýtt sér gufubaðið eða notið borgarútsýnis.
Á gististaðnum er hægt að fá hlaðborð, léttan morgunverð eða amerískan morgunverð.
Vinsælt er að stunda hjólreiðar á svæðinu og reiðhjólaleiga er í boði á staðnum.
Heineken Experience er 4,4 km frá Leonardo Royal Hotel Amsterdam og Royal Theater Carré er í 4,8 km fjarlægð. Næsti flugvöllur er Schiphol-flugvöllurinn en hann er 16 km frá hótelinu.
Hótelið fær heildareinkunina
8,5 og
8,4 fyrir staðsetningu á booking.com
Kvöldverður fyrir hópinn
*hægt er að óska eftir matseðlinum.
148.990 kr.
á mann í tvíbýli
199.990 kr.
á mann í einbýli
Tilboð 2
Hótel
Mercure Amsterdam City Hotel
****
Mercure Hotel Amsterdam City er 4 stjörnu hótel staðsett við Amstel ána, í aðeins 6 mínútna göngufjarlægð frá neðanjarðarlestarstöðinni Overamstel sem veitir aðgang að miðbænum, Schiphol, RAI, ArenA, Ziggo Dome og Zuid-As viðskiptahverfi Amsterdam.
Gestir geta fengið sér vínglas eða aðrar veitingar á FLOOR veitingastað og setustofu hótelsins, þar sem einnig er boðið upp á smárétti, hádegismat og kvöldverð.
Til að kanna borgina á sannan Amsterdam-tíska geta gestir nýtt sér hjólaleiguna. Auðvelt er að komast í miðbæinn með almenningssamgöngum á 12 mínútum.
Hótelið fær heildareinkunina
8,3 og
7,6 fyrir staðsetningu á booking.com
Kvöldverður fyrir hópinn
*hægt er að óska eftir matseðlinum.
144.990 kr.
á mann í tvíbýli
196.990 kr.
á mann í einbýli
Tilboð 3
Hótel
WestCord Fashion Hotel Amsterdam
****
Þetta glæsilega og nútímalega hótel er staðsett í suðvesturhluta Amsterdam, í aðeins 10 mínútna sporvagnsfjarlægð frá miðbænum.
Herbergin eru hönnuð með smekk og stíl – með sérbaðherbergi, þægilegum rúmum og ókeypis kaffi- og teaðstöðu.
Gestir geta slakað á í Wellcome Wellness, þar sem innilaug, líkamsrækt og sauna bíða – og hægt er að bæta við nuddmeðferð fyrir þá sem vilja dekra við sig.
Á hótelinu er Grand Café með léttum réttum yfir daginn og Mme Coco veitingastaðurinn býður upp á ljúffenga kvöldstemningu.
Í SKYY Bar er borgarútsýnið stórkostlegt og kokteilarnir ekki síðri – fullkomið fyrir hópa sem vilja njóta saman í stílhreinu umhverfi.
Hótelið fær heildareinkunina
8,4 og
9,3 fyrir staðsetningu á booking.com
Kvöldverður fyrir hópinn
*hægt er að óska eftir matseðlinum.
149.990 kr.
á mann í tvíbýli
203.990 kr.
á mann í einbýli
ATH.
Boðið er upp á að velja á milli hótela sem skoða má hér að ofan. Ef einhverra hluta vegna það gerist að hótelið sé ekki í boði finnum við sambærilegt hótel á svipuðum stað.
Endanlegt verð liggur ekki fyrir fyrr en ferð hefur verið ákveðin og hægt er að bóka flug og hótel.
Umsagnir fyrri hópa
Smelltu hér á hnappinn til að sjá umsagnir ánægðra viðskiptavina Tripical!