
Til Stokkhólms
04.-07.desember 2025
Tilboðið miðast við 12 manns hóp og gengi dagsins gildir til 29.9.2025
Er ekki kominn tími til að heilsa upp á sænsku náfrændur okkar og skoða þeirra skemm-tilegu höfuðborg. Slík heimsókn mun koma þér sk emmtilega á óvart. Það er meira í Stokkhólmi en bara kjötbollur og kartöflu-mús!
Fegurð Stokkhólms er að hluta til komin frá því að hún dreifist milli 14 eyja sem eru samtengdar með myndrænum brúm, borgin er oft kölluð Feneyjar norðursins. Svíþjóð er næstum samheiti fyrir nýsköpun og hönnun (þ.e. meira en bara Ikea-vörur) og Svíar er með gott auga fyrir fegurð.
Að kanna fjölbreytileika hverfanna er einstaklega gaman. Helsta aðdráttaraflið fyrir ferðamenn er Gamla Stan (gamli bærinn) sem hefur verið hjarta bæjarins frá miðöldum. Svæðið er sívinsælt og lifandi og að sjá hellulögð og mjó strætin, regnbogalituðu húsin og falleg torgin er algjörlega heimsóknarinnar virði.
Verslanir við Designtorget eru stútfullar af verkum eftir nýja hönnuði og selja skemmtilegar og flottar skandinavískar vörur á góðu verði.
Svíar eru matgæðingar og má finna fullt af skemmtilegum matarvögnum og ba karí af gamla skólanum, óhefluð kaffihús en í borginni blómstrar líka nýnorræn matargerð og Michelin-stjörnuveitingastaðir bíða eftir heimsókn. Í Stokkhólm eru einnig skórkostlegar mathallir og markaðir til að ráfa um, og einn sá besti - Saluhall - er í hinu fína Östermalm-hverfi.
Stokkhólmur er sannkallað augnayndi.
Hvað er hægt að gera í Stokkhólmi
Hvað er innifalið í ferðinni
Tripical sér um allt úti
Ferðalottó Tripical
Við viljum magna upp stemninguna fyrir brottför með því að draga út heppin pör/einstaklinga sem fá óvæntan glaðing frá Tripical!
Skemmtitékkinn í boði Tripical
Við viljum gera árshátíðarferðina ógleymanlega! Þess vegna bjóðum við hópnum þínum upp á frítt skemmtiatriði í ferðinni. Hópar sem telja 75 eða fleiri og eru með skipulagða árshátíð á vegum Tripical geta valið sér skemmtikraft hér af síðunni. Viðkomandi skemmtikraftur þarf að vera laus á þeim dagsetningum sem óskað er eftir.
Hægt er að kynna sér hvaða skemmtiatriði er hægt að fá með í ferðina með að ýta á hnappinn hér fyrir neðan.
Tilboð 1
Hótel
Hótelið er staðsett miðsvæðis í Vasastan-hverfinu í Stokkhólmi og í 5 mínútna göngufjarlægð frá St. Eriksplan-neðanjarðarlestarstöðinni. Það býður upp á ókeypis WiFi og breskt veitingahús og krá á staðnum.
Herbergin á Elite Palace Hotel eru nútímaleg og eru öll með kapalsjónvarp, minibar, skrifborð og setusvæði.
Á staðnum er kráin Bishop´s Arms og þar er boðið upp á à la carte hádegis- og kvöldverðarmatseðil með alþjóðlegum réttum ásamt fjölbreyttu úrvali af bjór og viskí. Hið vinsæla morgunverðarhlaðborð Elite Palace er borið fram í aðskildum matsal.
Nuddmeðferðir eru í boði á staðnum. Gestum Elite Palace stendur til boða ókeypis aðgangur að líkamsræktarstöð á staðnum.
Á sunnudögum er morgunverður framreiddur til klukkan 12:00 og útritun stendur yfir til 18:00 nema á háannatíma.
Starfsfólk hótelsins getur mælt með mörgum veitingastöðum og áhugaverðum stöðum í nágrenninu.
Á booking.com fær hótelið 8.1 í heildareinkunn, starfsfólk fær 8,9 og staðstening fá 8.2.
Kvöldverður fyrir hópinn ykkar - Verð
*hægt er að óska eftir matseðlinum.
119.990 kr.
á mann í tvíbýli
154.990 kr.
á mann í einbýli
Tilboð 2
Hótel
Doubletree by Hilton Edinburgh City Centre er staðsett í hjarta Edinborgar og býður upp á stórkostlegt útsýni yfir Edinborgarkastala. Alþjóðlega ráðstefnumiðstöðin í Edinborg er í aðeins 400 metra fjarlægð og það er ókeypis Wi-Fi Internet á almenningsvæðum.
Þessi fallega bygging sem var byggð árið 1892 er í 10 mínútna göngufæri frá verslununum á Princes Street og líflegu næturlífi borgarinnar.
Nútímalegu en-suite herbergin eru með egypskum lúxusbómullarrúmfötum, hárþurrku og te-/kaffiaðstöðu.
Það eru glæsileg leðursæti á Monboddo Bar en hann er opinn til klukkan 01:00. Grillhúsið Bread Street Brasserie hefur unnið til verðlauna og býður upp á nútímalega og klassíska rétti. Á matseðlinum er að finna ferskan skoskan fisk og kjöt.
Hótelið fær 8,0 í heildareinkunn á booking.com, starfsfólk fær 8,9 og staðsetningin 8,9
Kvöldverður fyrir hópinn ykkar - Verð
*hægt er að óska eftir matseðlinum.
134.990 kr.
á mann í tvíbýli
169.990 kr.
á mann í einbýli
Tilboð 3
Hótel
Downtown Camper by Scandic
⭐⭐️⭐⭐
Downtown Camper by Scandic er staðsett í miðbæ Stokkhólms, það er aðeins í 8 mínútna göngufjarlægt frá Stockholm Central Station lestarstöðinni.
Inn á öllum herbergjum má finna sjónvarp, ísskáp og frítt Wifi.
Inn á hótelinu eru veitingarstaðir og barir. Einnig má finna saunu, gym og sundlaug á hótelinu.
Á booking.com fær hótelið 8,7 í heildareinkunn, starfsfólk 9,1 og staðstening fá 9,7
Kvöldverður fyrir hópinn ykkar - Verð
*hægt er að óska eftir matseðlinum.
154.990 kr.
á mann í tvíbýli
169.990 kr.
á mann í einbýli
Tilboð 4
Hótel
Radisson Collection, Strand Hotel
⭐⭐️⭐⭐⭐
Þetta hótel er staðsett miðsvæðis í Stokkhólmi. Það er tilvalinn staður fyrir þá sem vilja fara í skoðunarferðir um gamla bæinn og Nýlistasafnið, Moderna Museet. Frá hótelinu er töfrandi útsýni yfir sjávarbakka Nybroviken. Ókeypis WiFi er til staðar. Verslanir, veitingastaðir og næturlífið á Stureplan eru í innan við 5 mínútna göngufjarlægð.
Radisson Collection Strand Hotel Stockholm var upprunalega opnað fyrir Ólympíuleikana árið 1912 en hönnun þess er sígild og herbergin glæsileg. Þau eru búin innréttingum sem eru nútímalegar og sögulegar í senn. Öll herbergin eru með flatskjá, te-/kaffiaðstöðu og glæsilegu baðherbergi.
Hægt er að gæða sér á kokkteilum og máltíðum á sígilda grillhúsinu og barnum, The Strand. Gestir geta tekið á því í líkamsrækt hótelsins.
Þjóðminjasafnið og Kungsträgården-neðanjarðarlestarstöðin eru í 5 mínútna göngufjarlægð. Starfsfólk móttökunnar er alltaf reiðubúið að gefa leiðbeiningar eða gagnlegar ábendingar.
Á booking.com fær hótelið 8.5 í heildareinkunn, starfsfólk 9,0 og staðstening fá 9,7.
Kvöldverður fyrir hópinn ykkar - Verð
*hægt er að óska eftir matseðlinum.
157.990 kr.
á mann í tvíbýli
214.990 kr.
á mann í einbýli
ATH.
Boðið er upp á að velja á milli hótela sem skoða má hér að ofan. Ef einhverra hluta vegna það gerist að hótelið sé ekki í boði finnum við sambærilegt hótel á svipuðum stað.
Endanlegt verð liggur ekki fyrir fyrr en ferð hefur verið ákveðin og hægt er að bóka flug og hótel.
Umsagnir fyrri hópa
Smelltu hér á hnappinn til að sjá umsagnir ánægðra viðskiptavina Tripical!
Arnór Fannar Reynisson
Fyrirtækjaferðir
Sími. 519-8900
Netfang. arnor@tripical.com