
Til Brighton
04.-07.desember 2025
Tilboðið miðast við 12 manns hóp og gengi dagsins gildir til 29.9.2025
Brighton hefur verið kölluð mest hip og kúl borg Bretlandseyja. Hún hefur auk þess oftar en einu sinni verið kosinn hamingjuríkasti staður til að búa á í Bretaríki.
Brighton er enskur strandbær í klukkutíma fjarlægð með lest frá London, og mjög vinsæll fyrir dagsferðir frá höfuðborginni. Þar er löng strandlengja, mjög áhugaverður og fjölskylduvænn skemmtigarður á höfninni, og margar fallegar 18. aldar byggingar. Brighton er auk þess þekkt fyrir mjög fjörugt næturlíf, þar sem allir fá að njóta sín, borgin er t.d. þekkt fyrir vinalega afstöðu til samkynhneigðra og stundum kölluð höfuðborg samkynhneigðra í Englandi.
Brighton’s Lanes er eitt fallegasta og um leið sögufrægasta hverfi borgarinnar. Þröngar götur frá þeim 18. aldar fiskibæ sem Brighton var forðum, blandast hér skemmtilega við nútímalegar smáverslanir og kaffihús. Stórgóð blanda af því gamla og nýja. Hægt er að bóka ferðir um svæðið með úrvals leiðsögn og upplifa einstakt andrúmsloft og stemmingu fyrri tíma.
Hvað er hægt að gera í Brighton
Hvað er innifalið í ferðinni
Tripical sér um allt úti
Ferðalottó Tripical
Við viljum magna upp stemninguna fyrir brottför með því að draga út heppin pör/einstaklinga sem fá óvæntan glaðing frá Tripical!
Skemmtitékkinn í boði Tripical
Við viljum gera árshátíðarferðina ógleymanlega! Þess vegna bjóðum við hópnum þínum upp á frítt skemmtiatriði í ferðinni. Hópar sem telja 75 eða fleiri og eru með skipulagða árshátíð á vegum Tripical geta valið sér skemmtikraft hér af síðunni. Viðkomandi skemmtikraftur þarf að vera laus á þeim dagsetningum sem óskað er eftir.
Hægt er að kynna sér hvaða skemmtiatriði er hægt að fá með í ferðina með að ýta á hnappinn hér fyrir neðan.
Tilboð 1
Hótel
Leonardo Hotel Brighton
⭐⭐️⭐⭐
Leonardo Hotel Brighton er staðsett við hliðina á Brighton-lestarstöðinni í miðbænum og í 15 mínútna göngufjarlægð frá ströndinni. Það státar af sólarhringsmóttöku, bar og veitingastað.
Í innan við 15 mínútna göngufjarlægð frá hótelinu er að finna smásölumiðstöð borgarinnar og áhugaverða staði eins og Laines, Brighton Dome, Theatre Royal Brighton og Gardner Centre.
Hægt er að fá hádegisverð og kvöldverð á Oddsocks Bar and Kitchen en þar er boðið upp á úrval smárétta, staðgóðar máltíðir á borð við grillaðan kjúkling og vinsæla breska rétti og mikið úrval drykkja. Barinn framreiðir hádegisverð og léttar veitingar ásamt kaffi og drykkjum.
Á booking.com fær hótelið 8.4 í heildareinkunn, starfsfólk fær 9,0 og staðstening fá 9,0.
Kvöldverður fyrir hópinn ykkar - Verð
*hægt er að óska eftir matseðlinum.
114.990 kr.
á mann í tvíbýli
147.990 kr.
á mann í einbýli
Tilboð 2
Hótel
DoubleTree by Hilton Brighton Metropole – glæsilegt hótel við sjávarsíðuna
Hótelið stendur við sjálfa strandgötuna í Brighton, í stórbrotnu viktoríönsku húsi með rúmgóðum herbergjum og stórkostlegu útsýni yfir hafið. Hér sameinast sögulegur stíll og nútímaleg þægindi – með innisundlaug, líkamsrækt, gufubaði og sánu.
Veitingastaðurinn 1890 At The Met býður upp á morgunverð í glæsilegu umhverfi með sjávarútsýni, og á Metropole Bar & Terrace má njóta sérblandaðra kokteila og sjávarréttaplatta.
Brighton Pier og Sea Life Centre eru í göngufæri, og það tekur aðeins um klukkustund að komast til miðborgar Lundúna með lest.
Hótelið fær 8,0 í heildareinkunn, starfsfólk fær 8,8 og staðsetningin 9,3
Kvöldverður fyrir hópinn ykkar - Verð
*hægt er að óska eftir matseðlinum.
129.990 kr.
á mann í tvíbýli
174.990 kr.
á mann í einbýli
Tilboð 3
Hótel
Leonardo Hotel Brighton Waterfront er vel staðsett hótel með útsýni yfir sjávarsíðuna og er í aðeins 400 metra fjarlægð frá Brighton Pier og Royal Pavilion. Á hótelinu er keypis WiFi hvarvetna, veitingastaður með sjávarútsýni, sundlaug og heilsulind. Innisundlaug, eimbað, gufubað og fullbúin líkamsræktarstöð eru í boði.
Veitingastaðurinn er nútímalegur og framreiðir alþjóðlegan matseðil á kvöldin. Atrium Bar er miðdepill hótelsins en það er glæsilegur staður með risastóru glerþaki. Barinn og setustofusvæðið eru nútímaleg með þægilegum sætum þar sem gott er að slaka á.
Hótelið er nálægt Lanes-verslunarsvæðinu, á göngusvæðinu við sjávarsíðuna. Brighton-lestarstöðin er í minna en 10 mínútna göngufjarlægð.
Hótelið fær 8,5 í heildareinkunn, starfsfólk fær 9,0 og staðsetningin 9,6
Kvöldverður fyrir hópinn ykkar - Verð
*hægt er að óska eftir matseðlinum.
139.990 kr.
á mann í tvíbýli
197.990 kr.
á mann í einbýli
Tilboð 4
Hótel
The Grand Brighton
⭐⭐️⭐⭐
Með sínum íburðarmikla endurreisnarstíl er The Grand Brighton á stórkostlegum stað við sjávarbakkann í Brighton og er í aðeins 5 mínútna göngufjarlægð frá Brighton Pier.
Stílhreini kokteilbarinn og veröndin er með ótrufluðu útsýni yfir sjávarsíðuna og býður upp á hefðbundið Sussex-cream teas. Gestir geta einnig notið frábærrar máltíðar á veitingastaðnum.
Hótelið er staðstett í hjarta hins líflega Brighton og er í 5 mínútna göngufjarlægð frá The Lanes verslunargötum og í 10 mínútna göngufjarlægð frá Royal Pavilion
Á booking.com fær hótelið 8,8 í heildareinkunn, starfsfólk 9,3 og staðstening fá 9,7
Kvöldverður fyrir hópinn ykkar - Verð
*hægt er að óska eftir matseðlinum.
159.990 kr.
á mann í tvíbýli
229.990 kr.
á mann í einbýli
ATH.
Boðið er upp á að velja á milli hótela sem skoða má hér að ofan. Ef einhverra hluta vegna það gerist að hótelið sé ekki í boði finnum við sambærilegt hótel á svipuðum stað.
Endanlegt verð liggur ekki fyrir fyrr en ferð hefur verið ákveðin og hægt er að bóka flug og hótel.
Umsagnir fyrri hópa
Smelltu hér á hnappinn til að sjá umsagnir ánægðra viðskiptavina Tripical!
Arnór Fannar Reynisson
Fyrirtækjaferðir
Sími. 519-8900
Netfang. arnor@tripical.com