Til Berlínar
23. - 26. April 2026
Tilboðið miðast við 18 manns á gengi dagsins og gildir til 29.09.2025
Berlín er borgin sem hefur allt, hvort sem það eru menningar-viðburðir, sýningar, tónlist, kvikmynda-hátíðir, arkitektúr, stríðsminjar, það finna allir eitthvað að sjá og gera við sitt hæfi.
Borgin er suðupottur af menningu og listum og hún státar líka af fjörugu næturlífi. Berlín er þekkt fyrir stórbrotna sögu og gamlar byggingar ásamt því að vera mjög framalega í nútíma byggingarstíl og list. Á kaldastríðsárunum var borgin tvískipt, í austur og vesturhluta. Í dag má sjá leifar af Berlínarmúrnum sem lá þvert í gegnum hana, ásamt öðrum kennileitum sem sýna hve borgarhlutarnir voru í raun ólíkir.
Berlínarborg man tímana tvenna og það er einstök upplifun að heimsækja þennan stórbrotna stað.
Kurfürstendamm eða Ku'damm er vinsæl verslunargata, af mörgum talin sú glæsilegasta í Evrópu.
Í Berlín er auk þess hægt að skoða fjöldann allann af söfnum frá seinni heimsstyrjöldinni og upplifa spennuþrungna og dramatíska sögu Þjóðverja.
Hvað er hægt að gera í Berlín
Hvað er innifalið í ferðinni
Tripical sér um allt úti
Ferðalottó Tripical
Við viljum magna upp stemninguna fyrir brottför með því að draga út heppin pör/einstaklinga sem fá óvæntan glaðing frá Tripical!
Skemmtitékkinn í boði Tripical
Við viljum gera árshátíðarferðina ógleymanlega! Þess vegna bjóðum við hópnum þínum upp á frítt skemmtiatriði í ferðinni. Hópar sem telja 75 eða fleiri og eru með skipulagða árshátíð á vegum Tripical geta valið sér skemmtikraft hér af síðunni. Viðkomandi skemmtikraftur þarf að vera laus á þeim dagsetningum sem óskað er eftir.
Hægt er að kynna sér hvaða skemmtiatriði er hægt að fá með í ferðina með að ýta á hnappinn hér fyrir neðan.
Tilboð 1
Hótel
Þetta hótel er staðsett við sögulegu götuna Friedrichstrasse í Berlín og býður upp á heilsulind, hrífandi garð og einstaka móttöku með tilkomumiklum stiga. Brandenborgarhliðið er í 10 mínútna göngufjarlægð.
Veitingastaðurinn og barinn Relish býður upp á nútímalegan mat með frönsku og asísku ívafi. Ríkulegt morgunverðarhlaðborð er í boði á veitingastaðnum Coelln á hverjum degi. Gestir geta fengið sér drykk á sígilda barnum í móttökunni en hann er með glugga með víðáttumiklu útsýni.
Westin Spa & Fitnesslounge er með líkamsræktarstöð. Hægt er að bóka slökunarnudd og úrval af snyrtimeðferðum.
Französische Strasse-neðanjarðarlestarstöðin er í 1 mínútu göngufjarlægð. Það eru nokkrar strætisvagnastöðvar við fræga Unter den Linden-breiðstrætið en það er aðeins 100 metrum frá hótelinu.
Heildareinkunn
7,9,
Starfsfólk fær
8,4 og staðsetning fær
9,5
á booking.com
Verðin
159.990 kr.
á mann í tvíbýli
189.990 kr.
á mann í einbýli
Tilboð 2
Hótel
The Westin Grand Berlin
⭐️⭐️⭐️⭐️⭐️
Þetta 4ra stjörnu úrvalshótel státar af 3 veitingastöðum, heilsulind og herbergjum með loftkælingu og flatskjáum. Það er hæsta hótel Berlínar og er staðsett beint við Alexanderplatz-torgið.
Sérréttir sem eldaðir eru eftir hefðum svæðisins eru framreiddir á veitingastaðnum Zillestube og alþjóðlegur matur á Humboldt. Máltíðir og drykkir eru í boði á Spagos Bar & Lounge og er það útbúið fyrir framan gesti í opna eldhúsinu.
Í vellíðunaraðstöðu Park Inn er að finna gufubað, líkamsræktaraðstöðu og nuddþjónustu. Gestir geta einnig slappað af á veröndinni á efstu hæðinni en þaðan er frábært útsýni yfir miðbæ Berlínar.
Park Inn by Radisson er staðsett á móti Alexanderplatz-stöðinni en þaðan eru tengingar með strætisvögnum, sporvögnum, neðanjarðarlestum og S-Bahn-lestum við alla hluta Berlínar. Safnaeyjan og hið líflega Hackescher Markt-svæði eru í 10 mínútna göngufjarlægð.
Heildareinkunn
8,9, Starfsfólk fær
9,1 og staðsetning fær
9,7 á booking.com
Verðin
184.990 kr.
á mann í tvíbýli
239.990 kr.
á mann í einbýli
ATH.
Boðið er upp á að velja á milli hótela sem skoða má hér að ofan. Ef einhverra hluta vegna það gerist að hótelið sé ekki í boði finnum við sambærilegt hótel á svipuðum stað.
Endanlegt verð liggur ekki fyrir fyrr en ferð hefur verið ákveðin og hægt er að bóka flug og hótel.
Umsagnir fyrri hópa
Smelltu hér á hnappinn til að sjá umsagnir ánægðra viðskiptavina Tripical!