Til Brussel


14.–17. maí 2026



Tilboðið miðast við 50 manns og gildir til 22.09.2025


Höfuðborg Belgíu er þekkt sem aðsetur höfuðstöðva Evrópusambandsins. En hún er svo miklu meira, og miklu skemmtilegri en það skrifræðisbákn gefur til kynna. Brussel er töff og skemmtileg borg, full af lífsgleði og sjarma.

Yfirbragð Brussel er skemmtileg og sérstök blanda af tignarlegum, skrýtnum, hipsteraskotnum og glæsilegum byggingum. Art deco stíll við hliðina á retro steinsteypu, 19. aldar höfðingjasetur hér, Gotham-borgarleg glerháhýsi þar. Miðkjarninn státar svo af Grote Markt, sem af mörgum er talið eitt af fallegustu torgum heims. Það er því ljóst að hér ber margt fyrir forvitin augu. Mikið er um listgallerý af öllu tagi, og stundum er eins og hverri einustu byggingu, stórri og smárri hafi verið umbreytt í sýningarrými. Hvort sem áhuginn liggur í eldri klassískri list, eða því heitasta sem er að gerast í listheiminum, þá finnurðu það hér.

Margir tengja Brussel við bjúrókratíu og þurra Evrópusambandsstjórnsýslu. Staðreyndin er þó allt önnur! Borgin er bæði gullfalleg og stórskemmtileg. Þar ríkir blómstrandi menning, listalífið er fjölskrúðugt og spennandi og úrval fjölbreyttra veitingastaða mikið. Þú þarft að prófa hinar afar djúsí extra steiktu franskar, vöfflurnar klassísku með ísuðum sykri, og cinnamon speculoos sem eru hreinlega syndsamlega góðar. Brussel er einnig heilagur staður í augum bjór-áhangenda, enda miðstöð klausturbjórmenningar Evrópu. Úrvalið af bjór í Brussel er satt að segja ótrúlegt, og bjórkrárnar hver annarri skemmtilegri í stíl og stemmingu.



Hvað er hægt að gera í  Brussel

Bozarbyggingin er víðfræg lista og menningarmiðstöð sem vert er að heimsækja

Galeries Saint Hubert-Sint Hubertusgaleriejen er hvorki meira né minna en fyrsta verslunarmiðstöð heims! Opnaði 1847

Atomium  er bygging/skúlptúr sem þðu þarft að kíkja á!

Hið líflega Grand Markttorg hefur alltaf upp á eitthvað skemmtilegt að bjóða

Planète Chocolat er staðurinn til að fara á til að skoða, smakka og búa til alvöru belgískt súkkulaði!

Delirium Café átti lengi vel heims-met í framboði á bjórtegundum (skv. Heimsmetabók Guiness). 2004 tegundir, allt frá glútenlausum í glerharða


Hvað er innifalið í ferðinni

Flug

Beint flug með Icelandair  til Brussel með  20 kg tösku og handfarangri

Flogið út

Flogið með Icelandair út 14. maí kl. 07:30 og lent í Brussel kl: 12:50


Flogið heim

Heimkoma með Icelandair  17. maí kl. 13:50 Lent í Keflavík kl. 15:15

Gisting

3 nætur á hóteli miðbsæðis í Brussel. Innifalið er morgunverður og wi-fi.

Rútur

Rútur til og frá flugvelli

Fararstjórn

Sé þess óskað - gegn gjaldi

(Kostar 3.200 kr./mann að bæta við, miðast við 50 manns)



Tripical sér um allt úti

Árshátíðarkvöldið

Við erum snillingar í að skipuleggja árshátíðina  úti, bóka sal, velja matinn, skemmtikrafta og búa til ógleymanlegt  kvöld

Hvað er hægt að gera úti?

Við getum boðið upp á dagsferðir úti sem hópurinn velur úr og bókar í gegnum sölukerfi Tripical.

Einnig setjum við upp dagskrá með meðmælum af veitingarstöðum, börum & vinsælum ferðamannastöðum.

Við reddum öllu!

Sérðfræðingar Tripical hafa áratugareynsluí að skipuleggja árshátíðarferðir hópa!


Ferðalottó Tripical

Við viljum magna upp stemninguna fyrir brottför með því að draga út heppin pör/einstaklinga sem fá óvæntan glaðing frá Tripical!


Skemmtitékkinn í boði Tripical

Við viljum gera árshátíðarferðina ógleymanlega! Þess vegna bjóðum við hópnum þínum upp á frítt skemmtiatriði í ferðinni. Hópar sem telja 75 eða fleiri og eru með skipulagða árshátíð á vegum Tripical geta valið sér skemmtikraft hér af síðunni. Viðkomandi skemmtikraftur þarf að vera laus á þeim dagsetningum sem óskað er eftir. 

Hægt er að kynna sér hvaða skemmtiatriði er hægt að fá með í ferðina með að ýta á hnappinn hér fyrir neðan.



Tilboð 1

Hótel

Moxy Brussels City Center

****


Moxy Brussels City Center er staðsett í Brussel, í innan við 1 km fjarlægð frá Egmont-höllinni og býður upp á gistirými með loftkælingu og bar. Meðal aðstöðu á gististaðnum eru veitingastaður, sólarhringsmóttaka og sameiginleg setustofa ásamt því að boðið er upp á ókeypis WiFi hvarvetna á gististaðnum. Gististaðurinn er með viðskiptamiðstöð og farangursgeymslu fyrir gesti.


Hótelið framreiðir léttan morgunverð eða morgunverðarhlaðborð.


Áhugaverðir staðir í nágrenni Moxy Brussels City Center eru meðal annars Coudenberg, Place du Grand Sablon og Avenue Louise. Næsti flugvöllur er flugvöllurinn í Brussel en hann er í 15 km fjarlægð frá gististaðnum.


Hótelið fær heildareinkunn 8,9 og 9,0 fyrir staðsetningu á booking.com


Kvöldverður fyrir hópinn

*hægt er að óska eftir matseðlinum.



129.990 kr.

á mann í tvíbýli

169.990 kr.

á mann í einbýli


Tilboð 2

Hótel

Hotel Park Inn by Radisson Brussels Midi

****

EPark Inn Brussels Midi sameinar nútímaleg herbergi, heilsuræktarstöð og RBG veitingastað bar og grill með kjörinni staðsetningu gegnt lestarstöðinni Bruxelles-Midi. Lestarskýli Eurostar og Thalys er í aðeins 200 metra fjarlægð.


Í öllum herbergjum Park Inn by Radisson Brussels Midi eru flatskjáir með kapalrásum, loftkæling og te/kaffiaðbúnaður. Einnig eru til staðar skrifborð og nútímalegt baðherbergi með baðkari eða sturtu.


Á RBG Bar & Grill geta gestir fengið sér auðkennisgrillrétti á borð við úrvalssteikur og sælkeraborgara sem og staðbundna vinsæla rétti. Einstakt úrval af gini og tónik er í boði sem og staðbundna belgíska bjóra og vel valin vín eru í boði á grænu veröndinni og RBG Bar.


Miðbærinn er í 20 mínútna göngufjarlægð frá hótelinu en þar eru meðal annars miðbæjartorgið Grand-Place de Bruxelles og styttan Manneken Pis. Neðanjarðarlestarstöðin Bruxelles-Midi er í aðeins 100 metra fjarlægð en þaðan er tenging við aðalstaði Brussel.



Hótelið fær heildareinkunn 8,3 og 8,6 fyrir staðsetningu á booking.com


Kvöldverður fyrir hópinn

*hægt er að óska eftir matseðlinum. 




132.990 kr.

á mann í tvíbýli

174.990 kr.

á mann í einbýli


Tilboð 3

Hótel

Novotel Brussels City Centre

****

Novotel er staðsett í aðeins 5 mínútna göngufjarlægð frá hinu þekkta Grand Place og aðeins 200 metrum frá De Brouckère-neðanjarðarlestarstöðinni. Það býður upp á nútímaleg gistirými, heilsulind á staðnum með líkamsræktaraðstöðu og herbergisþjónustu allan sólarhringinn. Ókeypis WiFi er í boði hvarvetna á hótelinu.


Novotel Brussels City Centre er með nútímaleg, rúmgóð herbergi með LCD-sjónvarpi. Önnur þægindi eru skrifborð með vinnuvistfræðilegum stól og te/kaffivél. Sum herbergin eru með baðslopp og inniskóm.


Gestir geta æft á hótelinu og notið góðs af víðtækri aðstöðu á InBalance Novotel heilsulindinni, sem felur í sér innisundlaug, slökunarsvæði og líkamsræktarstöð.


Morgunverðurinn inniheldur úrval af heitum og köldum réttum. GourmetBar brasserie er með stóra útiverönd og býður upp á alþjóðlega matargerð. Barinn býður upp á mikið úrval af erlendum bjórum.


Rue Neuve-verslunargatan er í 5 mínútna göngufjarlægð frá Novotel Brussels City Centre. Manneken Pis styttan er í 10 mínútna göngufjarlægð. Aðallestarstöðin í Brussel er í 850 metra fjarlægð frá hótelinu.



Hótelið fær heildareinkunn 8,2 og 9,2 fyrir staðsetningu á booking.com


Kvöldverður fyrir hópinn

*hægt er að óska eftir matseðlinum. 




139.990 kr.

á mann í tvíbýli

179.990 kr.

á mann í einbýli


Tilboð 4

Hótel

Radisson Collection Grand Place Brussels

*****

Radisson Collection Grand Place Brussels er nýuppgert og státar af flottri, nútímalegri hönnun og býður upp á gistirými í hjarta Brussel. Gististaðurinn er í aðeins 5 mínútna göngufjarlægð frá Grand Place, Rue Neuve-verslunarsvæðinu og aðallestarstöðinni í Brussel. Ókeypis ótakmarkað WiFi er í boði hvarvetna á hótelinu fyrir alla gesti.


Rúmgóðu herbergin eru með fáguðum rúmfötum og mjúku líni sem skapa tilfinningu fyrir æðruleysi og vellíðan. Mikið af aukahlutum í herbergjunum er innifalið og herbergin bjóða upp á útsýni yfir glæsilega atríum hótelsins, borgargötur eða rólega nærliggjandi húsgarðinn.


Stórt morgunverðarhlaðborð sem og à la carte réttir eru í boði daglega á Radisson Collection Grand Place Brussels. Tveir veitingastaðir hótelsins bjóða þér að prófa bragðlauka nær og fjær. Í stílhreinu umhverfi atríums hótelsins kynnir Atrium Bar þig fyrir einkennandi kokteila, heimabakaðar veitingar, mikið úrval af sterku áfengi, auk snarls og klassískra alþjóðlegra rétta. Veitingastaðurinn Shanghai Kitchen fagnar ósvikinni og fágaðri Shanghai-matargerð.


Gestir geta notið ókeypis aðgangs að líkamsræktarstöðinni. Gististaðurinn býður einnig upp á viðskiptamiðstöð sem heitir Library, úrvals móttökuþjónustu (Clefs d'Or), herbergisþjónustu allan sólarhringinn og 18 endurbætt fundarherbergi.


Hótelið fær heildareinkunn 8,4 og 9,4 fyrir staðsetningu á booking.com


Kvöldverður fyrir hópinn

*hægt er að óska eftir matseðlinum. 




159.990 kr.

á mann í tvíbýli

209.990 kr.

á mann í einbýli


ATH.

Boðið er upp á að velja á milli hótela sem skoða má hér að ofan. Ef einhverra hluta vegna það gerist að hótelið sé ekki í boði finnum við sambærilegt hótel á svipuðum stað.

Endanlegt verð liggur ekki fyrir fyrr en ferð hefur verið ákveðin og hægt er að bóka flug og hótel.


Umsagnir fyrri hópa

Smelltu hér á hnappinn til að sjá umsagnir ánægðra viðskiptavina Tripical!

Skoða umsagnir

Júlía Björgvinsdóttir

Fyrirtækjaferðir

Sími. 519-8900

GSM. 895-9666

Netfang. julia@tripical.com