Til Vilamoura

30. apríl - 03. maí 2026 & 01.-04. maí 2026

Tilboðið miðast við 410 manns á gengi dagsins og gildir til 30.09.2025


Í hjarta hinnar sólríku Algarve-strandar, aðeins um klukkutíma akstur frá Faro, stendur hin glæsilega Vilamoura –  vinsæll og eftirsóttur áfangastaður í Portúgals.

Hér blandast saman fallegar sandstrendur, stórbrotinn lystigarðar fyrir golffólk, líflegt næturlíf og róandi lúxus við sjávarsíðuna.


Vilamoura er þekkt fyrir glæsilega höfn þar sem lúxus snekkjur og líflegt mannlíf skapa einstaka stemningu Þú getur notið þess að rölta meðfram hafnarsvæðinu, sest niður með drykk og horft á sólina setjast yfir Atlantshafið.

Á daginn er hægt að velja á milli afslöppunar á löngum gullnum sandströndum, golfferða á heimsklassa völlum, eða skemmtilegra vatnaævintýra. Á kvöldin tekur svo við hressandi líf með barir, skemmtistaði og hátíðlegu andrúmslofti.


Hvað er hægt að gera í Vilamoura

Ganga um hina fallegu höfn Vilamoura og njóta andrúmsloftsins meðfram snekkjum og lystihúsum

Slaka á á ströndum Falésia og Marina Beach, þekktar fyrir gylltan sand og tærar öldur

Spila á heimsklassa golfvöllum sem Vilamoura er fræg fyrir á alþjóðavísu

Skoða Cerro da Vila rústirnar, fornminjar frá Rómverjum sem sýna sögulegan arf svæðisins

Smakka á hefðbundnum portúgölskum mat og ferskum sjávarréttum á strandveitingahúsum

Njóta næturlífsins við höfnina – þar sem barir, klúbbar og lifandi tónlist skapa suðræna stemningu


Hvað er innifalið í ferðinni

Flug

Beint flug til Faro með leiguflugi

  • innritaður farangur
  • handfarangur


Flogið út

Flogið út frá Keflavík
(tímasetning liggur ekki fyrir)

Áætlaður flugtími 4h 45mín

Flogið heim

Flogið heim frá Faro  til KEF

Flugtími liggur fyrir þegar nær dregur

Áætlaður flugtími 4h 55mín

Gisting

3 nætur á hóteli í Vilamoura.
Innifalið er morgunverður og wi-fi.

Rútur

Rútur til og frá flugvelli,
Aksturstími ca 35 mín - 24 km

Fararstjórn

Tveir skemmtilegir Tripical fararstjórar fylgja frítt með þessum hópi.


Tripical sér um allt úti

Árshátíðarkvöldið

Við erum snillingar í að skipuleggja árshátíðina  úti, bóka sal, velja matinn, skemmtikrafta og búa til ógleymanlegt  kvöld

Hvað er hægt að gera úti?

Við getum boðið upp á dagsferðir úti sem hópurinn velur úr og bókar í gegnum sölukerfi Tripical.

Einnig setjum við upp dagskrá með meðmælum af veitingarstöðum, börum & vinsælum ferðamannastöðum.

Við reddum öllu!

Sérðfræðingar Tripical hafa áratugareynsluí að skipuleggja árshátíðarferðir hópa!


Ferðalottó Tripical

Við viljum magna upp stemninguna fyrir brottför með því að draga út heppin pör/einstaklinga sem fá óvæntan glaðing frá Tripical!


Skemmtitékkinn í boði Tripical

Við viljum gera árshátíðarferðina ógleymanlega! Þess vegna bjóðum við hópnum þínum upp á frítt skemmtiatriði í ferðinni. Hópar sem telja 75 eða fleiri og eru með skipulagða árshátíð á vegum Tripical geta valið sér skemmtikraft hér af síðunni. Viðkomandi skemmtikraftur þarf að vera laus á þeim dagsetningum sem óskað er eftir. 

Hægt er að kynna sér hvaða skemmtiatriði er hægt að fá með í ferðina með að ýta á hnappinn hér fyrir neðan.



Tilboð 1

Hótel

Tivoli Marina Vilamoura

⭐️⭐️⭐️⭐️⭐️

Þetta hótel býður upp á stóra útisundlaug með útsýni yfir Vilamoura-smábátahöfnina á annarri hliðinni og Atlantshafið hinum megin.

Rómversku rústirnar hinum meginn við smábátahöfnina er í 15 mínútna göngufjarlægð.


Margir flottir golfvellir eru á svæðinu og 7 þeirra eru nálægt hótelinu frá 6-27km fjarlægð



Heildareinkunn 8.7, starfsfólk fær 9,1 og 9,6 fyrir staðsetningu á booking.com 


Aksturstími frá flugvelli ca 35mín - 24km


Aðstaða fyrir viðburði

Hægt er að skipuleggja viðburði á hótelinu sjálfu bæði innandyra og utandyra.

Verðdæmi per persónu:

  1. Welcome drink- verð frá 24€ ( 30mín )
  2. Menu Gala - verð frá 95€ ( innfalið, léttir drykkir )
  3. 2 hour open bar - Verð frá 55€
  4. Lakeside Rental fee - 4.500€


Bæklingur í Email með frekari upplýsingum um hótelið


Verðin

264.990 kr.

á mann í tvíbýli

374.990 kr.

á mann í einbýli


ATH.

Boðið er upp á að velja á milli hótela sem skoða má hér að ofan. Ef einhverra hluta vegna það gerist að hótelið sé ekki í boði finnum við sambærilegt hótel á svipuðum stað.

Endanlegt verð liggur ekki fyrir fyrr en ferð hefur verið ákveðin og hægt er að bóka flug og hótel.



Umsagnir fyrri hópa

Smelltu hér á hnappinn til að sjá umsagnir ánægðra viðskiptavina Tripical!

Skoða umsagnir

Arnór Fannar Reynisson

Fyrirtækjaferðir

Sími. 519-8900

Netfang. arnor@tripical.com