
Til Sikiley
30. apríl - 03. maí 2026 & 01.-04. maí 2026
Tilboðið miðast við 410 manns á gengi dagsins og gildir til 20.10.2025
Á Sikiley finnur þú menningarstrauma og stemmingu Miðjarðarhafsins í sinni tærustu mynd. Að maður tali nú ekki um ítölsku mafíuna sem á rætur sínar að rekja til eyjunnar og sveipar hana mystískum blæ.
Sikiley er stærsta eyja Miðjarðarhafsins og liggur við tærnar á Ítalíufætinum. Saga hennar einkennist af mörgum valdhöfum í gegnum tíðina, þar áttu sitt skeið bæði Grikkir og Rómverjar, en einnig Arabar og Normandíbúar. Allir skildu þessir eftir sig áhrif sem finna má víða í fjölbreyttu og skemmtilegu menningarlífi eyjunnar.
Þrátt fyrir stærð hennar, eru borgir og bæir þar litlir, og hver þeirra með sinn sérstaka svip, sína eigin menningu.
Á eyjunni er líka að finna eitt af hæstu eldfjöllum Evrópu, Mount Etna, sem reglulega minnir á sig með gosum, nú síðast í mars 2017.
Sikileyjaskeggjar þykja afar stoltir og halda fast í sínar hefðir og sérkenni. Þótt ítalska sé nú þjóðartungumálið, eiga þeir þeir sitt eigið tungumál, sikileysku, sem haldið er í heiðri og margir sem nota það frekar. Sikileyskan er nokkuð frábrugðin ítölsku, og skyld bæði rómönskum og arabískum málum.
Íbúar eyjunnar þykja nokkuð íhaldssamir og vanafastir, en um leið afar gestrisnir og þar er tekið hlýlega og vel á móti gestum sem leið eiga um.
Hvað er hægt að gera á Sikiley
Hvað er innifalið í ferðinni
Tripical sér um allt úti
Ferðalottó Tripical
Við viljum magna upp stemninguna fyrir brottför með því að draga út heppin pör/einstaklinga sem fá óvæntan glaðing frá Tripical!
Skemmtitékkinn í boði Tripical
Við viljum gera árshátíðarferðina ógleymanlega! Þess vegna bjóðum við hópnum þínum upp á frítt skemmtiatriði í ferðinni. Hópar sem telja 75 eða fleiri og eru með skipulagða árshátíð á vegum Tripical geta valið sér skemmtikraft hér af síðunni. Viðkomandi skemmtikraftur þarf að vera laus á þeim dagsetningum sem óskað er eftir.
Hægt er að kynna sér hvaða skemmtiatriði er hægt að fá með í ferðina með að ýta á hnappinn hér fyrir neðan.
Mangia’s Brucoli
⭐️⭐️⭐️⭐️⭐️
Mangia’s Brucoli er sannkallað paradísarhorn sem leynist handan klettanna við hið myndræna þorp. Dvalarstaðurinn, sem nýtur skjóls í náttúrulegri vog sem verndar fyrir vindi og gerir sjóinn óvenju lygnan, er umvafinn gróskumikilli grænni ösu og hannaður til að bjóða upp á einstök þægindi og sérvalda þjónustu — fyrir alvöru afslappandi og endurnærandi dvöl.
Heildareinkunn
8,5 og
8,5 fyrir staðsetningu á booking.com
228.990 kr.
á mann í tvíbýli
259.990 kr.
á mann í einbýli
Umsagnir fyrri hópa
Smelltu hér á hnappinn til að sjá umsagnir ánægðra viðskiptavina Tripical!












