
Til Svartfjallalands
30. apríl - 03. maí 2026 & 01.-04. maí 2026
Tilboðið miðast við 410 manns á gengi dagsins og gildir til 30.09.2025
Svartfjallaland er hluti af hinum mjög svo fallega Balkanskaga sem liggur við Adría-hafið. Það er kannski ekki stórt, en býr yfir mikilli náttúru-fegurð. Fjallasýn þar er engu lík, strandirnar hreinar og fallegar og sjórinn kristaltær.
Fjöllin í Svartfjallalandi bjóða upp á einstakt útsýni. Þar er líka að finna hið stóra ferskvatns stöðuvatn Skadar, sem Svartfjallaland deilir með nágrönnum sínum Albönum. Margir möguleikar eru fyrir hvers kyns gönguferðir, fuglaskoðunarferðir og fleira. Þá er gaman að heimsækja vinalegt sjávarþorp við ströndina, eins og til dæmis Virpazar. Hægt er að mæla eindregið með að skoða Tara River gljúfrið, með sínum svimandi háu klettaveggjum sem rísa um 1300 metra upp með ánni. Gljúfrið er það næst stærsta í heiminum og er staðsett í Durmitor þjógarðinum, sem er þekktur fyrir önnur tignarleg gljúfur og afar fjölbreytt gróðurfar
Það er nánast ómögulegt að skoða ferðasíður, þar sem Svartfjallaland er ekki nefnt sem eitt af heitustu stöðunum þessi misserin. Og þrátt fyrir að heimsóknum hafi vissulega fjölgað, halda íbúar landsins ró sinni og koma fram við gesti sína fullir einlægri gestrisni og sjarma.
Oft er talað um að við Íslendingar séum heimsmeistarar í hinu og þessu, miðað við höfðatölu. Því hefur jafnvel verið haldið fram að við ættum heimsmet í símaeign. En það er ekki rétt. Heimsmeistarinn í farsímaeign er nefnilega Svartfjallaland! 1,6 sími á hvern íbúa þjóðarinnar.
Hvað er hægt að gera í Budva og nágrenni
Hvað er innifalið í ferðinni
Tripical sér um allt úti
Ferðalottó Tripical
Við viljum magna upp stemninguna fyrir brottför með því að draga út heppin pör/einstaklinga sem fá óvæntan glaðing frá Tripical!
Skemmtitékkinn í boði Tripical
Við viljum gera árshátíðarferðina ógleymanlega! Þess vegna bjóðum við hópnum þínum upp á frítt skemmtiatriði í ferðinni. Hópar sem telja 75 eða fleiri og eru með skipulagða árshátíð á vegum Tripical geta valið sér skemmtikraft hér af síðunni. Viðkomandi skemmtikraftur þarf að vera laus á þeim dagsetningum sem óskað er eftir.
Hægt er að kynna sér hvaða skemmtiatriði er hægt að fá með í ferðina með að ýta á hnappinn hér fyrir neðan.
Tilboð 1
Hótel
Hyatt Regency Kotor Bay Resort býður upp á heilsulind og vellíðunaraðstöðu og strönd.
Herbergin og svíturnar eru með útsýni yfir Kotor-flóa. Sum nútímaþæginda eru meðal annars flatskjásjónvarp. En-suite baðherbergin eru með sérsturtu og lúxus snyrtivörum.
Gestum til ráðstöfunar er veitingastaðurinn Blue, strandveitingastaðurinn Lighthouse og píanósetustofa og kaffibar. Það er líka einkabátahöfn með þremur einkabryggjum.
Næsti flugvöllur er Tivat-flugvöllurinn, í 15 km fjarlægð og hótelið býður upp á flugrútu.
Hótelið fær heildareinkunina
9,0, starfsfólk fær
9,4 og staðsetning
8,9 á booking.com
Aksturstími frá flugvelli ca 30mín - 14 km
Aðstaða fyrir viðburði
Hægt er að skipuleggja viðburði á hótelinu sjálfu bæði innandyra og utandyra.
Verðdæmi per persónu:
- Welcome reception verð frá 20€
- Menu Gala 3 rétts- verð frá 80€ ( innfalið, léttir drykkir )
- 2 hour open bar - Verð frá 35€
- Cocktail bar - Verð frá 20€
- Disco setup (includeds 3h of DJ + standard lights - 3.000€
Verðin
244.990 kr
á mann í tvíbýli
304.990 kr.
á mann í einbýli
ATH.
Boðið er upp á að velja á milli hótela sem skoða má hér að ofan. Ef einhverra hluta vegna það gerist að hótelið sé ekki í boði finnum við sambærilegt hótel á svipuðum stað.
Endanlegt verð liggur ekki fyrir fyrr en ferð hefur verið ákveðin og hægt er að bóka flug og hótel.
Umsagnir fyrri hópa
Smelltu hér á hnappinn til að sjá umsagnir ánægðra viðskiptavina Tripical!