
Til Feneyja
30. apríl - 03. maí 2026 & 01.-04. maí 2026
Tilboðið miðast við 410 manns á gengi dagsins og gildir til 30.09.2025
Það hefur ávallt fylgt Feneyjum viss glæsileiki, elegans og smekkleg-heit. Töfrandi staður með glæsta sögu sem nær allt til tíma Rómarveldisins.
Feneyjar er einn vinsælasti ferðamannastaður landsins. Borgin hefur allt frá tímum Rómverja verið vinsæll dvalarstaður ríkra auðmanna. Á endurreisnartímanum risu þar miklar glæsi-byggingar sem sumar hverjar standa enn og eru opnar almenningi til að skoða, dást að og njóta. Í borginni eru götur sem allar eiga sína sögu og sjarma, þar má finna veitingarstaði og sjoppur sem sveipa umhverfið ævintýralegum blæ. Að sigla um feni borgarinnar er sjónarspil út af fyrir sig.
Glæsihúsin eru mörg, en til dæmis hægt að mæla með heimsókn í Doge´s Palace sem er einstök bygging frá 13.öld sem nú hýsir safn af sígildum og sögufrægum listaverkum. Þá eru stórkostlegar kirkjur ófáar í borginni, sem dæmi má nefna hina mögnuðu Saint Mark's Basilica kirkju. Svo má líka gleyma sér í verslunarferðum eða taka góða slökun á kaffihúsum borgarinnar. Feneyjar dekstrar þig á þann hátt sem þú hefur ekki upplifað áður.
Hvað er hægt að gera í Feneyjum
Hvað er innifalið í ferðinni
Tripical sér um allt úti
Ferðalottó Tripical
Við viljum magna upp stemninguna fyrir brottför með því að draga út heppin pör/einstaklinga sem fá óvæntan glaðing frá Tripical!
Skemmtitékkinn í boði Tripical
Við viljum gera árshátíðarferðina ógleymanlega! Þess vegna bjóðum við hópnum þínum upp á frítt skemmtiatriði í ferðinni. Hópar sem telja 75 eða fleiri og eru með skipulagða árshátíð á vegum Tripical geta valið sér skemmtikraft hér af síðunni. Viðkomandi skemmtikraftur þarf að vera laus á þeim dagsetningum sem óskað er eftir.
Hægt er að kynna sér hvaða skemmtiatriði er hægt að fá með í ferðina með að ýta á hnappinn hér fyrir neðan.
JW Marriott Venice Resort & Spa
⭐️⭐️⭐️⭐️
JW Marriott Venice Resort & Spa er 5 stjörnu dvalarstaður á litlu Isola delle Rose eyjunni í feneyska lóninu og er með heilsulind með útsýni yfir lónið, 3 útisundlaugar og 4 veitingastaði.
Þakveitingastaðurinn sérhæfir sig í feneyskri matargerð og cicchetti, fjölskylduveitingastaðurinn er staðsettur við eina af sundlaugunum. Það eru líka 3 barir á staðnum.
Á staðnum munu gestir einnig finna kirkju, ólífulundir og hjólreiðastíga.
Ókeypis skutlubátur er í boði og kemur gestum að einkabryggju nálægt Markúsartorginu á 15 mínútum.
Hótelið fær
8.8 í heildareinkunn, starfsfólk fær
9,2
og staðsetning fær
9,1 á booking.com
Verðin
339.990 kr.
á mann í tvíbýli
494.990 kr.
á mann í einbýli
ATH.
Boðið er upp á að velja á milli hótela sem skoða má hér að ofan. Ef einhverra hluta vegna það gerist að hótelið sé ekki í boði finnum við sambærilegt hótel á svipuðum stað.
Endanlegt verð liggur ekki fyrir fyrr en ferð hefur verið ákveðin og hægt er að bóka flug og hótel.
Umsagnir fyrri hópa
Smelltu hér á hnappinn til að sjá umsagnir ánægðra viðskiptavina Tripical!