Til Costa Navarino

30. apríl - 03. maí 2026 & 01.-04. maí 2026

Tilboðið miðast við 410 manns á gengi dagsins og gildir til 20.10.2025


Costa Navarino á Pelóponnesos skaganum er náttúrulúxus í hæsta gæðaflokki: silkimjúkar strendur, ilmandi olívulundir og blár sjóndeildarhringur þar sem fimmstjörnu hótel, fjórir frábærir golfvellir, heilsulindir og matargerð í fremstu röð renna saman við lifandi gríska menningu.



Dagar líða í góðum takti—morgunkaffi á verönd með sjávarútsýni, hringur á vellinum eða útivist í tærum víkum: kajak, stand-up paddle, snorkl og köfun. Á landi bíða fjallahjólaleiðir um olívulundir, jóga við sjóinn og spa-meðferðir sem endurhlaða líkama og hug.

Kvöldin eru uppskeran: „farm-to-table“ matargerð, vín- og ólífuolíusmökkun frá nágrenninu og kokteilar í rökkrinu á Navarino Agora þar sem götulíf, verslanir og viðburðir skapa afslappaða stemningu.

Menningarperlur eru innan seilingar—Palace of Nestor, Ancient Messene, Pýlos og stórbrotin kastalaminni í Methoni og Koroni—auk göngutúra um Voidokilia og Gialova-lífríkið. Hvort sem markmiðið er ró, vellíðan og náttúrutenging eða ævintýri og glæsilegur viðburður, þá býður Costa Navarino upp á vandaða sviðsmynd og þjónustu sem smellur.


Hvað er hægt að gera á Costa Navarino


Skelltu þér á Voidokilia ströndina—hringlaga himnaríki með silkimjúkum sandi og kristaltæru sjó!

Skoðaðu Methoni-kastalann — feneysk kastalaperla við sjóinn

Prófaðu snorkl – kristaltært Jónahaf og litríkt lífríki bíður þín!

Slakaðu í sandinum—sól, sjór og zero stress!

Tékkaðu þig inn á einn af 4 snilldarvöllum—boom, driver, sól og bros!

Gakktu um hirðhöll Nestors – saga í hverjum steini.


Hvað er innifalið í ferðinni

Flug

Beint flug til Kalamata með leiguflugi

  • innritaður farangur
  • handfarangur


Flogið út

Flogið út frá Keflavík
(tímasetning liggur ekki fyrir)

Áætlaður flugtími 4h 45mín

Flogið heim

Flogið heim frá Kalamata
(tímasetning liggur ekki fyrir)

Áætlaður flugtími 4h 45mín

Gisting

3 nætur á hótel Romanos og Westin Bæði hótelin eru hluti af Marriott keðjunni og liggja hlið við hlið.
Innifalið er morgunverður og wi-fi.

Rútur

Rútur til og frá flugvelli.
Aksturstími ca 50 mín - 45km

Fararstjórn

Þrír skemmtilegir Tripical fararstjórar fylgja frítt með þessum hópi.


Tripical sér um allt úti

Árshátíðarkvöldið

Við erum snillingar í að skipuleggja árshátíðina  úti, bóka sal, velja matinn, skemmtikrafta og búa til ógleymanlegt  kvöld

Hvað er hægt að gera úti?

Við getum boðið upp á dagsferðir úti sem hópurinn velur úr og bókar í gegnum sölukerfi Tripical.

Einnig setjum við upp dagskrá með meðmælum af veitingarstöðum, börum & vinsælum ferðamannastöðum.

Við reddum öllu!

Sérðfræðingar Tripical hafa áratugareynsluí að skipuleggja árshátíðarferðir hópa!


Ferðalottó Tripical

Við viljum magna upp stemninguna fyrir brottför með því að draga út heppin pör/einstaklinga sem fá óvæntan glaðing frá Tripical!


Skemmtitékkinn í boði Tripical

Við viljum gera árshátíðarferðina ógleymanlega! Þess vegna bjóðum við hópnum þínum upp á frítt skemmtiatriði í ferðinni. Hópar sem telja 75 eða fleiri og eru með skipulagða árshátíð á vegum Tripical geta valið sér skemmtikraft hér af síðunni. Viðkomandi skemmtikraftur þarf að vera laus á þeim dagsetningum sem óskað er eftir. 

Hægt er að kynna sér hvaða skemmtiatriði er hægt að fá með í ferðina með að ýta á hnappinn hér fyrir neðan.



The Romanos - a Luxury Collection Resort

⭐️⭐️⭐️⭐️⭐️

Romanos er staðsett við fallega sandströnd í Messiníu og býður upp á tvo golfvelli og líkamsræktarstöð með innisundlaug. Herbergin eru fallega innréttuð og sameina klassískan grískan stíl með nútímalegum þægindum. Hver björt svíta er með eigin einkasundlaug. Morgunverðurinn er ríkulegur og inniheldur staðbundið hunang. Hótelið býður upp á fjölbreytt úrval af veitingastöðum, þar á meðal ítalska, pan-asíska og gríska veitingastaði, Souvlakerie-bás og grískan veitingastað með stórum vínkjallara. Afslappandi barir eru fullkomnir til að slaka á og njóta stórkostlegs útsýnis.


Heildareinkunn 9,5  og 9,5 fyrir staðsetningu á booking.com 

Smella á hér til að sjá myndband

The Westin Resort

⭐️⭐️⭐️⭐️⭐️

Þessi margverðlaunaði lúxusdvalarstaður við strönd Jónahafsins á Grikklandi er fullkominn fyrir minnisstæða árshátíðarferð. Með 14 veitingastöðum og börum, fjórum heimsklassa golfvöllum og Mouratoglou tennismiðstöð er afþreyingin óþrjótandi. Njótið einstakrar aðstöðu, slökunar í Anazoe Spa og kvöldverðar við sólarupprás – allt í glæsilegu og hvetjandi umhverfi.


Heildareinkunn 9,4  og 9,5 fyrir staðsetningu á booking.com 

Smella á hér til að sjá myndband

Aðstaða fyrir viðburði

Hægt er að vera með kvöldverð bæði innan/utandyra


The Great Hall fyrir allt að 1188 manns

Orion fyrir allt að 432 manns

284.990 kr.

á mann í tvíbýli

379.990 kr.

á mann í einbýli


Umsagnir fyrri hópa

Smelltu hér á hnappinn til að sjá umsagnir ánægðra viðskiptavina Tripical!

Skoða umsagnir

Arnór Fannar Reynisson

Fyrirtækjaferðir

Sími. 519-8900

Netfang. arnor@tripical.com