
Til Corfu
30. apríl - 03. maí 2026 & 01.-04. maí 2026
Tilboðið miðast við 410 manns á gengi dagsins og gildir til 20.10.2025
Grikkir kalla hana Kerkyra, en annars er hún þekkt sem Corfu.
Hrífandi eyja sem í áraraðir hefur glatt og skemmt gestum sínum með náttúrutöfrum, glæsiströndum og einstakri upplifun.
Þessi fallega eyja á sér heilmikla sögu, en þar hafa bæði Frakkar, Bretar og Ítalir ráðið ríkjum. Fornar byggingar og minjar standa þar enn, vel varðveittar. Má þar nefna gamla bæinn í Corfu Town sem er á heimsminjaskrá UNESCO, gamla virkið (Palaio Frourio), og nýja virkið (Neo Frourio). Hér er líka margra áratuga hefð fyrir ferðaþjónustu, enda eyjan full af hvers kyns ánægjulegri afþreyingu fyrir alla, og heimamenn þekktir fyrir gestrisni og góða þjónustu. Hér eru fallegar strendur, bæði gylltar sandstrendur og vel hannaðar grjótstrendur í dásamlegu umhverfi, þar sem þú getur valið hvaða skemmtun sem þú óskar þér, hvort sem þú vilt gott tjill eða þeytast um fagurgrænan hafflötinn á risavindsæng, jet-ski eða öðru tryllitæki, eða skoða litskrúðugt lífríkið neðansjávar. Næsti bar
eða veitingastaður eru auðvitað í seilingsfjarlægð. Hér er boðið upp á ljúfenga Miðjarðarhafsrétti, sem blandaðir eru hinum ýmsu menningar- straumum. Þá er næturlífið taktfast og fjörugt og fullt af iðandi skemmtun. Það er ekki að ástæðulausu að Corfu þykir frábær áningastaður fyrir hvers kyns hópaferðir, hvatningaferðir, skólaferðir og ráðstefnur. Sumir láta sér ekki nægja að koma bara einu sinni, ýmsir Ferrari- og fornbílaklúbbar hittast til að mynda þar með reglulegu millibili. Alls kyns skemmtiferðir eru í boði, heimsóknir í ólífugarða, á vínekrur, í bjórframleiðslur, jeppasafarí eða aðrar náttúru-skoðunarferðir. Svo geturðu líka bara farið þínar eigin leiðir og notið þeirrar fegurðar og lífsins gæða sem þessi yndiseyja býður upp á.
Hvað er hægt að gera á Corfu
Hvað er innifalið í ferðinni
Tripical sér um allt úti
Ferðalottó Tripical
Við viljum magna upp stemninguna fyrir brottför með því að draga út heppin pör/einstaklinga sem fá óvæntan glaðing frá Tripical!
Skemmtitékkinn í boði Tripical
Við viljum gera árshátíðarferðina ógleymanlega! Þess vegna bjóðum við hópnum þínum upp á frítt skemmtiatriði í ferðinni. Hópar sem telja 75 eða fleiri og eru með skipulagða árshátíð á vegum Tripical geta valið sér skemmtikraft hér af síðunni. Viðkomandi skemmtikraftur þarf að vera laus á þeim dagsetningum sem óskað er eftir.
Hægt er að kynna sér hvaða skemmtiatriði er hægt að fá með í ferðina með að ýta á hnappinn hér fyrir neðan.
Alkyna Lifestyle Beach Resort
-all inclusive-
⭐️⭐️⭐️⭐️⭐️
Alkyna Lifestyle Beach Resort - Adults Only er staðsett í Agios Gordios, 11 km frá Achilleion-höllinni.
Alkyna Lifestyle Beach Resort - Adults Only býður upp á sólarverönd.
Pontikonisi er 14 km frá hótelinu og Panagia Vlahernon kirkjan er 15 km frá gististaðnum. Corfu-alþjóðaflugvöllurinn er í 18 km fjarlægð.
Heildareinkunn
8,4 og
8,5 fyrir staðsetningu á booking.com
Aksturstími frá flugvelli ca 30mín / 18km
269.990 kr.
á mann í tvíbýli
309.990 kr.
á mann í einbýli
Grecotel-LUXME Costa Botanica
-all inclusive-
⭐️⭐️⭐️⭐️⭐️
Lúxus 5 stjörnu, all inclusive. opnar heim endalausra valkosta á töfrandi stað við vatnið. Hágæða matar- og drykkjarúrval sem hægt er að njóta yfir daginn, þar á meðal íburðarmikill morgun-, hádegis- og kvöldverður, à la carte veitingastöðum, dýrindis snarl á áætluðum tímabilum, Patisserie-Chocolaterie og Creperie-Gelateria staðir, ótakmarkaður drykkur frá kl. mikið úrval úrvalsmerkja, völdum vínmerkjum, hressandi kokteilum og hollum safi. Gestir njóta sundlaugar- og strandþjónustu, auk skemmtilegrar líkamsræktar- og vellíðunarstarfsemi. Fjölskyldur nýta sér ótrúlegan vatnagarð með ókeypis ótakmarkaðan aðgang.
Heildareinkunn
8,4 og
8,5 fyrir staðsetningu á booking.com
Aksturstími frá flugvelli ca 60mín / 40km
Hvað er innifalið í All Inclusive?
- Corfu: Botanica Fine Dining – smakkseðlar, vínpörun, „farm-to-table“.
- Asiana – lifandi eldamennska og ferskt sushi á Piazza Popolare.
- Mediterranean Restaurant – Miðjarðarhafs hlaðborð, „live cooking“, dagleg þemu.
- Tavernaki – hefðbundin grísk matargerð, afslöppuð stemning.
- Cava Bottega – hundruð vína með sommelier; innifalið í LUXME Concept.
- Nonna’s – trattoria við sundlaugina; pizzur, pasta og snarl.
- Bar Centrale – vín, premium-drykkir, kokteilar og safar.
- Lobby Bar – huggulegt rými, vandlega unnir kokteilar.
- Beach Bar – afslappað strandstemmning fyrir alla fjölskylduna.
239.990 kr.
á mann í tvíbýli
264.990 kr.
á mann í einbýli
Aðstaða fyrir viðburði
Hægt er að vera með kvöldverð bæði innan/utandyra
Danilia Village
Matseðill - Verð frá 95€
ca.30 mín frá Alkyna
ca.45 mín frá Grecotel
Danilia Village er sjarmerandi „þorp“ í einkaeigu — fullkomið fyrir hópa sem vilja ósvikna gríska stemningu. Borðaðu undir stjörnunum á torginu eða veldu hlýlegt innirými fyrir gala-kvöldverð, tónlist og dans. Einstakt umhverfi, frábær þjónusta og sveigjanleg uppsetning fyrir bæði minni og stærri viðburði.
Þar voru m.a. teknar upp James Bond-myndin „For Your Eyes Only“ og ITV-þáttaröðin „The Durrells“.
Umsagnir fyrri hópa
Smelltu hér á hnappinn til að sjá umsagnir ánægðra viðskiptavina Tripical!
















