Til Andalúsía

30. apríl - 03. maí 2026 & 01.-04. maí 2026

Tilboðið miðast við 410 manns á gengi dagsins og gildir til 20.20.2025


Andalúsía – hjarta suður-Spánar, þar sem sól, siesta og sjarminn lifa í fullum krafti!

Andalúsía er eitt litríkasta og fjölbreyttasta svæði Spánar. Hér hafa mismunandi menningarheimar mótað söguna – frá Rómverjum til Mára – og það sést á glæsilegum höllum, dómkirkjum og virkisborgum sem prýða borgir eins og Sevilla, Granada og Córdoba. Á götuhornum hljómar flamenco, og lífið gengur í takt við sólina og söguna.

Upplifðu einstaka blöndu af menningu, mat, tónlist og fallegri náttúru. Hér sameinast hvítþvegnir smábæir, flamenco-taktur og ilmur af appelsínublómum í loftinu.Hvort sem þú vilt rölta um þröngar steinlagðar götur í hvítum þorpum, liggja við strandlengjuna á Costa del Sol eða njóta tapas og vín í kvöldsólinni, þá býður Andalúsía upp á allt sem gerir ferðina ógleymanlega. Þetta er staður fyrir sólina, söguna og sálina.


Hvað er hægt að gera í Andalúsíu

Skoða Alhambra-höllina í Granada

Ganga um litríkar götur í Sevilla

Njóta afslöppunar á fallegum ströndum

Upplifa flamenco-tónlist og dans

Smakka á gómsætu tapas og spænskum vínum

Heimsækja hvítu þorpin í Sierra Nevada fjöllunum


Hvað er innifalið í ferðinni

Flug

Beint flug til Jerez de la Frontera með leiguflugi

  • innritaður farangur
  • handfarangur

Flogið út

Flogið út frá Keflavík
(tímasetning liggur ekki fyrir)

Áætlaður flugtími 5h 15mín


Flogið heim

Flogið heim frá Jerez  til KEF

(tímasetning liggur ekki fyrir)

Áætlaður flugtími 5h 20mín

Gisting

3 nætur á hóteli í Andalúsíu
Innifalið er morgunverður og wi-fi.

Rútur

Rútur til og frá flugvelli.
Aksturstími ca 50 mín - 62km

Fararstjórn

Þrír skemmtilegir Tripical fararstjórar fylgja frítt með þessum hópi.


Tripical sér um allt úti

Árshátíðarkvöldið

Við erum snillingar í að skipuleggja árshátíðina  úti, bóka sal, velja matinn, skemmtikrafta og búa til ógleymanlegt  kvöld

Hvað er hægt að gera úti?

Við getum boðið upp á dagsferðir úti sem hópurinn velur úr og bókar í gegnum sölukerfi Tripical.

Einnig setjum við upp dagskrá með meðmælum af veitingarstöðum, börum & vinsælum ferðamannastöðum.

Við reddum öllu!

Sérðfræðingar Tripical hafa áratugareynsluí að skipuleggja árshátíðarferðir hópa!


Ferðalottó Tripical

Við viljum magna upp stemninguna fyrir brottför með því að draga út heppin pör/einstaklinga sem fá óvæntan glaðing frá Tripical!


Skemmtitékkinn í boði Tripical

Við viljum gera árshátíðarferðina ógleymanlega! Þess vegna bjóðum við hópnum þínum upp á frítt skemmtiatriði í ferðinni. Hópar sem telja 75 eða fleiri og eru með skipulagða árshátíð á vegum Tripical geta valið sér skemmtikraft hér af síðunni. Viðkomandi skemmtikraftur þarf að vera laus á þeim dagsetningum sem óskað er eftir. 

Hægt er að kynna sér hvaða skemmtiatriði er hægt að fá með í ferðina með að ýta á hnappinn hér fyrir neðan.



Hipotels Barrosa Park

⭐️⭐️⭐️⭐️

Hotel Barrosa Park er staðsett á La Barrosa ströndinni í Novo Sancti Petri Á staðnum er heilsulind, inni- og útisundlaugar og veitingastaður.


Heilsulindin á Barrosa Park er með gufubaði, heitum potti og tyrkneskum böðum. Þar eru einnig tennisvellir og Novo Sancti Petri Golfvöllurinn er við hliðina á hótelinu.


Miðbæ Novo Sancti Petri er í um 10 mínútna göngufæri.
Chiclana de la Frontera er í 10 km fjarlægð.
Cádiz er í 40 mínútna akstursfæri.


Hótelið fær 9,3 í heildareinkunn, starfsfólk fær 9,5  og staðsetning fær 9,5 á booking.com


Aksturstími frá flugvelli ca 50mín - 62km


Aðstaða fyrir viðburði

Hægt er að vera með kvöldverð bæði innan- og utandyra

fyrir allt að 500 manns.


  • Fordrykkur - Verð frá xx€
  • 3ja rétta matseðill - Verð frá 140
  • Opinn bar í 1 klst - Verð frá xx€


Verðin

209.990 kr.

á mann í tvíbýli

239.990 kr.

á mann í einbýli


Umsagnir fyrri hópa

Smelltu hér á hnappinn til að sjá umsagnir ánægðra viðskiptavina Tripical!

Skoða umsagnir

Arnór Fannar Reynisson

Fyrirtækjaferðir

Sími. 519-8900

Netfang. arnor@tripical.com