
Til Malaga
29.júlí - 05. ágúst 2026
Tilboðið miðast við 11 manns á gengi dagsins og gildir til 23.9.2025
Málaga er hjarta Andalúsíu við Miðjarðarhafið: hlý og litrík borg þar sem maúrísk saga og nútímaleg sköpun mætast.
Komdu með í sólina til Málaga – lífleg borg á suðurströnd Spánar sem býður upp á blöndu af menningu, ströndum og góðu næturlífi. Fullkomið frí fyrir þá sem vilja njóta góðs matar, strandlífs og skemmtilegra göngutúra í hlýju andrúmslofti.
Hér sameinast breiðar strendur, fallegar göngugötur, listalíf og frábær veitingamenning. Perfekt fyrir hópa sem vilja blanda afslöppun á playa og skemmtilegt borgarlíf – með sólina sem tryggan félaga.
Hvað er hægt að gera á Malaga
Hvað er innifalið í ferðinni
Tripical sér um allt úti
Ferðalottó Tripical
Við viljum magna upp stemninguna fyrir brottför með því að draga út heppin pör/einstaklinga sem fá óvæntan glaðing frá Tripical!
Skemmtitékkinn í boði Tripical
Við viljum gera árshátíðarferðina ógleymanlega! Þess vegna bjóðum við hópnum þínum upp á frítt skemmtiatriði í ferðinni. Hópar sem telja 75 eða fleiri og eru með skipulagða árshátíð á vegum Tripical geta valið sér skemmtikraft hér af síðunni. Viðkomandi skemmtikraftur þarf að vera laus á þeim dagsetningum sem óskað er eftir.
Hægt er að kynna sér hvaða skemmtiatriði er hægt að fá með í ferðina með að ýta á hnappinn hér fyrir neðan.
Tilboð 1
Hótel
AC Hotel Málaga Palacio by Marriott
⭐️⭐️⭐️⭐️
AC Hotel by Marriott Málaga Palacio er staðsett á milli dómkirkju Málaga og Paseo del Parque en það er með þaksundlaug og útsýni yfir höfn Málaga. Það er með líkamsrækt og herbergi með flatskjá.
Veitingastaður hótelsins býður upp á morgunverðarhlaðborð og úrval af spænskri matargerð. Matsalurinn er stílhreinn og býður upp á víðáttumikið sjávar- og garðútsýni. Glútenlausir matseðlar eru einnig í boði að fyrirfram beiðni.
Gestir geta fengið sér drykk eða snarl á AC Lounge eða á Bar Ático sem er staðsettur á veröndinni á 15. hæð.
Fræga Picasso-safnið er í 700 metra fjarlægð frá hótelinu og La Alcazaba-kastali er í 5 mínútna göngufjarlægð. Málaga-lestarstöðin er í 2 km fjarlægð frá hótelinu.
Heildareinkun 9,0 , starfsfólk 9,4 og staðsetining 9,8 á booking.com
Verðin
289.990 kr.
á mann í tvíbýli
467.990 kr.
á mann í einbýli
Tilboð 2
Hótel
Sol Torremolinos - Don Pablo
⭐️⭐️⭐️⭐️
Sol Torremolinos - Don Pedro er staðsett í um 200 metra fjarlægð frá Bajondillo-ströndinni og býður upp á 3 útisundlaugar Herbergin eru með útsýni yfir sundlaugina, garðana og borgina.
Herbergin á Sol Torremolinos - Don Pedro eru rúmgóð og eru með loftkælingu, sérbaðherbergi og gervihnattasjónvarpi. Hjónaherbergi eru með svölum.
Don Pedro er staðsett á Sol Torremolinos Resort, sem er hluti af Complejo Sol Torremolinos. Það er með hlaðborðsveitingastað og aðgang að fleiri börum og veitingastöðum á nágrannahótelunum. Gestir geta nýtt sér fleiri sundlaugar, líkamsræktarstöð, heilsulind og afþreyingu.
Sol Torremolinos - Don Pedro er í 15 mínútna göngufjarlægð frá miðbæ Torremolinos og gestir hafa greiðan aðgang að ströndinni og vatnaíþróttum. Það eru margir golfvellir á svæðinu, þar á meðal Parador Málaga Golf sem er í tæplega 4 km fjarlægð.
Heildareinkunn 8.2, starfsfólk fær 8,9 og staðsetning 9,6 á booking.com
.
Verðin
265.990 kr.
á mann í tvíbýli
399.990 kr.
á mann í einbýli
Tilboð 3
Hótel
Gran Hotel Miramar GL
⭐️⭐️⭐️⭐️⭐️
Gran Hotel Miramar er lúxushótel í skráðri byggingu frá 20. öld, en hótelið er staðsett í Malaga, í aðeins 10 metra fjarlægð frá La Malagueta-ströndinni. Þetta hótel við sjávarsíðuna er með heilsulind og sundlaug sem er opin hluta af árinu.
Herbergin á hótelinu eru glæsileg og eru með útsýni yfir ströndina, garðinn eða borgina. Þau eru einnig með loftkælingu, flatskjá með gervihnattarásum og afþreyingarsafn, Bluetooth-hljóðkerfi, USB- og HDMI-tengi. Öll herbergin eru með sérbaðherbergi með baðkari, spegli með hitastigi og klukku og Bulgari-snyrtivörur.
Veitingastaðurinn Príncipe de Asturias er á hótelinu og býður upp á alþjóðlega matargerð með ívafi frá Miðjarðarhafinu, auk þess sem þar er afslappaður snarlbar. Á þakinu er að finna slökunarverönd þar sem gestir geta notið drykkja og glæsilegs sjávarútsýnis.
Morgunverðurinn er borinn fram á sundlaugarhæðinni og samanstendur af fjölbreyttu hlaðborði með ýmiss konar ávöxtum, áleggi og ostum, sætabrauði og opnu eldhúsi þar sem pantanir eru afgreiddar.
Alcazaba er í 700 metra fjarlægð frá Gran Hotel Miramar og miðbærinn er í 10 mínútna göngufjarlægð. Næsti flugvöllur er flugvöllurinn í Málaga, en hann er í 9 km fjarlægð.
Heildareinkun 9,2 , starfsfólk 9,4 og staðsetining 9,4 á booking.com
Verðin
339.990 kr.
519.990 kr. með sjávarútsýni
á mann í tvíbýli
597.990 kr.
949.990 kr. með sjávarútsýni
á mann í einbýli
ATH.
Boðið er upp á að velja á milli hótela sem skoða má hér að ofan. Ef einhverra hluta vegna það gerist að hótelið sé ekki í boði finnum við sambærilegt hótel á svipuðum stað.
Endanlegt verð liggur ekki fyrir fyrr en ferð hefur verið ákveðin og hægt er að bóka flug og hótel.
Umsagnir fyrri hópa
Smelltu hér á hnappinn til að sjá umsagnir ánægðra viðskiptavina Tripical!