Til Lissabon

27.-30. ágúst  2026


Hvítar kalksteina- byggingar setja svip sinn á borgina, ásamt litlum göngugötum og húsasundum, iðandi mannlífi og elskulegu viðmóti gestgjafanna. Það er gott að vera í Lissabon, sem er að verða einn af vinsælustu áfanga-stöðum í Evrópu. 

Lissabon er ein af elstu borgum heims, og þar má finna menjar allt frá 2. öld fyrir Krist, auk þess sem byggingar frá hinum ýmsu tímaskeiðum í sögu og stíl prýða borgina. 

Í dag blómstrar Lissabon sem aldrei fyrr. Hún er ekki einungis falleg, hún er sannkölluð heimsborg, sem lætur til sín taka á flestum sviðum, hvort sem er í viðskiptum, menningu og listum, nútímatækni eða ferðaiðnaði. Um leið er hún aðallífæð Portúgals, héðan er landinu stjórnað og hér er t.d. miðstöð allra helstu samgangna sem teygja si g vítt og breitt um landið. 

Í Lissabon er af nægu að taka, og allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi, hvort sem áhuginn snýr að sögulegu efni eða lífsins nautnum, góðum mat, skemmtun og almennri gleði. 

 

Lissabon er ein af elstu borgum heims, og þar má finna menjar allt frá 2. öld fyrir Krist, auk þess sem byggingar frá hinum ýmsu tímaskeiðum í sögu og stíl prýða borgina. 

Í dag blómstrar Lissabon sem aldrei fyrr. Hún er ekki einungis falleg, hún er sannkölluð heimsborg, sem lætur til sín taka á flestum sviðum, hvort sem er í viðskiptum, menningu og listum, nútímatækni eða ferðaiðnaði. Um leið er hún aðallífæð Portúgals, héðan er landinu stjórnað og hér er t.d. miðstöð allra helstu samgangna sem teygja si g vítt og breitt um landið. 

Í Lissabon er af nægu að taka, og allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi, hvort sem áhuginn snýr að sögulegu efni eða lífsins nautnum, góðum mat, skemmtun og almennri gleði. 

 


Hvað er hægt að gera í Lissabon?

Gönguferð gegnum hið fallega hverfi Alfama og upp að kastala St. Georgs (Castelo de São Jorge). Dágóður spotti en borgar ríkulega til baka. 

Jardim Botânico da Ajuda er einn af elstu skrúðgörðum Evrópu. Afar heillandi staður. Taktu teppi og nestiskörfu með þér!

Fáðu þér að borða á LX Factory sem staðsett er í yfirgefnu iðnaðarhverfi en hefur verið umbreytt í mjög hip og kúl veitingastað og menningarsetur.

Dans og djamm finnurðu ansi víða. En risaklúbburinn Lux / Frágil er alveg magnaður skemmtistaður sem vert er að tékka á.



Belém hverfið er eins og sagt er "must see" en þar er að finna mikið af merkilegum minnisvörðum og gömlum byggingum.

Ponte 25 de Abriler systurbrú San Francisco brúar og hönnuð af sama arkitekt árið 1966.


Hvað er innifalið í ferðinni

Flug

Beint áætlunarflug með Icelandair þar sem 1 innrituð 23 kg taska  og 10kg  handfarangur er innifalinn. 

Flogið út

Flogið með Icelandair fimmtudagin 27. ágúst  kl. 16:00
Lent í Lissabon klukkan 21:20 að staðartíma

Flogið heim

Flogið er frá Lissabon sunnudaginn 30. ágúst kl. 22:20, maí.
Lent í Keflavík klukkan 01:50 +1 að staðartíma.

Gisting

3 nætur á 3-4 stjörnu hóteli. Innifalið er morgunverður, wi-fi og citytax.

Rútur

Rútuferðir til og frá flugvelli, aksturstími 30 mín.

Fararstjórn

Sé þess óskað - gegn gjaldi

(Kostar 12.900 kr./mann að bæta við, miðast við 30 manns)



Tripical sér um allt úti

Árshátíðarkvöldið

Við erum snillingar í að skipuleggja árshátíðina  úti, bóka sal, velja matinn, skemmtikrafta og búa til ógleymanlegt  kvöld

Hvað er hægt að gera úti?

Við getum boðið upp á dagsferðir úti sem hópurinn velur úr og bókar í gegnum sölukerfi Tripical.

Einnig setjum við upp dagskrá með meðmælum af veitingarstöðum, börum & vinsælum ferðamannastöðum.

Við reddum öllu!

Sérðfræðingar Tripical hafa áratugareynsluí að skipuleggja árshátíðarferðir hópa!


Ferðalottó Tripical

Við viljum magna upp stemninguna fyrir brottför með því að draga út heppin pör/einstaklinga sem fá óvæntan glaðing frá Tripical!


Skemmtitékkinn í boði Tripical

Við viljum gera árshátíðarferðina ógleymanlega! Þess vegna bjóðum við hópnum þínum upp á frítt skemmtiatriði í ferðinni. Hópar sem telja 75 eða fleiri og eru með skipulagða árshátíð á vegum Tripical geta valið sér skemmtikraft hér af síðunni. Viðkomandi skemmtikraftur þarf að vera laus á þeim dagsetningum sem óskað er eftir. 

Hægt er að kynna sér hvaða skemmtiatriði er hægt að fá með í ferðina með að ýta á hnappinn hér fyrir neðan.



Tilboð 1

Hótel

SANA Malhoa Hotel

****

SANA Malhoa Hotel er á frábærum stað, á milli viðskiptahverfisins og sumra af þekktustu kennileitum Lissabon, og býður upp á hinn fullkomna valkost fyrir alla ferðamenn, í viðskiptum eða tómstundum. Praça de Espanha-neðanjarðarlestarstöðin, El Cortes Inglês-verslunarmiðstöðin og Calouste Gulbenkian-safnið eru í aðeins 5 mínútna göngufjarlægð.


Öll herbergin og svíturnar eru innréttuð og hönnuð í nútímalegum stíl til að tryggja þægindi og vellíðan, með ókeypis Wi-Fi aðgangi meðal annars. Samskiptaherbergi eru í boði fyrir fjölskyldur sé þess óskað.


Nýi Mediterrâneo veitingastaðurinn með hitabeltis-nýlendustemningu og náttúrulegri lýsingu býður upp á yndislegt morgunverðarhlaðborð, hádegismat og kvöldmat. Einnig er boðið upp á herbergisþjónustu allan sólarhringinn. Barin er með yfirbyggða verönd með náttúrulegum hangandi garði en þar er tilvalið rými til að vinna eða einfaldlega slaka á, nýta sér snarl matseðilinn, með klassískum og töff kokteilum


Fyrir eða eftir annasaman dag er gestum boðið í sæluferð á SAYANNA WELLNESS & SPA - með 3 meðferðarherbergjum, slökunarherbergi, gufubaði, eimbað, nuddpotti og fullbúnu líkamsræktarherbergi.


SANA Malhoa Hotel er í innan við 5 mínútna göngufjarlægð frá Praça de Espanha-neðanjarðarlestarstöðinni. Það er innan við 15 mínútna akstursfjarlægð frá flugvellinum í Lissabon.


Hótelið fær heildareinkunina 8,8 og 8,3 fyrir staðsetningu á booking.com.

Verðin

144.990 kr.

á mann í tvíbýli

179.990 kr.

á mann í einbýli

Ath. Ofannefnt verð er eingöngu gefið upp til viðmiðunar, raunverulegt verð verður ákveðið og tilkynnt við staðfestingu á áfangastað.


Tilboð 3

Hótel

 HF Fenix Lisboa

****

Hótelið er staðsett miðlæga í Marquês de Pombal og býður upp á herbergi með hljóðeinangrun, flatskjá og fallegu útsýni yfir borgina. Gististaðurinn er aðeins 10 metrum frá neðanjarðarlestarstöð og býður upp á ókeypis WiFi, bílaleigu og skipulagðar borgaskoðunarferðir.


Veitingastaðurinn Espaço Jardim býður upp á portúgalska og evrópska rétti í morgun-, hádegis og kvöldverð. Á morgnana er boðið upp á kaffi úr Nespresso-vél og hægt er að njóta drykkja eða fordrykkja á veröndinni í garðinum.


HF Fenix Lisboa er í 10 mínútna akstursfjarlægð frá Bairro Alto-skemmtanastöðunum. Það er í innan við 100 metra fjarlægð frá hönnunarverslunum og sögulegum byggingum Avenida da Liberdade. Parque Eduardo VII er hinum megin við götuna frá gististaðnum. Humberto Delgado-alþjóðaflugvöllurinn í Lissabon er í 7,7 km fjarlægð frá hótelinu en þangað er hægt að komast með neðanjarðarlest.


Hótelið fær heildareinkunina 8,6 og 9,4 fyrir staðsetningu. 


Verðin

144.990 kr.

á mann í tvíbýli

197.990 kr.

á mann í einbýli

Ath. Ofannefnt verð er eingöngu gefið upp til viðmiðunar, raunverulegt verð verður ákveðið og tilkynnt við staðfestingu á áfangastað.


Tilboð 3

Hótel

Hotel Marques De Pombal

****

Þetta 4 stjörnu hótel er staðsett við breiðgötuna Avenida da Liberdade og býður upp á sérinnréttuð herbergi með lofthæðarháum málverkum og ókeypis nettengingu. Marques de Pombal-neðanjarðarlestarstöðin er í 20 metra fjarlægð.


Herbergin á Marques De Pombal Hotel eru skreytt með svarthvítum myndum í Lissabon-þema. Í hverju herbergi er að finna flatskjá og iPod-hleðsluvöggu og sum herbergin bjóða upp á útsýni yfir breiðstrætið.


Veitingastaðurinn Blu framreiðir úrval af alþjóðlegum réttum og gestir geta fengið sér drykk eftir matinn á barnum við hliðina. Ríkulegur morgunverður, sem innifelur rúnstykki, ferska ávexti og heita rétti, er framreiddur daglega.


Vel búin líkamsræktarstöð með faglegum leiðbeinendum er í boði á Hotel Marques De Pombal. Gestir geta slakað á í gufubaðinu og tyrkneska baðinu, eða óskað eftir meðferðum á snyrtistofunni.


Rossio er sögulegt svæði sem er í 1,3 km fjarlægð. Hið fallega São Pedro de Alcântara Belvedere er í 1,1 km fjarlægð. Chiado er í innan við 1,7 km fjarlægð. Humberto Delgado-alþjóðaflugvöllurinn í Lissabon er í 8 km fjarlægð og er aðgengilegur með neðanjarðarlest.


Hótelið fær heildareinkunina 8,9 og 9,4 fyrir staðsetningu. 

Verðin

147.990 kr.

á mann í tvíbýli

189.990 kr.

á mann í einbýli

Ath. Ofannefnt verð er eingöngu gefið upp til viðmiðunar, raunverulegt verð verður ákveðið og tilkynnt við staðfestingu á áfangastað.


Tilboðið miðast við 30 manns og gildir til 28.08.2025


Umsagnir fyrri hópa

Smelltu hér á hnappinn til að sjá umsagnir ánægðra viðskiptavina Tripical!

Skoða umsagnir

Arnór Fannar Reynisson

Fyrirtækjaferðir

Sími. 519-8900

GSM. +41783425105

Netfang. arnor@tripical.com