Til Þórshafnar


24-27 sept. (fim-sun) & 25-28 sept (fös-mán)


Tilboðið miðast við 170 manns og gengi dagsins gildir til 01.10.2025


Mystísk náttúruperla í næsta nágrenni. Um 400 km. suð-austan við Ísland liggur lítill eyjaklasi, 18 stærri og minni samliggjandi eyjar, sem á korti líta út eins og kubbar sem eftir á að púsla saman í heilstæða mynd. Færeyjar.


Færeyjar láta kannski lítið fyrir sér fara, en búa sannarlega yfir einskærri náttúrufegurð. Þar er landslag mjög stórbrotið og hlaðið óvenjulegri mystík, sem ljósmyndarar víðs vegar úr heiminum sækja í. Höfuðstaðurinn Þórshöfn er stórskemmtilegur, Færeyingar frábærir gestgjafar, og heimsókn þangað ávísun á óvenjulega og heillandi skemmtun.

Það er auðvelt að fara á milli staða í Færeyjum og þar eru vegir góðir. Göng og brýr tengja saman helstu eyjar og þar sem slíkt er ekki til staðar ganga almenningsferjur mjög reglulega.

Þetta er einstakur staður fyrir útivistarfólk, gönguleiðir má finna þvers og kruss um eyjarnar, sem leiða þig um grösuga firði og dali, og sýna þér falda fossa sem birtast eins og úr skálduðu ævintýri. Hvert sem litið er blasir við ótrúlegt útsýni. Af náttúruperlum eyjanna má nefna Vestmanna fuglabjörgin, Risin og Kellingin sem sjá má frá bænum Tjørnuvík, og eyjuna Mykines, sem er algert undur öll eins og hún leggur sig. Þetta eru þó aðeins örfá dæmi, og erfitt að velja einstaka staði úr fjölbreyttum sjóði. Sjón er sögu ríkari!


 Hvað er hægt að gera í Split

Rölta um gamla bæinn Tinganes með sínum litríku torfhúsum

Upplifa markaðsstemningu á lokal matarmörkuðum

Fara í bátsferð og skoða nærliggjandi firði og eyjar

Smakka ferskan fisk á einum af heimilislegum veitingastöðum

Hlæja sig máttlausan þegar þú lest eða heyri færeyskuna. "Eg eri hungraður sum ein toskur"

Njóta kvöldstundar á líflegum pöbbum eða krám í miðborginni


Hvað er innifalið í ferðinni

Flug

Beint flug með áætlunarflugi Icelandair

  • 20 kg. innritaður farangur
  • 1 x handfarangur



Flogið út

 24 sept. er flogið út á fimmtudegi með Icelandair   frá KEF kl. 10:55  og lent að staðartíma í Vágar kl. 13:45


25 sept. er flogið út á föstudegi, með Icelandair frá KEF kl. 10:55  og lent að staðartíma í Vágar kl. 13:45

Flogið heim

Flogið með Icelandair frá Vágar kl 14:30, sunnudaginn 27. sept. og lent í Keflavík kl 15:25.


Flogið með Icelandair frá Vágar kl 14:30, mánudaginn 28. sept. og lent í Keflavík kl 15:25.

Gisting

3 nætur á hóteli miðsvæðis í Þórshöfn

Innifalið er morgunverður og wi-fi og city tax.

Rútur

Rútuferð frá flugvelli að hóteli. Ca 50 mín.

Fararstjórn

Sé þess óskað - gegn gjaldi.

(Kostar 3.200 kr./mann að bæta við, miðast við 170 manns)



Tripical sér um allt úti

Árshátíðarkvöldið

Við erum snillingar í að skipuleggja árshátíðina úti, bóka sal, velja matinn, skemmtikrafta og búa til ógleymanlegt  kvöld

Hvað er hægt að gera úti?

Við getum boðið upp á dagsferðir úti sem hópurinn velur úr og bókar í gegnum sölukerfi Tripical.

Einnig setjum við upp dagskrá með meðmælum af veitingarstöðum, börum & vinsælum ferðamannastöðum.

Við reddum öllu!

Sérðfræðingar Tripical hafa áratugareynsluí að skipuleggja árshátíðarferðir hópa!


Ferðalottó Tripical

Við viljum magna upp stemninguna fyrir brottför með því að draga út heppin pör/einstaklinga sem fá óvæntan glaðing frá Tripical!


Skemmtitékkinn í boði Tripical

Við viljum gera árshátíðarferðina ógleymanlega! Þess vegna bjóðum við hópnum þínum upp á frítt skemmtiatriði í ferðinni. Hópar sem telja 75 eða fleiri og eru með skipulagða árshátíð á vegum Tripical geta valið sér skemmtikraft hér af síðunni. Viðkomandi skemmtikraftur þarf að vera laus á þeim dagsetningum sem óskað er eftir. 

Hægt er að kynna sér hvaða skemmtiatriði er hægt að fá með í ferðina með að ýta á hnappinn hér fyrir neðan.


Tilboð 1

Hótel

Hilton Garden Inn Faroe Islands

****

Hilton Garden Inn Faroe Islands í Þórshöfn býður upp á 4 stjörnu gistirými með heilsuræktarstöð og bar. Gistirýmið býður upp á herbergisþjónustu, sólarhringsmóttöku og gjaldeyrisskipti fyrir gesti.


Öll herbergin á hótelinu eru með skrifborð. Herbergin eru með öryggishólfi og sum herbergin eru einnig með sjávarútsýni. Öll herbergin á Hilton Garden Inn Faroe Islands eru með flatskjá og ókeypis snyrtivörur.


Gistirýmið býður upp á morgunverðarhlaðborð eða léttan morgunverð. Á Hilton Garden Inn Faroe Islands er veitingastaður sem framreiðir franska, sjávarrétti og staðbundna matargerð. Grænmetisréttir, mjólkurlausir réttir og veganréttir eru einnig í boði gegn beiðni.


Á booking.com fær hótelið 8.6  í heildareinkunn, starfsólk fá 9,0 og staðstening fá 8.2. 



Kvöldverður fyrir hópinn

*hægt er að óska eftir matseðlinum.

134.990 kr.

á mann í tvíbýli

179.990 kr.

á mann í einbýli


Tilboð 2

Hótel

Hotel Brandan

****

Hotel Brandan er staðsett í Þórshöfn, 2,3 km frá Sandagerði-ströndinni og býður upp á gistirými með heilsuræktarstöð, ókeypis einkabílastæði, verönd og veitingastað. Gististaðurinn er með sólarhringsmóttöku, flugrútu, herbergisþjónustu og ókeypis WiFi hvarvetna. Einingarnar eru með flatskjá með gervihnattarásum, minibar, katli, sturtu, ókeypis snyrtivörum og skrifborði. Öll herbergin eru með sérbaðherbergi með hárþurrku og sum eru með fjallaútsýni. Öll herbergin eru með fataskáp. Morgunverðarhlaðborð, à la carte- eða léttur morgunverður er í boði á gististaðnum. Hótelið býður upp á 4-stjörnu gistirými með gufubaði. Hjólreiðar eru vinsælar á svæðinu og á Hotel Brandan er boðið upp á reiðhjóla- og bílaleigu.


Hótelið fær 8,8  í heildareinkunn á booking.com, starfsfólk fær 9.1 og staðsetningin 8,7 



Kvöldverður fyrir hópinn

*hægt er að óska eftir matseðlinum.

129.990 kr.

á mann í tvíbýli

185.990 kr.

á mann í einbýli


Tilboð 3

Hótel

Hotel Føroyar

****

Hotel Føroyar er glæsilegt 4 stjörnu hótel á hæð fyrir ofan Tórshavn með stórkostlegu útsýni yfir borgina og hafið. Hótelið er hannað af Friis & Moltke og innréttað af Philippe Starck og Montana, þar sem náttúra og nútímaleg hönnun mætast. Herbergin eru björt og rúmgóð, með flatskjá, te/kaffiaðstöðu og vönduðu baðherbergi.

Á hótelinu er fyrsta flokks veitingastaður, ný heilsulind og góð aðstaða fyrir hópa og fundi. Gönguleiðir liggja beint frá hótelinu og miðbær Tórshavn er aðeins í örstuttri fjarlægð.

Hotel Føroyar er fullkominn kostur fyrir þá sem vilja njóta náttúrunnar, góðrar þjónustu og nútímalegrar hönnunar á Færeyjum.

Hótelið fær 8,4  í heildareinkunn á booking.com og staðsetningin 8,7 




Kvöldverður fyrir hópinn

*hægt er að óska eftir matseðlinum.

138.990 kr.

á mann í tvíbýli

199.990 kr.

á mann í einbýli


ATH.

Hægt er að velja á milli hótela sem skoða má hér að ofan.

Ef hótelið er uppbókað á þessum tíma, finnum við sambærilegt hótel á svipuðum stað.

Endanlegt verð liggur ekki fyrir, fyrr en tilboð hefur verið staðfest

og hægt er að bóka flug og hótel.


Umsagnir fyrri hópa

Smelltu hér á hnappinn til að sjá umsagnir ánægðra viðskiptavina Tripical!

Skoða umsagnir

Júlía Björgvinsdóttir

Fyrirtækjaferðir

Sími. 519-8900

GSM. 895-9666

Netfang. julia@tripical.com