Til Svartfjallalands

24. - 27. september 2026

Tilboðið miðast við 180 manns/hóp og gengi dagsins gildir til 9.9.2025


Svartfjallaland er hluti af hinum mjög svo fallega Balkanskaga sem liggur við Adría-hafið. Það er kannski ekki stórt, en býr yfir mikilli náttúru-fegurð. Fjallasýn þar er engu lík, strandirnar hreinar og fallegar og sjórinn kristaltær.

Fjöllin í Svartfjallalandi bjóða upp á einstakt útsýni. Þar er líka að finna hið stóra ferskvatns stöðuvatn Skadar, sem Svartfjallaland deilir með nágrönnum sínum Albönum. Margir möguleikar eru fyrir hvers kyns gönguferðir, fuglaskoðunarferðir og fleira. Þá er gaman að heimsækja vinalegt sjávarþorp við ströndina, eins og til dæmis Virpazar. Hægt er að mæla eindregið með að skoða Tara River gljúfrið, með sínum svimandi háu klettaveggjum sem rísa um 1300 metra upp með ánni. Gljúfrið er það næst stærsta í heiminum og er staðsett í Durmitor þjógarðinum, sem er þekktur fyrir önnur tignarleg gljúfur og afar fjölbreytt gróðurfar

Það er nánast ómögulegt að skoða ferðasíður, þar sem Svartfjallaland er ekki nefnt sem eitt af heitustu stöðunum þessi misserin. Og þrátt fyrir að heimsóknum hafi vissulega fjölgað, halda íbúar landsins ró sinni og koma fram við gesti sína fullir einlægri gestrisni og sjarma.

Oft er talað um að við Íslendingar séum heimsmeistarar í hinu og þessu, miðað við höfðatölu. Því hefur jafnvel verið haldið fram að við ættum heimsmet í símaeign. En það er ekki rétt. Heimsmeistarinn í farsímaeign er nefnilega Svartfjallaland! 1,6 sími á hvern íbúa þjóðarinnar.


Hvað er hægt að gera í Budva og nágrenni

Kíktu á ballerínuna, Statua Ballerina sem er niður við strönd


Í gamla bænum eru fjölmargar byggingar sem vert er að skoða að utan og innan.

Margar fallegar gönguleiðir með einstakt útsýni, eins og t.d. borgarmúrinn

Gjeggjað að skreppa í dagsferð til Dubrovnik eða Kotor

Farðu í kayak eða bátsferð

Slakaðu á í sólbaði og fáðu þér einn ískaldann á ströndinni


Hvað er innifalið í ferðinni

Flug

Flug fram og til baka með leiguflugi Tripical 1 innrituð taska 15 kg og 5 kg handfarangur. 

Flogið út

Flugáætlun kemur síðar

Flogið heim

Flugáætlun kemur síðar

Gisting

3 nætur á hóteli miðsvæðis í Budva

Innifalið er morgunverður og wi-fi og city tax.

Rútur

Rútuferðir til og frá flugvelli í Tivat, 25-30 mín

Fararstjórn

Sé þess óskað - gegn gjaldi.

(Kostar 6,900 kr./mann að bæta við, miðast við 180 manns)


Tripical sér um allt úti

Árshátíðarkvöldið

Við erum snillingar í að skipuleggja árshátíðina  úti, bóka sal, velja matinn, skemmtikrafta og búa til ógleymanlegt  kvöld

Hvað er hægt að gera úti?

Við getum boðið upp á dagsferðir úti sem hópurinn velur úr og bókar í gegnum sölukerfi Tripical.

Einnig setjum við upp dagskrá með meðmælum af veitingarstöðum, börum & vinsælum ferðamannastöðum.

Við reddum öllu!

Sérðfræðingar Tripical hafa áratugareynsluí að skipuleggja árshátíðarferðir hópa!


Ferðalottó Tripical

Við viljum magna upp stemninguna fyrir brottför með því að draga út heppin pör/einstaklinga sem fá óvæntan glaðing frá Tripical!


Skemmtitékkinn í boði Tripical

Við viljum gera árshátíðarferðina ógleymanlega! Þess vegna bjóðum við hópnum þínum upp á frítt skemmtiatriði í ferðinni. Hópar sem telja 75 eða fleiri og eru með skipulagða árshátíð á vegum Tripical geta valið sér skemmtikraft hér af síðunni. Viðkomandi skemmtikraftur þarf að vera laus á þeim dagsetningum sem óskað er eftir. 

Hægt er að kynna sér hvaða skemmtiatriði er hægt að fá með í ferðina með að ýta á hnappinn hér fyrir neðan.


Tilboð 1

Hótel

Maestral Resort & Casino, sem var uppgert að fullu árið 2017, er staðsett í rómantískum klettóttum flóa, rétt við hliðina á einkasandströnd, nálægt sjávarþorpinu Pržno og gamla bænum í Budva. Nokkrar sundlaugar, heilsulindarsvæði og nútímalegt spilavíti eru hluti af samstæðunni.


Nútímalega innréttuð, öll herbergin eru loftkæld og eru með sérsvölum, minibar og LCD-gervihnattasjónvarpi. Flest herbergin eru með víðáttumiklu sjávarútsýni. Ókeypis Wi-Fi Internet er í boði ásamt ókeypis einkabílastæði.


Það eru 4 veitingastaðir á staðnum sem framreiða Miðjarðarhafs- og alþjóðlega matargerð með miklu úrvali af heimsfrægum vínum. Fjölmargir barir bjóða upp á hressandi drykki og snarl.


Gestir geta slakað á í heitum pottum, gufubaði og eimbaði. Verðlaunaheilsulindin okkar býður upp á margs konar snyrtimeðferðir og nudd, þar á meðal tælenskt nudd. Köfunarmiðstöð og tennisvellir má finna nálægt Resort & Casino Maestral.


Gestir geta heimsótt Sveti Stefan eða skoðað hið líflega næturlíf Budva með börum, veitingastöðum og útiklúbbum, sem staðsett er í 8 km fjarlægð frá gististaðnum.


Hótelið fær heildareinkunina 9,2 og 9,3 fyrir staðsetningu á booking.com

Kvöldverður fyrir hópinn

*hægt er að óska eftir matseðlinum.

Verðin

 229.990 kr

(15 000 kr fyrir auka nótt)

á mann í tvíbýli

259.990 kr.

(25 000 kr fyrir auka nótt)

á mann í einbýli


Tilboð 2

Hótel

Eurostars Queen of Montenegro er staðsett á hæð með útsýni yfir 2 km langa Becici-strönd, í 4 km fjarlægð frá Budva. Það býður upp á líkamsræktarstöð, heilsulindarsvæði og tvær sundlaugar.


Gestir geta smakkað Miðjarðarhafs- og alþjóðlega sérrétti í glæsilegri móttökusetustofunni, veitingastaðnum við sundlaugina, smakkað ýmsa hlaðborðsrétti á aðalveitingastaðnum með opnu eldhúsi.


Barinn í móttökunni býður upp á víðáttumikla verönd með útsýni yfir Adríahaf og býður upp á breitt úrval af áfengum og óáfengum drykkjum ásamt snarli.


Útisundlaugin er staðsett á rúmgóðri verönd og státar af töfrandi sjávarútsýni.


Hótelið fær heildareinkunn 8,4 og 8,3 fyrir staðsetningu á booking.com 

Kvöldverður fyrir hópinn

*hægt er að óska eftir matseðlinum.

Verðin

 209.990 kr

(15 000 kr fyrir auka nótt)

á mann í tvíbýli

249.990 kr.

(25 000 kr fyrir auka nótt)

á mann í einbýli


ATH.

Boðið er upp á að velja á milli hótela sem skoða má hér að ofan. Ef einhverra hluta vegna það gerist að hótelið sé ekki í boði finnum við sambærilegt hótel á svipuðum stað.

Endanlegt verð liggur ekki fyrir fyrr en ferð hefur verið ákveðin og hægt er að bóka flug og hótel.


Umsagnir fyrri hópa

Smelltu hér á hnappinn til að sjá umsagnir ánægðra viðskiptavina Tripical!

Skoða umsagnir

Arnór Fannar Reynisson

Fyrirtækjaferðir

Sími. 519-8900

Netfang. arnor@tripical.com