Til Belfast

Apríl 2026



Tilboðið miðast við 180 manns og gengi dagsins gildir til 16.9.2025



Belfast (upphaflega Béal Feirste) stendur við mynni árinnar Lagan og dregur nafn sitt af þeirri staðsetningu, þar sem orðið ,,béal“ þýðir munnur og ,,feirste“ er sandbakki. 

Eftir margra áratuga átakasögu, hefur nú lengi ríkt friður í höfuðborg Norður-Íra, Belfast. Í dag iðar borgin af lífi og fjöri, hér er mikið um háskólastúdenta, enda 6 slíkir skólar í Belfast, þar á meðal Queen’s University sem hefur prýtt lista yfir bestu háskóla heims í mörg ár. Hér er úrval af skemmtilegri og áhugaverðri afþreyingu, fullt af frábærum veitingastöðum, flottum pöbbum og skemmtistöðum. Stemmingin er afslöppuð og næs. Belfast er æðislegur staður að heimsækja!

Belfast öðlaðist á sínum tíma heimsathygli í hinum svokölluðu Vandræðum, The Troubles. Átökin stóðu yfir um áratuga skeið, allt frá 1968 til 1998, og segja má að allann þann tíma hafi geysað hatrömm og vægðarlaus borgararstyrjöld, þar sem tókust á mótmælendatrúaðir sambandssinnar, hliðhollir Bretum, og kaþólsk trúaðir íbúar sem sameinast vildu Írlandi. Þegar yfir lauk lágu um 3600 íbúar í valnum, auk tuga þúsunda sem særðust. Ýmsir staðir og söfn gera þessari sögu góð skil. 


Hvað er hægt að gera í  Belfast

Titanic safnið - Eitthvað sem allir verða að skoða

Guiness, þeir eiga sko nóg af honum í Belfast!

St Geroge's Market er áhugaverður markaður

Botanic Gardens - Einn fallegasti grasagaður heims

Ulster safni, merkilegt safn

Bjór-hjólatúr um Belfast og ná þannig að sjá alla borgina með bjór í hendi!


Hvað er innifalið í ferðinni

Flug

Beint flug með leiguflugi Icelandair, innrituð allt að

  • 20kg farangurstaska
  • 10kg í handfarangur

Flogið út

Frá Reykjavíkurflugvelli til Belfast er flogið með leiguflugi  (tímasetning liggur ekki fyrir)

Flogið heim

Flogið er frá Belfast  með leiguflugi á Reykjavíkurflugvöll (tímasetning liggur ekki fyrir)

Gisting

3 nætur hóteli miðsvæðis í Belfast. Innifalið er morgunverður, wi-fi og citytax.

Rútur

Rútuferðir til og frá flugvelli, aksturstími er ca 30 mín.

Fararstjórn

Sé þess óskað - gegn gjaldi (Kostar 5.900 kr./mann að bæta við, miðast við 100 manns)



Tripical sér um allt úti

Árshátíðarkvöldið

Við erum snillingar í að skipuleggja árshátíðina  úti, bóka sal, velja matinn, skemmtikrafta og búa til ógleymanlegt  kvöld

Hvað er hægt að gera úti?

Við getum boðið upp á dagsferðir úti sem hópurinn velur úr og bókar í gegnum sölukerfi Tripical.

Einnig setjum við upp dagskrá með meðmælum af veitingarstöðum, börum & vinsælum ferðamannastöðum.

Við reddum öllu!

Sérðfræðingar Tripical hafa áratugareynsluí að skipuleggja árshátíðarferðir hópa!


Ferðalottó Tripical

Við viljum magna upp stemninguna fyrir brottför með því að draga út heppin pör/einstaklinga sem fá óvæntan glaðing frá Tripical!


Skemmtitékkinn í boði Tripical

Við viljum gera árshátíðarferðina ógleymanlega! Þess vegna bjóðum við hópnum þínum upp á frítt skemmtiatriði í ferðinni. Hópar sem telja 75 eða fleiri og eru með skipulagða árshátíð á vegum Tripical geta valið sér skemmtikraft hér af síðunni. Viðkomandi skemmtikraftur þarf að vera laus á þeim dagsetningum sem óskað er eftir. 

Hægt er að kynna sér hvaða skemmtiatriði er hægt að fá með í ferðina með að ýta á hnappinn hér fyrir neðan.



Tilboð 1

Hótel

 ibis Belfast City Centre

***

Þetta Ibis-hótel er staðsett í miðbæ Belfast og býður upp á nútímaleg herbergi með gervihnattasjónvarpi, í 5 mínútna göngufjarlægð frá næturlífi og börum Belfast.


Öll herbergi hótelsins eru búin flatskjásjónvarpi, Wi Fi aðgangi, te/kaffiaðstöðu og sérbaðherbergi með sturtu.

Herbergin eru einnig með loftkælingu og skrifborði.


Helstu verslanir Belfast eru allar í innan við 10 mínútna göngufjarlægð. Castle Court-verslunarmiðstöðin er í aðeins 2 mínútna göngufjarlægð og Belfast-dómkirkjan er í 10 mínútna göngufjarlægð. Grand Opera House er í 500 metra fjarlægð frá hótelinu.


Hótelið fær heildareinkunn 7,9 og 9,0 fyrir staðsetningu á booking.com


Verðin

179.990 kr.

á mann í tvíbýli

210.990 kr.

á mann í einbýli


Tilboð 2

Hótel

AC Hotel by Marriott

****

Gestir AC Hotel Belfast geta farið fótgangandi að skoða Titanic Belfast, ráðhúsið, Belfast Waterfront, SSE Arena og verslanir Victoria Square


Glæsileg svefnherbergi eru með queen- eða king-size rúmum, Nespresso kaffivél, glerlokuðum tvöföldum sturtum og ókeypis háhraða internetaðgangi og 49 tommu sjónvörp.


Gestir geta einnig notið AC líkamsræktarherbergis og herbergisþjónustu allan sólarhringinn.


Léttur og eldaður morgunverður er borinn fram á hverjum degi.


Veitingahús hótelsins, Novelli at City Quays, ætti að gera flesta spennta, þar sem margra Michelin-stjörnukokkurinn Jean-Christophe Novelli útbýr alskins kræsingar, á meðan sérfróðir barþjónar bjóða upp á staðbundna þekkingu með handverksbjór og kokteila.


Hótelið fær heildareinkunn 8,5 og 9,1 fyrir staðsetningu á booking.com


Verðin

202.990 kr.

á mann í tvíbýli

252.990 kr.

á mann í einbýli


Tilboð 3

Hótel

Leonardo Hotel Belfast

****

Leonardo Hotel Belfast er staðsett við hlið ráðhúss og óperuhúss Belfast. Það státar af rúmgóðum herbergjum með flatskjásjónvarpi, sólarhringsmóttöku og veitingastað sem framreiðir nútímalega matargerð. Wi-Fi er í boði á öllu hótelinu.


Stílhrein svefnherbergin á Leonardo Hotel Belfast eru með Dream rúmum með skörpum hvítum rúmfötum og stóru vinnurými. Rúmgóð baðherbergin státa af heilsulindarsnyrtivörum.


Morgunverðarhlaðborð er í boði, veldu úr morgunkorni, heitum morgunverðarvörum, kökum og hollum morgunverðarvörum til að byrja daginn á réttan hátt.


Nútímalegi veitingastaðurinn býður upp á alþjóðlegan kvöldverðarseðil. Barinn býður upp á hádegismat og snarl ásamt úrvali af kaffi og drykkjum.


Leonardo Hotel Belfast - Fyrrum Jurys Inn býður upp á fatahreinsun og þvottaþjónustu. Almenningsbílastæði eru í boði á 2 öruggum bílastæðum í nágrenninu, með afsláttarverði í boði.


Gestir geta notið þess að versla á Donegall Place, Castlecourt og Victoria Square, allt í innan við 10 mínútna göngufjarlægð. George Best City-flugvöllurinn er í aðeins 4,8 km fjarlægð.


Hótelið fær heildareinkunn 8,2 og 9,4 fyrir staðsetningu á booking.com


Verðin

184.990 kr.

á mann í tvíbýli

218.990 kr.

á mann í einbýli


ATH.

Boðið er upp á að velja á milli hótela sem skoða má hér að ofan. Ef einhverra hluta vegna það gerist að hótelið sé ekki í boði finnum við sambærilegt hótel á svipuðum stað.

Endanlegt verð liggur ekki fyrir fyrr en ferð hefur verið ákveðin og hægt er að bóka flug og hótel.


Umsagnir fyrri hópa

Smelltu hér á hnappinn til að sjá umsagnir ánægðra viðskiptavina Tripical!

Skoða umsagnir

Júlía Björgvinsdóttir

Fyrirtækjaferðir

Sími. 519-8900

GSM. 895-9666

Netfang. julia@tripical.com