Til Utrecht


16-18 apríl 2026 / 60 pax

18-20 apríl 2026 / 60 pax

22-24 apríl 2026 / 60 pax


Tilboðið miðast við 180 manns á gengi dagsins og gildir til 25.9.2025



Utrecht er falleg borg í miðhluta Hollands sem býður upp á fjölbreytta upplifun fyrir ferðamenn. Borgin er þekkt fyrir sína ríku sögu, fallegu síki og einstaka byggingarlist. Hún er ein elsta borg landsins og var stofnuð af Rómverjum árið 47 eftir Krist.

Utrecht er einnig miðstöð menntunar og samgangna, sem gerir hana að aðgengilegum og fjölbreyttum áfangastað. Borgin hýsir stærsta háskóla Hollands, stofnaðan árið 1636, og laðar að sér nemendur og fræðimenn víðsvegar að úr heiminum. Utrecht Centraal er stærsta og fjölfarnasta lestarstöð landsins og tengir borgina við Amsterdam, Rotterdam og jafnvel alþjóðlegar borgir eins og Brussel og París. Að komast til Utrecht frá Schiphol-flugvelli tekur aðeins um 30 mínútur með lest, sem gerir borgina að frábærum valkosti fyrir dagferðir eða lengri dvöl.

Borgin er einstaklega hjólavæn og full af grænum svæðum, menningarviðburðum og fallegum arkitektúr. Utrecht býður upp á fjölmörg söfn, leikhús og tónleikastaði, og dagatal borgarinnar er fullt af hátíðum og viðburðum allt árið. Griftpark og Wilhelminapark eru vinsælir staðir til útivistar, og í nágrenni borgarinnar má finna Utrechtse Heuvelrug þjóðgarðinn sem býður upp á göngu- og hjólaleiðir í fallegri náttúru. Þessi blanda af borgarstemningu og náttúru gerir Utrecht að vel heppnuðum áfangastað fyrir hópa sem vilja upplifa bæði menningu og afslöppun.


 Hvað er hægt að gera í Utrecht

Klifra upp Domturninn – hæsti kirkjuturn Hollands með stórkostlegu útsýni yfir borgina.

Skoða Centraal Museum – safn sem sýnir list, hönnun og sögu borgarinnar.

Sigla um síkin – taka bátsferð eða leigja kanó og njóta rólegra andrúmsloftsins.

Heimsækja Rietveld Schröder-húsið – UNESCO-verndað meistaraverk í De Stijl stíl.

Kíkja í Miffy safnið – tileinkað hinni heimsfrægu kanínu sem fæddist í Utrecht.

Skoða Kasteel de Haar – stærsta kastala Hollands með glæsilegum görðum og sögu.


Hvað er innifalið í ferðinni

Flug

Beint flug með áætlunarflugi Icelandair

  • 20kg innritaður farangur
  • 5kg handfarangur

Flogið út

Brottför 1 Icelandair 60 sæti:

Frá Keflavík miðvikudaginn 16. apríl kl. 07:30, lent kl. 13:00 í Amsterdam


Brottför 2 Icelandair 60 sæti:

Frá Keflavík laugardaginn 18. apríl kl. 07:40, lent kl. 13:00 í Amsterdam


Brottför 3 Icelandair 60 sæti:

Frá Keflavík föstudaginn 22. apríl kl. 07:40, lent kl. 13:00 í Amsterdam



Flogið heim

Heimför 1 Icelandair 60 sæti:

Frá Amsterdam föstudaginn 18. apríl kl.17:20 og lent á Keflavík kl 18:35.


Heimför 2 Icelandair 60 sæti:

Frá Amsterdam mánudaginn 20. apríl kl.17:20 og lent á Keflavík kl 18:35.


Heimför 3 Icelandair 60 sæti:

Frá Amsterdam laugardaginn 24. apríl kl.17:20 og lent á Keflavík kl 18:35.

Gisting

2 nætur á hóteli miðsvæðis í Utrecht. Innifalið er morgunverður wifi og city tax.



Rútur

Rútuferðir til og frá flugvelli ca. 1klst

Fararstjórn

Sé þess óskað - gegn gjaldi.

(Kostar 5.900 kr./mann að bæta við, miðast við 170 manns)


Tripical sér um allt úti

Árshátíðarkvöldið

Við erum snillingar í að skipuleggja árshátíðina  úti, bóka sal, velja matinn, skemmtikrafta og búa til ógleymanlegt  kvöld

Hvað er hægt að gera úti?

Við getum boðið upp á dagsferðir úti sem hópurinn velur úr og bókar í gegnum sölukerfi Tripical.

Einnig setjum við upp dagskrá með meðmælum af veitingarstöðum, börum & vinsælum ferðamannastöðum.

Við reddum öllu!

Sérðfræðingar Tripical hafa áratugareynsluí að skipuleggja árshátíðarferðir hópa!


Ferðalottó Tripical

Við viljum magna upp stemninguna fyrir brottför með því að draga út heppin pör/einstaklinga sem fá óvæntan glaðing frá Tripical!


Skemmtitékkinn í boði Tripical

Við viljum gera árshátíðarferðina ógleymanlega! Þess vegna bjóðum við hópnum þínum upp á frítt skemmtiatriði í ferðinni. Hópar sem telja 75 eða fleiri og eru með skipulagða árshátíð á vegum Tripical geta valið sér skemmtikraft hér af síðunni. Viðkomandi skemmtikraftur þarf að vera laus á þeim dagsetningum sem óskað er eftir. 

Hægt er að kynna sér hvaða skemmtiatriði er hægt að fá með í ferðina með að ýta á hnappinn hér fyrir neðan.



Tilboð

Hótel

NH Hotel Utrecht

  ****

NH Utrecht er glæsilegt fjögurra stjörnu hótel í hjarta Utrecht, aðeins í þriggja mínútna göngufjarlægð frá Utrecht Central Station. Hótelið sameinar þægindi og nútímalega hönnun með frábærri staðsetningu sem gerir gestum kleift að njóta borgarinnar í botn. Herbergin eru rúmgóð og vel búin, með hágæða snyrtivörum. Þráðlaust net er í boði án aukakostnaðar og gestir geta einnig notið þess að fá sér kaffi eða te í herberginu. Á morgnana býður hótelið upp á fjölbreytt og ljúffengt morgunverðarhlaðborð, og yfir daginn er hægt að njóta franskrar matargerðar á veitingastaðnum El Rincon eða fá sér veitingar og drykki á Bar La Esquina. Fyrir þá sem vilja halda sér í formi er líkamsræktaraðstaða á staðnum. NH Utrecht er í göngufæri við Beatrix-leikhúsið og Jaarbeurs ráðstefnumiðstöðina, og með lest tekur aðeins um 40 mínútur að komast til Schiphol-flugvallar. Þetta er hótel sem býður upp á fullkomna blöndu af þægindum, aðgengi og stíl – tilvalið fyrir hópa sem vilja njóta Utrecht á besta hátt.


Hótelið fær 8,4 í heildareinkunn og 9,1 fyrir staðsetningu á booking.com 

Kvöldverður fyrir hópinn

*hægt er að óska eftir matseðlinum.

129.990 kr.

á mann í tvíbýli

179.990 kr.

á mann í einbýli


ATH.

Boðið er upp á að velja á milli hótela sem skoða má hér að ofan. Ef einhverra hluta vegna það gerist að hótelið sé ekki í boði finnum við sambærilegt hótel á svipuðum stað.

Endanlegt verð liggur ekki fyrir fyrr en ferð hefur verið ákveðin og hægt er að bóka flug og hótel.



Umsagnir fyrri hópa

Smelltu hér á hnappinn til að sjá umsagnir ánægðra viðskiptavina Tripical!

Skoða umsagnir

Júlía Björgvinsdóttir

Fyrirtækjaferðir

Sími. 519-8900

GSM. 895-9666

Netfang. julia@tripical.com