
Edinborg
30. apríl - 3. maí 2026
Edinborg er höfuðborg Skotlands. Þar er heillandi borgarstæði, fallegar byggingar og tignarlegur kastali. Iðandi menningarlíf með góðar verslanir og úrval veitingahúsa.
,,Auld Reekie" eins og borgin heitir á skosku (og þyðir Old Smoky), sameinar hið gamla og nýja á sérstæðan hátt og þar upplifirðu hið einstaka skoska andrúmsloft. Á hæðinni fyrir ofan borgina stendur hinn tignarlegi Edinborgarkastali, táknmynd borgarinnar. Borgin býður upp á blöndu af miðöldum og nútíma, þar standa bókstaflega, hlið við hlið miðaldahúsaraðir og nytískulegar byggingar, kirkjur í gotneskum stíl og hús byggð eftir nútíma arkitektúr.
Næturlíf borgarinnar getur verið ansi villt, Edinborg er stundum kölluð Aþena norðursins. Að ekki sé minnst á alla veitingastaðina og pöbbana.
Síðast en ekki síst, þá er Edinborg festivalaborgin, þar sem festival nefnt eftir borginni er haldið ár hvert.
Allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi enda Skotar höfðingjalegir gestgjafar
Hvað er hægt að gera í Edinborg
Hvað er innifalið í ferðinni
Tripical sér um allt úti
Ferðalottó Tripical
Við viljum magna upp stemninguna fyrir brottför með því að draga út heppin pör/einstaklinga sem fá óvæntan glaðing frá Tripical!
Skemmtitékkinn í boði Tripical
Við viljum gera árshátíðarferðina ógleymanlega! Þess vegna bjóðum við hópnum þínum upp á frítt skemmtiatriði í ferðinni. Hópar sem telja 75 eða fleiri og eru með skipulagða árshátíð á vegum Tripical geta valið sér skemmtikraft hér af síðunni. Viðkomandi skemmtikraftur þarf að vera laus á þeim dagsetningum sem óskað er eftir.
Hægt er að kynna sér hvaða skemmtiatriði er hægt að fá með í ferðina með að ýta á hnappinn hér fyrir neðan.
Tilboð 1
Hótel
Leonardo Royal Edinburgh
****
Leonardo Royal Hotel Edinburgh gekk áður undir nafninu Jurys Inn og er í hjarta gamla bæjarins í Edinborg, við hliðina á Royal Mile og í innan við 5 mínútna göngufjarlægð frá Waverly-lestarstöðinni.
Svefnherbergin eru með Dream-rúm með brakandi hreinum, hvítum rúmfatnaði, stór sjónvörp og rúmgóð baðherbergi með heilsulindarsnyrtivörum ásamt stóru vinnusvæði, te- og kaffiaðstöðu og háhraða-WiFi.
Nútímalegi veitingastaðurinn býður upp á alþjóðlegan kvöldverðarmatseðil. Barinn framreiðir hádegisverð og léttar veitingar ásamt kaffi.
Í stuttri göngufjarlægð má finna Edinborgarkastala, verslunargötuna Princes Street, Holyrood Palace og alþjóðlegu ráðstefnumiðstöðina, ásamt verslunum, leikhúsum, söfnum og galleríum.
Á booking.com fær hótelið 8.5 í heildareinkunn, starfsfólk 9,1 og staðstening fá 9,4.
Kvöldverður fyrir hópinn ykkar - Verð
- 3ja rétta kveldverður frá 8.990 kr. á mann
- 2ja rétta kveldverður frá 6.990 kr. á mann
*hægt er að óska eftir matseðlinum.
Verðin
109.990 kr.
á mann í tvíbýli
149.990 kr.
á mann í einbýli
Ath. Ofannefnt verð er eingöngu gefið upp til viðmiðunar, raunverulegt verð verður ákveðið og tilkynnt við staðfestingu á áfangastað.
Tilboð 2
Hótel
Market Street Hotel
****
Gistu í hjarta Edinborgar! Staðsetning Market Street Hotel er framúrskarandi. Aðeins í nokkra mínútna fjarlægð frá the Royal Mile og aðeins tæpa 600 metra fjarlægð frá The Real Mary King's Close.
Market Street er hluti af þekktu borgar landslagi Edinborgar. Á þakhæð hótelsins er að finna þakbar í fallegri setustofu með óborganlegt útsýni. Camera Obscura er í 700 metra fjarlægð sem og World of Illusion. Edinborgarkastali er í 1 km fjarlægð og 1.1 km fjarlægð frá Þjóðminjasafni Skota, National Museum of Scotland.
Herbergin eru í boutique stíl með skoskum vefnaðarvörur, list og kaffi brenndu í nærumhverfi. Í þeim eru að finna fataskápur, skjásjónvarp og baðherbergi. Sum herbergin eru með útsýni yfir borgina en öll herbergin eru með Apple TV, Chromecast (lítið tæki frá Google sem er um 5 sm langt og er stungið inn í HDMI inntak á sjónvarpstækjum. Þá er mögulegt að streyma efni frá spjaldtölvum, tölvum og símum upp á sjónvarpsskjái) og háhraða WiFi
The accommodation provides evening entertainment and a 24-hour front desk.
Morgunverður er borinn fram á þakbarnum og kampavínssetustofunni Nor´r Loft. Þangað er líka hægt að fara á öðrum tímum og fá sér létta rétti og drykki og njóta útsýnisins.
Leikhúsið Edinburgh Playhouse er 1.1 km fjarlægð frá hótelinu og Edinborgarháskólinní í 1.5 km fjarlægð. Það er 16 km leið að Edinborgarflugvelli.
Hótelið fær 9.2 í heildareinkunn á booking.com, starfsfólk fær 9.6 og staðsetningin 9.8.
Kvöldverður fyrir hópinn ykkar - Verð
- 3ja rétta kveldverður frá 8.990 kr. á mann
- 2ja rétta kveldverður frá 6.990 kr. á mann
*hægt er að óska eftir matseðlinum.
Verðin
109.990 kr.
á mann í tvíbýli
149.990 kr.
á mann í einbýli
Ath. Ofannefnt verð er eingöngu gefið upp til viðmiðunar, raunverulegt verð verður ákveðið og tilkynnt við staðfestingu á áfangastað.
Tilboðið er fyrir 70 manns og endanlegt verð liggur ekki fyrir fyrr en ferð hefur verið ákveðin og hægt er að bóka flug og hótel.
Umsagnir fyrri hópa
Smelltu hér á hnappinn til að sjá umsagnir ánægðra viðskiptavina Tripical!
Júlía Björgvinsdóttir
Fyrirtækjaferðir
Sími. 519-8900
GSM. 895-9666
Netfang. julia@tripical.com