
Til Dubrovnik
30. apríl - 03. maí 2026 & 01.-04. maí 2026
Tilboðið miðast við 410 manns á gengi dagsins og gildir til 30.09.2025
Dubrovnik er staðsett á suðurhorni Króatíu við Adríahaf og er þekkt fyrir hinn gullfallega og ævaforna miðbæ.
Gamli bærinn er fullur af börum, veitingastöðum og litlum verslunum. Ef þú vilt fara í Game of Thrones leiðangur, gjörðu svo vel!
Hér áður fyrr var Dubrovnik sjálfstætt ríki. Þess vegna er gamli bærinn umkringdur virkisveggjum, sem byggðir voru til þess að vernda landið frá árásum Rómverja og margra annara ríkja í gegnum aldirnar.
Í Júgóslavíustríðinu (sem lauk 1995) var borgin nánast eyðilögð en undanfarna áratugi hefur mikil endurbygging átt sér stað og í dag hefur hún nánast komist aftur í sitt gamla form. Byggingalist Dubrovnik er algjörlega mögnuð og ekki skemmir náttúrfegurð Króatíu og stórbrotin fegurð Adríahafsins fyrir. Það má í raun segja að umhverfið sé algjört augnakonfekt.
Hvað er hægt að gera í Dubrovnik
Hvað er innifalið í ferðinni
Tripical sér um allt úti
Ferðalottó Tripical
Við viljum magna upp stemninguna fyrir brottför með því að draga út heppin pör/einstaklinga sem fá óvæntan glaðing frá Tripical!
Skemmtitékkinn í boði Tripical
Við viljum gera árshátíðarferðina ógleymanlega! Þess vegna bjóðum við hópnum þínum upp á frítt skemmtiatriði í ferðinni. Hópar sem telja 75 eða fleiri og eru með skipulagða árshátíð á vegum Tripical geta valið sér skemmtikraft hér af síðunni. Viðkomandi skemmtikraftur þarf að vera laus á þeim dagsetningum sem óskað er eftir.
Hægt er að kynna sér hvaða skemmtiatriði er hægt að fá með í ferðina með að ýta á hnappinn hér fyrir neðan.
Hotel Croatia
⭐️⭐️⭐️⭐️⭐️
Hotel Croatia er staðsett á einstaklega fallegum og afskekktum stað á skaga með útsýni yfir Adríahaf öðrum megin og hinn fallega gamla bæ Cavtat hinum megin.
Það er útsýni yfir virkisgarða hinnar heimsfrægu miðaldarborgar Dubrovnik frá veröndum hótelsins. Hótelið er í aðeins 5 km fjarlægð frá Dubrovnik-alþjóðaflugvellinum og því getur frí gest byrjað strax við komu.
Hotel Croatia er aðeins 18 km frá Dubrovnik og er því fullkominn upphafsstaður til að uppgötva suðurhluta Dalmatíu-strandlengjunnar.
Gestir geta slappað af í algjörlega enduruppgerðum herbergjum, flest með stórkostlegu sjávarútsýni, samtengdum herbergjum, nokkrum veitingastöðum og steikhúsi.
Hægt er að njóta sólarinnar á 2 ströndum og í 2 sundlaugum. Gestir geta einnig slakaðu á í vellíðunaraðstöðunni og uppgötvað göngustígana meðfram strandlengjunni.
Heildareinkunn
8.8, starfsfólk fær
9,0 og
9,5 fyrir staðsetningu á booking.com
Aksturstími frá flugvelli ca 10mín - 6km
Aðstaða fyrir viðburði
Hægt er að skipuleggja viðburði á hótelinu sjálfu bæði innandyra og utandyra.
Verðdæmi per persónu:
- Welcome drink verð frá 10€
- Dinner menu 4 rétta- verð frá 60€
- Wine package 1/2 wine + 1/2 water - verð frá 16€
Verðin
229.990 kr.
á mann í tvíbýli
269.990 kr.
á mann í einbýli
ATH.
Boðið er upp á að velja á milli hótela sem skoða má hér að ofan. Ef einhverra hluta vegna það gerist að hótelið sé ekki í boði finnum við sambærilegt hótel á svipuðum stað.
Endanlegt verð liggur ekki fyrir fyrr en ferð hefur verið ákveðin og hægt er að bóka flug og hótel.
Umsagnir fyrri hópa
Smelltu hér á hnappinn til að sjá umsagnir ánægðra viðskiptavina Tripical!