Til Budapest

1. - 4. maí 2026


Búdapest er paradís hinna ferðaglöðu. Stórbrotin borg, mótuð af menningarstraumum liðinna alda. Mögnuð saga, töfrandi arkitektúr og merkileg menning - algjör fjársjóður. Ekki að ástæðulausu að Búdapest er oft kölluð París austursins!

Um borgina miðja rennur Dóná, sitthvoru megin hennar standa Buda og Pest, sem sameinuðust formlega í eina borg árið 1873. Það hefur gengið á ýmsu í Ungverjalandi í gegnum tíðina. Þetta sýna byssukúluör og ummerki eftir sprengjur seinni heimstyrjaldarinnar og frá uppreisninni 1956, sem finna má víða um borgina. Það er í raun eins og að fara í litla Evrópureisu þegar maður sekkur sér í sögu Búdapest, svo fjölbreytt og stórbrotin er hún. Og byggingar hennar og tignarleg mannvirkin gera mann hreinlega orðlausan, en borgin var einmitt sett á heimsminjaskrá UNESCO fyrir menningar- og byggingarsögu sína.

Á milli þess sem þú dásamar fagrar byggingarnar, getur þú skellt þér í tyrknest baðhús og pústað aðeins, en hitauppstreymi frá jörðu er vinsæll orkugjafi fyrir fjölmargar heilsulindir borgarinnar. Þá þykir sólsetur í Búdapest eitt það fegursta í allri E vrópu og margir sem leggja ýmislegt á sig til að verða vitni að því.

Verðlag er hagstætt, maturinn er góður, íbúarnir eru vinalegir og veðrið er gott.

Njóttu!



 Hvað er hægt að gera í Budapest

Þinghúsið, Kossuth Lajos tér, er stærsta bygging í Evrópu, hvorki meira né minna

Margrétareyja er einstaklega fallegur staður að sigla í og njóta

Alls staðar er hægt að leigja hjól, bæði venjuleg og rafmagns, og gaman að skoða borgina þannig

Sjúkrahússafnið, staðsett í helli á Castle Hill er sjón sögu ríkari

Hryllingshúsið, House of Terror, geymir erfiða en afar athyglisverða sögu

Konungshöllin, Királyi palota, er ein vinsælasti staður borgarinnar og ekki að ástæðulausu


Hvað er innifalið í ferðinni

Flug

 Flug fram og til baka með áætlunarflugi Wizz air 1 innrituð taska 20 kg og 10 kg handfarangur. 

Flogið út

Frá Keflavík til Búdapest á föstudeginum 1. maí klukkan 17:30 og lent í Búdapest klukkan 23:00.

Flogið heim

Frá Budapest til Keflavíkur á mánudeginum 4. maí klukkan 12:50 og lent í Keflavík klukkan 16:50.

Gisting

3 nætur á 4* hóteli. Innifalið er morgunverður og wi-fi og city tax.

Rútur

Rútuferðir til og frá flugvelli í Búdapest, ca 30 mín

Fararstjórn

Sé þess óskað - gegn gjaldi.


Tripical sér um allt úti

Árshátíðarkvöldið

Við erum snillingar í að skipuleggja árshátíðina  úti, bóka sal, velja matinn, skemmtikrafta og búa til ógleymanlegt  kvöld

Hvað er hægt að gera úti?

Við getum boðið upp á dagsferðir úti sem hópurinn velur úr og bókar í gegnum sölukerfi Tripical.

Einnig setjum við upp dagskrá með meðmælum af veitingarstöðum, börum & vinsælum ferðamannastöðum.

Við reddum öllu!

Sérðfræðingar Tripical hafa áratugareynsluí að skipuleggja árshátíðarferðir hópa!


Ferðalottó Tripical

Við viljum magna upp stemninguna fyrir brottför með því að draga út heppin pör/einstaklinga sem fá óvæntan glaðing frá Tripical!


Skemmtitékkinn í boði Tripical

Við viljum gera árshátíðarferðina ógleymanlega! Þess vegna bjóðum við hópnum þínum upp á frítt skemmtiatriði í ferðinni. Hópar sem telja 75 eða fleiri og eru með skipulagða árshátíð á vegum Tripical geta valið sér skemmtikraft hér af síðunni. Viðkomandi skemmtikraftur þarf að vera laus á þeim dagsetningum sem óskað er eftir. 

Hægt er að kynna sér hvaða skemmtiatriði er hægt að fá með í ferðina með að ýta á hnappinn hér fyrir neðan.



Tilboð 1

Hótel

Eurostars Danube Budapest var byggt árið 2016 og er staðsett í miðbæ Búdapest, 250 metra frá Deák Ferenc Tér-samgöngumiðstöðinni og 400 metra frá sýnagógunni við Dohány-stræti. Ókeypis WiFi er í boði.


Herbergin eru innréttuð til að endurspegla andrúmsloft 3. áratug síðustu aldar. Þau eru með loftkælingu, flatskjá, skrifborð og rafmagnsketil. Sérbaðherbergið er með hárþurrku og ókeypis snyrtivörur. Einnig er til staðar minibar gegn aukagjaldi.


Á Eurostars Danube Budapest má finna bar sem þjónar gestum síðdegis og á kvöldin, einnig er boðið upp á sólarhringsmóttöku. Á gististaðnum er einnig til staðar sameiginleg setustofa og ókeypis farangursgeymsla. Gestir eru einnig með aðgang að líkamsræktarstöð.


Finna má marga bari og veitingastaði í innan við 300 metra fjarlægð. Líflegi Gozsdu-húsgarðurinn er í innan við 250 metra fjarlægð.


Hótelið er í 500 metra fjarlægð frá Basilíku heilags Stefáns og í 600 metra fjarlægð frá Ríkisóperuhúsinu. Sögulega Andrássy-breiðstrætið er í innan við 400 metra fjarlægð og göngugötusvæði Váci Utca er í 600 metra fjarlægð. Budapest Liszt Ferenc-flugvöllur er í 20 km fjarlægð.


Hótelið fær heildareinkunina 8,8 og 9,6 fyrir staðsetningu á Booking.com


Kvöldverður fyrir hópinn ykkar - Verð

  • 3ja rétta kveldverður frá 8.990 kr. á mann
  • 2ja rétta kveldverður frá 6.990 kr. á mann

*hægt er að óska eftir matseðlinum.

Verðin

109.990 kr.

á mann í tvíbýli

149.990 kr.

á mann í einbýli

Ath. Ofannefnt verð er eingöngu gefið upp til viðmiðunar, raunverulegt verð verður ákveðið og tilkynnt við staðfestingu á áfangastað.


New Button

Tilboð 2

Hótel

Hotel Zenit Budapest Palace er staðsett í sögulega miðbænum í Búdapest og í 50 metra fjarlægð frá árbakka Dónár. Það státar af veitingastað sem framreiðir alþjóðlega matargerð og vellíðunarsvæði með líkamsræktaraðstöðu og gufubaði.


Ókeypis Wi-Fi-Internet er í boði hvarvetna á hótelinu. Gegn aukagjaldi og háð framboði geta gestir einnig fengið lánaðan Wi-Fi-netpung en hann má nota í bænum.


Öllum herbergjunum fylgja loftkæling og nútímalegar innréttingar. Þau eru með gervihnattasjónvarp, öryggishólf og minibar. Allar einingarnar innifela einnig sérbaðherbergi með sturtu eða baðkar.


Zenit Budapest Palace Hotel býður upp á valfrjálst morgunverðarhlaðborð en þar geta gestir fengið nýútbúnar eggjakökur. Einnig er boðið upp á strau- og þvottaþjónustu. Almenningsbílastæði er í boði gegn aukagjaldi.


Margir af áhugaverðustu stöðum borgarinnar eru staðsettir í næsta nágrenni við hótelið. Það eru mörg kaffihús og veitingastaðir á Váci utca en það er glæsilega verslunargöngugata borgarinnar. Deak Square, þar sem finna má 3 neðanjarðarlestarlínur (M1, M2, M3), er í innan við 500 metra fjarlægð. St. Stephen's-basilíkan er í 1 km fjarlægð frá gististaðnum en Óperuhúsið og Andrássy-breiðstrætið eru í 1,5 km fjarlægð.


Hótelið fær heildareinkunina 8,6 og 9,7 fyrir staðsetningu á Booking.com.


Kvöldverður fyrir hópinn ykkar - Verð

  • 3ja rétta kveldverður frá 8.990 kr. á mann
  • 2ja rétta kveldverður frá 6.990 kr. á mann

*hægt er að óska eftir matseðlinum.

Verðin

109.990 kr.

á mann í tvíbýli

149.990 kr.

á mann í einbýli

Ath. Ofannefnt verð er eingöngu gefið upp til viðmiðunar, raunverulegt verð verður ákveðið og tilkynnt við staðfestingu á áfangastað.


Tilboðið er fyrir xx manns og endanlegt verð liggur ekki fyrir fyrr en ferð hefur verið ákveðin og hægt er að bóka flug og  hótel. 



Umsagnir fyrri hópa

Smelltu hér á hnappinn til að sjá umsagnir ánægðra viðskiptavina Tripical!

Skoða umsagnir

Nafn

Fyrirtækjaferðir

Sími. 519-8900

GSM. xxx xxxx

Netfang. xxx@tripical.com