Til Bath

xx. - xx. október  2026


Bath er einn allra elsti ferðamannastaður Englands og hefur tekið á móti gestum um aldir. Baðhús borgarinnar, með sínum heitu náttúrulaugum eru mjög vinsæl, auk þess sem borgin sjálf þykir afar glæsileg.

Enska borgin Bath er einstakur staður og hinar fornu glæsibyggingar hennar, byggðar í rómönskum og gregorískum stíl, fá neðri kjálkana sannarlega til að falla. Hér er eins gott að hafa símann fullhlaðinn til myndatöku, því gönguferð um borgina er mögnuð upplifun. Eins og margir staðir, fékk Bath að kenna á sprengjum seinni heimsstyrjaldar, og þar þurfti sums staðar aðendurbyggja. 

Íbúar borgarinnar eru þó í dag mjög á móti stórvægilegum byggingaráætlunum, og vilja ekki sjá nútímalegar byggingar rísa í borginni, þannig að hinn forni glæsileiki hennar fái sem best að njóta sín. 

Bath stendur á heitum vatnsuppsprettum og er einn elsti heilsu-spa staður landsins. Upphaflega, á tímum Kelta voru uppspretturnar helgaðar gyðjunni Sulis og fólk trúði staðfastlega að þær hefðu lækningarmátt. Rómverjar yfirfærðu hinn helga stað síðar á sína gyðju. Sulis var einmitt gyðja lækninga en Mínerva hinna rómversku gyðja visku. Hvort þú verður heilbrigðari eða vitrari af baðinu skal ósagt látið, en heimsóknin er þess virði. Leyfðu þér að stíga í hin stórbrotnu rómönsku baðhús og láta dekra við þig rétt eins og þú værir Sesar eða Kleópatra. 


Hvað er hægt að gera í  Bath

Great Pulteney Street er glæsileg gata, og hefur verið tökustaður kvikmynda sem eiga að gerast á Georgíska tímanum.

Mayor of Bath Honorary Guidetúrinn um georgíska hluta Bath hefur verið genginn af ferðamönnum síðan 1930. Ferðin er ókeypis. 

Kráin The Raven býður upp á mikið úrval drykkja, og mikið úrval af borðspilum sem þú hefur líklega ekki prófað áður

The Royal Crescenter tignarleg hálfmánalaga bygging frá 18. öld.

Stonehengeer í uþb klukkutíma akstursfjarlægð frá Bath og fjöldi túra þangað, til að velja um

Po Na Na klúbburinn er einna vinsælastur fyrir þá sem vilja sletta ærlega úr klaufunum


Hvað er innifalið í ferðinni

Flug

Flug með Icelandair 1 innrituð taska 20 kg og handfarangur.

Flogið út

Brottför frá Keflavík til Bath kl. 07:50 og lent kl 13:00

Flogið heim

Brottför frá Bath til Keflavík kl 13:55 og lent kl. 15:05

Gisting

Þrjár nætur á 4* stjörnu hóteli, Innifalið er morgunverður, wi-fi og borgarskatturinn

Rútur

Rútuferðir til og frá flugvelli upp á hótel, áætlaður aksturstími er 20-25 mín

Fararstjórn

Óendanlega hjálpfúsir fararstjórar frá Tripical. Hægt er að óska eftir leiðsöganni gegn vægu gjaldi.


Tripical sér um allt úti

Árshátíðarkvöldið

Við erum snillingar í að skipuleggja árshátíðina  úti, bóka sal, velja matinn, skemmtikrafta og búa til ógleymanlegt  kvöld

Hvað er hægt að gera úti?

Við getum boðið upp á dagsferðir úti sem hópurinn velur úr og bókar í gegnum sölukerfi Tripical.

Einnig setjum við upp dagskrá með meðmælum af veitingarstöðum, börum & vinsælum ferðamannastöðum.

Við reddum öllu!

Sérðfræðingar Tripical hafa áratugareynsluí að skipuleggja árshátíðarferðir hópa!


Ferðalottó Tripical

Við viljum magna upp stemninguna fyrir brottför með því að draga út heppin pör/einstaklinga sem fá óvæntan glaðing frá Tripical!


Skemmtitékkinn í boði Tripical

Við viljum gera árshátíðarferðina ógleymanlega! Þess vegna bjóðum við hópnum þínum upp á frítt skemmtiatriði í ferðinni. Hópar sem telja 75 eða fleiri og eru með skipulagða árshátíð á vegum Tripical geta valið sér skemmtikraft hér af síðunni. Viðkomandi skemmtikraftur þarf að vera laus á þeim dagsetningum sem óskað er eftir. 

Hægt er að kynna sér hvaða skemmtiatriði er hægt að fá með í ferðina með að ýta á hnappinn hér fyrir neðan.



Tilboð 1

Hótel

Apex City of Bath Hotel

****

Apex City of Bath hótelið er fjögurra stjörnu hótel staðsett í miðbæ Bath og í 5 mínútna göngu frá Thermae Bath Spa-inu. 


Veitingastaðurinn býður upp klassíska franska matargerð með bresku ívafi og einnig er hægt að fá Afternoon Tea. 


Það er bæði spa og líkamsræktaraðstaða á hótelinu. 


Hótelið fær heildareinkunina 9,2 og 9,5 fyrir staðsetningu á booking.com 



Verðin

184.990 kr.

á mann í tvíbýli

229.990 kr.

á mann í einbýli

Ath. Ofannefnt verð er eingöngu gefið upp til viðmiðunar, raunverulegt verð verður ákveðið og tilkynnt við staðfestingu á áfangastað.


Tilboð 2

Hótel

Hilton Bath City

****

Gististaðurinn Hilton Bath City er vel staðsettur í miðbæ Bath og er hannaður í stíl 7. áratugar síðustu aldar. Gestir geta notið útsýnis yfir borgina, Avon-ána og sveitina. Meðal annars eru Rómversku böðin og Parade garðurinn í 5 mínútna göngu frá hótelinu. 


Á hótelinu er veitingastaðurinn Atelier sem framreiðir hefðbundinn morgunverð daglega, síðdegiste og máltíðir yfir daginn sem eru misjafnar eftir árstíðum. Hilton Bath City býður einnig sveigjanlega veislusali fyrir viðburði, þar á meðal er County Suite með sérbar og dansgólfi fyrir allt að 150 manns.


Bar í móttökunni býður upp á hefðbundið umhverfi með sófum og hægindastólum og framreiðir mat, kaffi og úrval af tei, áfengum og óáfengum drykkum, þar á meðal fjölbreytt úrval af kokkteilum. Notalegi Bath-barinn er opinn allan sólarhringinn fyrir gesti. 


Hótelið fær heildareinkunina 7,7 og 9,0 fyrir staðsetningu á booking.com 


Verðin

184.990 kr.

á mann í tvíbýli

229.990 kr.

á mann í einbýli

Ath. Ofannefnt verð er eingöngu gefið upp til viðmiðunar, raunverulegt verð verður ákveðið og tilkynnt við staðfestingu á áfangastað.


ATH.

Boðið er upp á að velja á milli hótela sem skoða má hér að ofan. Ef einhverra hluta vegna það gerist að hótelið sé ekki í boði finnum við sambærilegt hótel á svipuðum stað.

Endanlegt verð liggur ekki fyrir fyrr en ferð hefur verið ákveðin og hægt er að bóka flug og hótel.



Umsagnir fyrri hópa

Smelltu hér á hnappinn til að sjá umsagnir ánægðra viðskiptavina Tripical!

Skoða umsagnir

Nafn

Fyrirtækjaferðir

Sími. 519-8900

GSM. xxx xxxx

Netfang. xxx@tripical.com