Til Barcelona
10. - 13. október 2025
Með sólbaðsstrendur og einstakan byggingarstíl frá fornum hofum til framúrstefnu Gaudí. Barcelóna er sannkölluð Miðjarðarhafsperla.
Barcelona er borg sem hefur dregið til sín fjölda listamanna vegna fegurðar sinnar og sérstöðu. Barcelona býður upp á heimsklassa söfn, katalónska matseld, dans og víðfrægt næturlíf.
Arkitektúr borgarinnar er æði fjölbreyttur. Turnar úr gömlum hofum, gamlir veggir og steinarústir sýna sögu borgarinnar allt frá tímum Rómverja. Gotneska hverfið er 1000 ára gamalt og margar kirkjunar eru frá 15. öld. Þá er einnig mikið af nýbyggingum í borginni eftir fræga hönnuði eins og Gaudí.
Göngugötur Barcelona eru vinsælar og oft margt um manninn. Frægust þeirra er Ramblan, La Rambla, á henni má finna fjöldan allan af veitingastöðum og verslunum. Í þessari fallegu borg eru útimarkaðir, veitingastaðir, söfn og fallegar kirkjur á hverju strái. Berceloneta heitir þekktasta strönd borgarinnar, þar sleikir Miðjarðarhafssólin gylltan sand og heiðblátt hafið. Barcelona er frábær borg fyrir ferðalanga sem hafa gaman af því að rölta um og skoða mismunandi byggingarstíl og upplifa litríka menningu.
Hvað er hægt að gera í Barcelona
Hvað er innifalið í ferðinni
Tripical sér um allt úti
Ferðalottó Tripical
Við viljum magna upp stemninguna fyrir brottför með því að draga út heppin pör/einstaklinga sem fá óvæntan glaðing frá Tripical!
Skemmtitékkinn í boði Tripical
Við viljum gera árshátíðarferðina ógleymanlega! Þess vegna bjóðum við hópnum þínum upp á frítt skemmtiatriði í ferðinni. Hópar sem telja 75 eða fleiri og eru með skipulagða árshátíð á vegum Tripical geta valið sér skemmtikraft hér af síðunni. Viðkomandi skemmtikraftur þarf að vera laus á þeim dagsetningum sem óskað er eftir.
Hægt er að kynna sér hvaða skemmtiatriði er hægt að fá með í ferðina með að ýta á hnappinn hér fyrir neðan.
Tilboð 1
Hótel
Hotel Barcelona Catedral
****
Fjögurra stjörnu hótel á besta stað í borginni í göngufjarlægð við flesta af helstu merkisstöðum gömlu borgarinnar og Eixample hverfisins. Hótelið er í hjarta gotneska hverfisins, 100 metrum frá dómkirkju Barcelona og steinsnar frá Römblunni, Cataluyna-torgi og mörkuðum Boquería og Santa Caterina auk fjölda annara áhugave rðra staða miðborgarinnar.
Þetta boutique-hótel býður upp á ókeypis einkaleiðsöguferðir um hina sögulegu miðborg tvisvar í viku. Til staðar er líkamsræktarstöð og þakverönd með sundlaug og frábæru útsýni yfir borgina.
Frumleg Miðjarðarhafs-matargerð er framreidd á 4 Capellans, veitingastað hótelsins, sem býður upp á glútenlausan matseðil. Mikið úrval af veitingastöðum og tapasbörum má finna í innan við 5 mínútna göngufjarlægð, þar á meðal margir í hinu vinsæla El Born-hverfi.
Hótelið fær heildareinkunn 8,9 og 9,7 fyrir staðsetningu á booking.com
Verðin
??.990 kr.
á mann í tvíbýli
??.990 kr.
á mann í einbýli
Ath. Ofannefnt verð er eingöngu gefið upp til viðmiðunar, raunverulegt verð verður ákveðið og tilkynnt við staðfestingu á áfangastað.
Tilboð 2
Hótel
H10 Casanova
****
Fjögurra stjörnu boutique hótel staðsett miðsvæðis. Í 10 mínútna göngufjarlægð er Plaza Catalunya og Ramblan. Á hótelinu er a la carte veitingastaður og notalegur kaffihús/bar. Hótelbar og sundlaug á þakveröndinni. Einnig er að finna spa sem býður uppa Vichy sturtum, tyrkneskt bað með chromotherapy og heitum potti, hægt er að panta tíma líkamsmeðferðir og nudd gegn gjaldi. Hægt er að leigja hjól á hótelinu.
Hótelið fær heildareinkunn 8,8 og 9,1 fyrir staðsetningu á booking.com
Verðin
??.990 kr.
á mann í tvíbýli
??.990 kr.
á mann í einbýli
Ath. Ofannefnt verð er eingöngu gefið upp til viðmiðunar, raunverulegt verð verður ákveðið og tilkynnt við staðfestingu á áfangastað.
Tilboðið miðast við XX manns og gildir til XX.XXXX.XXXX
Umsagnir fyrri hópa
Smelltu hér á hnappinn til að sjá umsagnir ánægðra viðskiptavina Tripical!