Til Aþenu

10. - 13. október  2025


Hún er ein af elstu borgum veraldar, og oft nefnd vagga vestrænnar menningar. En Aþena er líka gáskafull nútímaborg og dásamleg blanda þess forna og nýja.

Aþena er staðsett við suð-austurströnd Grikklands, með um þrjár milljónir íbúa. Hún var til forna mjög máttugt borgríki sem skipaði stóran sess í heimssögunni. Þar má finna byggingar sem eru meira en 4000 ára gamlar, þekktastar eru þær sem standa á Akropólishæð, eins og hið mikla Parthenon hof. En þrátt fyrir háan aldur hefur Aþena þróast í einstaka og glæsilega nútímaborg. Þar hefur til að mynda gömlum og rótgrónum iðnaðarúthverfum verið breytt í svæði fyrir gallerý og söfn sem hýsa ýmis konar listviðburði, hátækni veitingahús og skemmtigarða. 

Hægt er að njóta Aþenu á margvíslegan hátt, og þótt heimsókn á Akrópólishæð sé vissulega "möst", þá bíður þessi heillandi stórborg upp á svo margt annað. Til dæmis hið listræna og seiðandi Metaxourgeio hverfi, snyrtilega háklassahverfið Kolonaki eða hið villta Exarcheia hverfi með sínu fjöruga næturlífi. Hér velurðu bara þá mola í konfektkassanum sem þér þykja girnilegastir. Hvert sem leiðin liggur mæta þér glaðbeittir, vingjarnlegir og hjálpsamir Grikkir. Ekki sakar að bjóða góðan dag með "Kalimera". Það fær þá jafnvel til að brosa enn breiðar. 


Hvað er hægt að gera í  Aþenu

Lycavittos hæð býður upp á stórkostlegt útsýni yfir borgina.

Ef þú hefur ekki smakkað Souvlaki: Það er kominn tími til. Ef þú hefur smakkað Souvlaki: Þú færð það ekki betra en hér. 

Varstu að spá í að versla smá? Þá er Plaka hverfið rétti staðurinn. Fullt af merkjum sem þú þekkir og líka óþekktari verslunum.

Plaka, Monastiraki og Thissio eru dásamleg hverfi í 19. aldar stíl við rætur Akropolis hæðar.

Panathinaiko völlurinn hélt fyrstu ólympíuleika nútímans árið 1896. Magnað mannvirki!

Psiri hverfið býður upp á fullt af töff og skemmtilegum börum og kaffihúsum.


Hvað er innifalið í ferðinni

Flug

Beint flug til og frá Aþenu með tveimur innrituðum 20 kg töskum og handfarangri

Flogið út

Brottför frá Keflavík kl XX og lent í Aþenu kl XX

Flogið heim

Brottför frá Aþenu kl XX og áætlað er að lenda í Keflavík kl XX

Gisting

4 nætur á 4ra stjörnu hóteli, Innifalið er morgunverður, wi-fi og city tax.

Rútur

Rútur til og frá flugvelli 

Fararstjórn

Tveir skemmtilegir og óendanlega hjálpfúsir fararstjórar.


Tripical sér um allt úti

Árshátíðarkvöldið

Við erum snillingar í að skipuleggja árshátíðina  úti, bóka sal, velja matinn, skemmtikrafta og búa til ógleymanlegt  kvöld

Hvað er hægt að gera úti?

Við getum boðið upp á dagsferðir úti sem hópurinn velur úr og bókar í gegnum sölukerfi Tripical.

Einnig setjum við upp dagskrá með meðmælum af veitingarstöðum, börum & vinsælum ferðamannastöðum.

Við reddum öllu!

Sérðfræðingar Tripical hafa áratugareynsluí að skipuleggja árshátíðarferðir hópa!


Ferðalottó Tripical

Við viljum magna upp stemninguna fyrir brottför með því að draga út heppin pör/einstaklinga sem fá óvæntan glaðing frá Tripical!


Skemmtitékkinn í boði Tripical

Við viljum gera árshátíðarferðina ógleymanlega! Þess vegna bjóðum við hópnum þínum upp á frítt skemmtiatriði í ferðinni. Hópar sem telja 75 eða fleiri og eru með skipulagða árshátíð á vegum Tripical geta valið sér skemmtikraft hér af síðunni. Viðkomandi skemmtikraftur þarf að vera laus á þeim dagsetningum sem óskað er eftir. 

Hægt er að kynna sér hvaða skemmtiatriði er hægt að fá með í ferðina með að ýta á hnappinn hér fyrir neðan.



Tilboð 1

Hótel

Athens Marriott

*****

Athens Marriott Hotel er 5 stjörnu hótel staðsett á Syngrou Avenue, á móti Stavros Niarchos Foundation-menningarmiðstöðinni og í innan við 15 mínútna akstursfjarlægð frá Syntagma-torgi. Á þakveröndinni er sundlaug og bar og útsýni yfir Akrópólis, hafið og Þjóðaróperuna. Gestir geta haldið sér í formi í vel búnu líkamsræktarstöðinni á staðnum.


Herbergin eru nútímalega innréttuð í mjúkum litum, herbergin og svíturnar á Athens Marriott Hotel eru með mjúkum kodda, svefnsófum, baðherbergjum sem eru innblásin af heilsulind og samtímalistaverkum. Öll eru með loftkælingu, veggfestum 49" LED sjónvörpum og minibar.


Gestir geta byrjað daginn á ríkulegum morgunverði á veitingastaðnum Made in Athens. Hægt er að njóta skapandi matargerðar úr grísku hráefni í hádeginu eða á kvöldin á veitingastaðnum Made in Athens. M Club herbergi veita gestum aðgang að M Club þar sem boðið er upp á ókeypis léttan morgunverð, kvöldverð og drykki. Njóttu máltíðar eða drykkjar á E&O veitingastaðnum og barnum með útsýni yfir Akrópólis, Eyjahaf og óperuna.


Athens Marriott Hotel er í aðeins 15 mínútna akstursfjarlægð frá nýja Akrópólissafninu og höfninni í Piraeus. Flisvos-ströndin er í 2 km fjarlægð en alþjóðaflugvöllurinn í Aþenu er í 40 km fjarlægð. Ókeypis WiFi er í boði hvarvetna og ókeypis almenningsbílastæði eru í nágrenninu.


Hótelið fær heildareinkunn 8,5 og 8,1 fyrir staðsetningu á booking.com


Hótelið er með 9 fundar og viðburðarsali sem eru búnir nýjustu tækni og henta vel undir árshátíðarkvöldverði fyrir allt að 450 manns. Kvöldverður með fordrykk, 3 rétta og vínpakka frá 8.900kr. Opinn bar frá 3.600kr á mann per klukkutíma.

Verðin

??.990 kr.

á mann í tvíbýli

??.990 kr.

á mann í einbýli

Ath. Ofannefnt verð er eingöngu gefið upp til viðmiðunar, raunverulegt verð verður ákveðið og tilkynnt við staðfestingu á áfangastað.


Tilboðið miðast við XX manns og gildir til XX.XXXX.XXXX


Umsagnir fyrri hópa

Smelltu hér á hnappinn til að sjá umsagnir ánægðra viðskiptavina Tripical!

Skoða umsagnir

Nafn

Fyrirtækjaferðir

Sími. 519-8900

GSM. xxx xxxx

Netfang. xxx@tripical.com